Austurland


Austurland - 27.09.1984, Side 1

Austurland - 27.09.1984, Side 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 27. september 1984. 35. tölublað. Tryggvi Ólafsson. Tryggvi sýnir í Egilsbúð Sigurjón Bjarnason: „Ríkisstjórnin mun fínna þær“ Mikið hefur verið rætt og rit- að um vanda undirstöðuat- vinnuvega og landsbyggðar að undanförnu. Mig langar þó til að bera í þann bakkafulla læk og rifja upp það helsta, sem fram hefur komið af hálfu Hall- dórs Ásgrímssonar, sjávarút- vegsráðherra undanfarið, og leyfi ég mér að ávarpa hann í 2. persónu (eintölu) hér eftir í pistli þessum. Skammt er að minnast þess, þegar þú, hæstvirtur sjávarút- vegsráðherra, tróðst upp á aðal- fundi SSA í haust. Innihald ræðunnar var nefnilega óvenju ferskt af málflutningi stjórnar- sinna að vera, sérstaklega játn- ingar þínar um orsakir vanda sjávarútvegsins. Með útvarpsviðtali þínu eftir þennan fund opnaðir þú augu margra fyrir því, að frelsi í við- skipta- og vaxtamálum er orðið þeim atvinnuvegi, sem þinn ráð- herradómur er kenndur við, myllusteinn um háls. Þú sagðir, að nú þýddi ekki að lækka laun- in meira (sic.), heldur yrði að leita annarra leiða og „ríkis- stjómin mun finna þær“, sagðir þú í lok viðtalsins. Mér varð hugsað til þín, þeg- ar þú færir bónarveg að samráð- herrum þínum og óskaðir eftir því, að vaxtabyrðinni yrði aflétt af sjávarútveginum. Ég er nefni- lega farinn að kunna svörin þeirra: „Dóri minn, með því að gefa vexti í landinu frjálsa höfum við tekið markaðinn í okkar þjónustu, og hin frjálsa samkeppni bankanna mun tryggja okkur hina lægstu vexti, sem nokkurs staðar bjóðast í víðri veröld." Ekki veit ég, hvort þú hefur nokkurn tíma vogað þér að minnast á niðurgreiðslur á helstu kostnaðarliðum (t. d. olíu eða veiðarfærum) eða þá lagt til, að þessir liðir verði settir undir verðlagseftirlit. Þó svo hefði verið eru svörin á eina lund: „Ríkisafskipti eru af hinu illa, frelsi markaðarins mun færa okkur hagstæðustu lausn- ina fyrr eða síðar.“ Þú hefur kannski sagt sem svo á ríkisstjórnarfundum, að trú- lega þýddi ekkert annað en að fella gengið. Þá er ég nú hrædd- ur um, að þú hafir verið klipinn óþyrmilega í síðuna og minntur á, að slíkt tal verði að bíða þang- að til séð yrði, hver niðurstaða verður í samningum aðila vinnumarkaðarins. En auðvitað er þarna komin leiðin, sem þú varst að þvæla um eftir SSA- fundinn. Hluturinn er bara sá, að gengisfelling verður að skrifast á reikning launafólks hér eftir sem hingað til. Alveg sama þó að staða margra fyrirtækja sé þannig nú, að þó laun hyrfu al- gerlega af gjaldahlið reksturs- reiknings, yrði samt eftir tap. Hvernig er það annars, til hvers heldur þú, að þjóð standi í atvinnurekstri? Hefur það aldrei hvarflað að þér, að til- gangurinn sé sá að skaffa þegn- unum lifibrauð? Gengur þú líka með þá b^Hiatrú, að atvinnufyr- irtækin séu bara til orðin í þágu „eigenda" þeirra, og þjóni þeim tilgangi einum að bera arð af höfuðstóli, sem oftast er þó fenginn að láni af almannafé? Við fáum svarið í niðurlagi leiðara þíns í Austra 13. sept. sl. „Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ákveða laun, sem sam- rýmast getu þjóðarbúsins. Marg- ir munu því þurfa að sætta sig við minna en vonir voru bundnar við. Ef menn geta ekki ráðið málum sínum til lykta innan þeirra marka, sem aðstæður skapa okkur, mun það aðeins leiða til ófamaðar og framfarimar, sem við viljum, að verði í landi okkar, munu láta á sér standa." í þessum hálfkveðnu vísum og dulbúnu hótunum hefurðu aftur fundið hinn sanna fram- sóknartón. Launin eru aftur orðin afgangsstærð. Vaxtaokur og stórgróði olíufélaga og inn- flytjenda er ekki lengur vanda- mál. Og gengisfellingin liggur að sjálfsögðu í þagnargildi, þangað til launafólk hefur enn á ný gefist upp við að ná rétti sínum og samið um áframhald- andi kaupmáttarskerðingu næstu mánuði. Þá verða smán- Norðfirðingurinn Tryggvi Ólafsson opnar málverkasýn- ingu í safnaðarheimilinu laugar- daginn 29. september nk. kl. 1400. Á sýningunni eru um 20 myndir og er sýningin opin virka daga frá kl. 1400 - 1600 og 2000 - 2200 og um helgar frá klukkan 1400 - 2200. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 7. október. Tryggvi Ólafsson er fæddur í Neskaupstað árið 1940. Hann arlegar launahækkanir kallaðar „gífurlegur verðbólguvaldur" og verslanir og þjónustuaðilar fá að hirða þær í sína vasa dag- inn eftir að samningar verða undirritaðir. Hef margt fleira um nýjustu ræður þínar að segja, og læt því kannski heyra frá mér aftur. stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík 1960 - 1961 og við Konunglega listaskólann í Kaupmannahöfn 1961 - 1966. Tryggvi hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga bæði hér heima og eriendis. Hér með er skorað á Norð- firðinga að fjölmenna á sýningu Tryggva og njóta þeirrar listar er hann hefur fram að færa. G. B. Beitir seldi í gær Beitir NK-123 seldi afla í Grimsby í gær, 141 lest fyrir um 4.3 millj. kr. í»að gerir um 31 kr. meðalverð á kg, sem er gott verð. Karlakór Reykjavíkur mun fara í söngferð til Austurlands dagana 4. - 7. október nk. Sungið verður í kirkjunni á Höfn í Hornafirði fimmtudags- kvöldið 4. október kl. 2100, í Egilsbúð í Neskaupstað föstu- dagskvöldið 5. okt. kl. 2100, í Herðubreið á Seyðisfirði laug- ardaginn 6. okt. kl. 1500 og að kvöldi sama dags kl. 2100 í kirkj- unni á Egilsstöðum. Á efnisskránni verða létt og sígild karlakórslög, bæði inn- lend og erlend. Einsöngvarar verða Hreiðar Pálmason, Óskar Pétursson og Hilmar Þorleifsson. Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Páll P. Pálsson og undirleikari Guðrún A. Kristinsdóttir.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.