Austurland


Austurland - 11.10.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 11.10.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 11. OKTÓBER 1984. ----------Austurland--------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir-Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Ríkisstjórnin boðar stéttastríð Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi, haldinn að Staðarborg í Breiðdal 6. - 7. október 1984 fordæmir þá háskalegu stjórnar- stefnu sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks undir forsæti Steingríms Hermannsson- ar hefur fylgt um nær eins og hálfs árs skeið. Með myndun ríkisstjórnarinnar kastaði forysta Framsóknarflokksins sér í fang öfgafullum markaðs- öflum og frjálshyggjuliði, sem nú ræður ferðinni í Sjálfstæðisflokknum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið ómenguð og harðsvíruð hægri stefna, og óbil- girni og valdhroki einkennir störf stjórnarinnar og einstakra ráðherra í síauknum mæli. Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir stórfelldri til- færslu fjármuna frá alþýðustéttum og frumvinnslu- greinum til verslunar- og þjónustugreina og fjár- magnseigenda. Launafólki einu hefur verið ætlað að bera her- kostnaðinn vegna lækkunar verðbólgu og kjör þess verið skert um allt að þriðjung. Gjaldþrot blasir við fjölda alþýðuheimila og þegar samtök launafólks setja nú fram kröfur um leiðréttingu er svarað með hótunum um verðbólguholskeflu og atvinnuleysi. Verkalýðshreyfingin með opinbera starfsmenn í fararbroddi þarf nú að grípa til nauðvarnaraðgerða og heyja verkfall til að rétta sinn hlut. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins lýsir stuðningi sínum við sann- gjarnar kröfur samtaka launafólks og varar við ósveigjanlegri afstöðu ríkisvalds og atvinnurekenda, eins og hún birtist um þessar mundir. í endurnýjuð- um stjórnarsáttmála er boðað stéttastríð með áfram- haldandi kjaraskerðingu. í flestu er þar fylgt forskrift Verslunarráðs íslands, sem lagði líka til uppistöðuna, þegar ríkisstjórnin var mynduð. Ríkisstjórnin hefur magnað upp andstæður milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins í áður óþekktum mæli. Á sama tíma og undirstöður at- vinnulífs úti um land eru að bresta, ríkir þensla og spákaupmennska á höfuðborgarsvæðinu. Afnám fé-‘ lagslegra réttinda og niðurskurður á samneyslu bitnar öðru fremur á fólki á landsbyggðinni. í stað aðgerða til jöfnunar á lífskjörum kemur vaxandi misrétti. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi varar eindregið við þessari stefnu og heitir á fólk um land allt að snúast til varnar lífshagsmunum sínum. í þeirri baráttu þarf allt félagshyggjufólk að snúa bökum saman og knýja fram breytta stjórnarstefnu. Austfirðingar Nýkomið mikið úrval af fallegum efnum Það hefur aldrei verið annað eins úrval Einnig mjög fallegt prjónagarn Gerið svo vel að líta inn Kaupfélagið Fram Neskaupstað - Vefnaðarvörudeild I bfltúr að Brúará Eins og íslandssögufróðir menn vita, var á fyrri hluta 15. aldar biskup í Skálholti, sem Jón hét og var Gerreksson. Hann var hinn mesti óþokki og þekktur fyrir harðræði og yfir- gang og hroka. Þar kom, að bændur á Suður- landi höfðu fengið sig fullsadda af yfirgangi biskups. Tóku þeir sig þá saman um aðför að bisk- upi, náðu honum heima á staðnum, settu hann í poka og köstuðu honum í Brúará og drekktu honum. Þessir atburðir hafa trúlega verið í huga opinbera starfs- mannsins í Reykjavík, sem orti eftirfarandi limru í upphafi verkfalls BSRB. Nú er útrunnin tíð minnar trúar á þennan tudda sem launafólk púar á. Annars finnst mér að héðan vœri fljótskroppið með ’ann í bíltúr austur að Brúará. SKÁK Deildarkeppni SÍ Helgina 28. -30. sept. sl. tók skáksveit Skáksambands Aust- urlands þátt í 3. deildarkeppni Skáksambands íslands í Reykjavík. Tefldar voru fjórar umferðir af sjö, og að þeim loknum stendur sveit Austfirð- inga best að vígi með 14 vinn- inga af 18 mögulegum. í fyrstu umferð mættu Aust- firðingar félögum úr Skákfélagi heyrnardaufra. Fyrirfram var ANDLAT Rósmundur Kristjánsson, vél- stjóri, Steinholtsvegi 4, Eski- firði lést í Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 8. október sl. Hann var fæddur í Vík í Fá- skrúðsfirði 2. ágúst 1896. Um fermingaraldur fluttist hann til Eskifjarðar, var um tíma á Sig- mundarhúsum og Helgustöð- um, en stundaði lengst af sjó- mennsku sem vélstjóri, en á seinni árum verkamannastörf í landi. Árið 1928 kvæntist Rós- mundur eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórunni Karlsdóttur, og bjuggu þau alla tíð á Eskifirði. búist við stórsigri, en úrslit urðu 4 vinningar gegn 2, minnsti sigur Austfirðinga. Heyrnardaufir sýndu það síðan í næstu umferð- um að úrslitin voru engin tilvilj- un því þeir hafa tekið miklum framförum á undanförnum árum, undir forystu Fáskrúðs- firðingsins Halldórs Garðars- sonar, sem tefldi á fyrsta borði hjá þeim. í annarri umferð voru and- stæðingarnir leigubílstjórar úr Taflfélagi Hreyfils. Hreyfils- menn hafa oft staðið sig mjög vel og m. a. orðið Norðurlanda- meistarar leigubílstjóra. En nú var sigur Skáksambands Aust- urlands aldrei í hættu, úrslit 4 * l 2/i vinningur gegn V/i. í þriðju umferð sátu Austfirð- ingar yfir, en í þeirri fjórðu var teflt gegn b-sveit Akureyringa. Fyrirfram var búist við að þar tefldu saman tvær sterkustu sveitirnar en stærsti sigur Aust- firðinga var niðurstaðan, úrslit 5'/i vinningur gegn V4. Staðan eftir fjórar umferðir er þannig: 1. Taflfélag Vestmannaeyja, 14V5 vinningur af 24 mögu- legum. 2. Skáksamband Austur- lands, 14 vinningar af 18 mögu- legum. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Bjarný Sigurðardóttir, hús- móðir, Hólsgötu 6, Neskaup- stað varð 65 ára 8. október sl. Hún er fædd á Barðsnesi í Norð- fjarðarhreppi, en er alin upp í Neskaupstað og hefir jafnan átt hér heima, nema sín fyrstu bú- skaparár, 1940 - 1946, er hún átti heima í Reykjavík. Sigurrós Jóhannsdóttir, hús- móðir, Strandgötu 2, (Fram- nesi), Neskaupstað varð 85 ára 9. október sl. Hún er fædd á Búðum í Fáskrúðsfirði, en flutt- ist til Neskaupstaðar um 10 ára aldur og hefir átt hér heima síðan. Þorleifur Jónasson, skipstjóri og fiskmatsmaður, Gilsbakka 11, Neskaupstað er70 ára í dag, 11. október. Hann er fæddur í Neskaupstað og hefir lengst af átt hér heima. Hann bjó í Hafn- arfirði og Vestmannaeyjum hart nær hálfan annan áratug, en fluttist aftur til Neskaupstaðar 1976. Þorleifur er að heiman. Auglýsið 1 Austurlandi 3. Skákfélag Akureyrar b- sveit, 14 vinningar af 24 mögu- legum. Seinni hluti keppninnar er fyrirhugaður í Vestmannaeyj- um seinni hluta vetrar. Skákmót TN Skákmót Taflfélags Norð- fjarðar hefst nk. þriðjudag 16. október, kl. 20 í framhalds- skólanum. Teflt verður í tveimur hópum, annars vegar 12 ára og yngri, hins vegar 1. og 2. flokkur. í yngri flokknum verð- ur umhugsunartími 15 mín. en 30 mín. í 1. og 2. flokki. E. M. S. 200 tonn af rækju f ágúst hófst aftur rækjuvinnsla á Djúpavogi eftir nokkurra ára hlé. Veiðamar em nú hættar, en rækjuvinnsla er enn í gangi hjá Búlandstindi. Tveir bátar stund- uðu veiðamar, Stjömutindur á Djúpavogi allan tímann og Þórs- nes frá Breiðdalsvík eftir humar- vertíð. Stjömutindur er 200 lesta bátur, sem Búlandstindur keypti sl. vetur. Nú er verið að útbúa hann á síldveiðar með nót, en Mánatindur fer á reknet. E. G. / B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.