Austurland


Austurland - 11.10.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 11.10.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 11. OKTÓBER 1984. 3 Alyktanir kjördæmisráðs AB Sjávarútvegsmál Kjördæmisráð AB vekur at- hygli á þeirri fráleitu efnahags- stefnu, sem fylgt er af ríkis- stjórninni og bitnar á sjávarút- veginum af fullum þunga. Á sama tíma og fyrirtækjum í sjávarútvegi eru skammtaðar tekjur með föstu gengi fá milli- liðir eins og skipafélög, olíufé- lög og þjónustuaðilar að taka til sín margfalt stærri hlut en áður og innlendur tilkostnaður vex þannig hröðum skrefum. Afleiðingin er taprekstur í öllum helstu greinum sjávarút- vegsins og skuldasöfnun með síhækkandi fjármagnskostnaði. í þessari stöðu gefur ríkis- stjómin svo vexti frjálsa og skrúf- að er fyrir lánveitingar frá bönkum. Engan þarf að undra, þótt fyrirtækin komist í greiðslu- þrot við þessar aðstæður og stöðvist eitt af öðru, eins og gerst hefur á Seyðisfirði og atvinnu- leysi verði hlutskipti fjölda fólks. Afleiðing þessarar svelti- stefnu gagnvart sjávarútvegin- um er háskaleg fyrir efnahag landsmanna og bitnar fyrst af öllu á landsbyggðinni, þar sem sjávarútvegur er undirstaða í at- vinnulífi flestra byggðarlaga. Um leið og minnt er á tillögur AB í sjávarútvegsmálum á liðnu sumri, krefst Alþýðubandalagið þess, að nú þegar sé breytt um stefnu gagnvart sjávarútvegin- um og heilbrigður rekstrar- grundvöllur verði tryggður fyrir útgerð og fiskvinnslu. Snar þáttur í þeim aðgerðum þarf að vera að tryggja fisk- vinnslufólki og sjómönnum líf- vænleg kjör, þannig að eftir- sóknarvert verði að starfa í þess- um undirstöðugreinum. Snúa verður frá þeirri okur- vaxtastefnu, sem nú er haldið uppi, og semja um skuldaskil fyrirtækja, sem hafa heilbrigðar rekstrarforsendur. Snúa verður við fjárstreym- inu frá sjávarútvegi til óarð- bærrar starfsemi, sem blómstrar á höfuðborgarsvæðinu. Annars mun sá fólksflótti, sem nú er hafinn frá landsbyggðinni, halda áfram í auknum mæli til stórtjóns fyrir þjóðarheildina. Landbúnaður Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi lýsir andúð sinni á þeim neikvæða áróðri, sem haldið er uppi gagnvart land- búnaði af áhrifamiklum aðilum í þjóðfélaginu. Bændur hafa ekki síður en launafólk orðið fyrir barðinu á kauplækkunar- og ok- urvaxtastefnu ríkisstjómarinnar. Fáir búa nú við þrengri kost en bændur á minni bújörðum og þeir, sem ráðist hafa í fjárfesting- ar að undanförnu. Að óbreyttri efnahagsstefnu verður það hlut- skipti æ fleiri bænda að standa upp af jörðum sínum og leita út á óvissan vinnumarkað í þéttbýli. Samtök bænda hafa nú sem fyrr lýst sig reiðubúin að greiða fyrir æskilegum skipulags- og framleiðslubreytingum í land- búnaði. Þeim jákvæða vilja má ekki spilla með óréttmætri aðför að bændastéttinni og virðingar- leysi gagnvart störfum og stöðu fólks í sveitum. Alþýðubandalagið vill stuðla að þróun og aðlögun í landbún- aði, en gæta verður þess, að fara ekki offari í þeim efnum, eins og nú er hætta á, að gert verði. Gefa ber þeim, sem að land- búnaði starfa, kost á lífvænlegri afkomu og tryggja félagslegt ör- yggi þeirra og aðstöðu til menn- ingarlífs ekki lakari en gerist í þéttbýli. í þeim efnum má hlutur bændakvenna og uppvax- andi æsku í sveitum landsins ekki gleymast. Iðnaður Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi fagnar þeirri viðleitni til markvissrar iðnþróunar, sem hafin er í fjórð- ungnum. Alþýðubandalagið hafði á undanförnum árum for- ystu um endurbætur á löggjöf til að ýta undir iðnþróun á lands- byggðinni, m. a. með lögum um iðnráðgjafa og iðngarða og stuðningi við margháttað þró- unarstarf í iðnaði úti um land. Þessi stuðningur við almenna iðnþróun er nú í hættu vegna minnkandi fjárveitinga og skiln- ingsleysis af hálfu stjórnvalda og lánastofnana. Einblínt er á erlenda stóriðju, eins og skýrt kemur fram í máls- meðferð vegna kísilmálmverk- smiðjunnar á Reyðarfirði. í stað þess að byggja á vönduðum undirbúningi þess máls frá tíð fyrri ríkisstjórnar og að reisa verksmiðjuna sem íslenskt stór- iðjufyrirtæki hefur Sverrir Her- mannsson lagt alla áherslu á að koma fyrirtækinu í hendur er- lendra aðila. Alþýðubandalagið mótmælir . þessari fráleitu stefnu og þeim mikla drætti, sem orðið hefur á framkvæmdum við verksmiðj- una. Kjördæmisráðið gerir kröfu til, að ráðist verði í byggingu kísil- málmverksmiðjunnar hið fyrsta á grundvelli gildandi laga og framkvæmdum hagað þannig, að þær verði lyftistöng fýrir almenn- an iðnað í fjórðungnum. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins lýsir yfir ánægju með stofnun sérstaks iðnþróunarfé- lags og iðnþróunarsjóðs hér eystra og stuðningi við austfirskt framtak og frumkvæði í iðnað- aruppbyggingu. f því sambandi þarf að nýta þá möguleika, sem felast í nálægð Austurlands við markaði í Evrópu og í þeim skipasamgöngum, sem komið hefur verið á milli Austurlands og nágrannalanda. Samgöngumál Kjördæmisráð Aiþýðubanda- lagsins vísar til fýrri samþykkta um samgöngumál og leggur ríka áherslu á bættar samgöngur inn- an fjórðungsins og tengsl við aðra landshluta. Farsæl upp- bygging atvinnulífs og samstarf byggðarlaga í atvinnu- og fé- lagsmálum er háð bættum sam- göngum. Gæta þarf að samhengi í öll- um þáttum samgöngumála, í vegamálum, flugi og sjósam- göngum. Fundurinn minnir á þau fjöl- mörgu stóru verkefni, sem bíða framkvæmda og undirbúnings í samgöngumálum, þar sem Austurland stendur verr að vígi og hefur orðið útundan um fjár- veitingar í samanburði við aðra landshluta. Niðurskurður í fjárveitingum til samgöngumála hittir lands- byggðina miklu verr en höfuð- borgarsvæðið. Því ber að standa gegn samdrætti í fjárveitingum til þessara mála í lengstu lög. Byggðastefna og húshitunarkostnaður Aðalfundur Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi vísar til samþykktar ráðstefnu á Hall- ormsstað um byggðamál í júní sl. Aldrei hefur verið brýnna en nú að lyfta merki heilbrigðrar byggðastefnu til mótvægis við óheillastefnu þeirrar ríkis- stjórnar, sem nú situr. Fundurinn minnir á þau okur- kjör, sem fólk á Austurlandi býr við í húshitun og öðrum orku- kostnaði heimilanna. Þrátt fyrir gífuryrði og hástemmd kosn- ingaloforð Sjálfstæðisflokksins um lækkun húshitunarkostnað- ar hefur reyndin orðið þveröfug í tíð Sverris Hermannssonar sem orkuráðherra. Meðal fyrstu verka ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar var að heimila gífurlegar hækkanir á raforkutöxtum. Frumvarp um húshitunarkostn- að, sem iðnaðarráðherra lagði fram seint á síðasta Alþingi, reyndist gagnslaust plagg og var stöðvað af stuðningsliði ríkis- stjórnarinnar. Alþýðubandalagið mun áfram beita sér fyrir jöfnun og lækkun orkukostnaðar heimil- anna og að fjármagn fáist í því skyni og í aðgerðir til orku- sparnaðar. Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps auglýsir hér með eftir umsóknum atvinnurekenda um aðstöðu í Iðngörðum Egilsstaðahrepps Umsóknir skal senda fyrir 15. október til Egilsstaðahrepps, Lyngási 12 Sveitarstjóri Egilsstaðahrepps Auglýsing frá sýslumanni Suður-Múlasýslu og bæjarfógetanum á Eskifirði í verkfalli opinberra starfsmanna, verður skrifstofa embættisins á Eskifirði einungis opin eftir hádegi frá kl. 1300 - 1530 þá daga sem verkfall stendur Reynt verður að sinna öllum brýnum verkefnum, en búast má við að almenn afgreiðsla verði í lágmarki Tekið verður við þinggjaldagreiðslum og öðrum greiðslum til ríkissjóðs Sýslumaður Suður-Múlasýslu Bæjarfógetinn Eskifirði GROHE - ÞÆGINDABILID ^15 Þægindi og ending eru einkenni GROHE tækja, og það má vissulega segja um nýja einnarhandarblönd- unartækið frá GROHE, EUROMIX 2. Langa granna handfangið er stillt þannig að mesti hluti hreyfanleik- ans er á hitastiginu 30° til 45° (sjá teikn.). En það er hitastigið sem jafnan er notað. Það köllum við þægindabilið. Já, þægindi eru í fyrirrúmi hjá GROHE. GROHE er brautryðjandi og leiðandi fyrirtæki á sviði blöndunartækja. Kaupfélag Héraðsbúa

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.