Austurland


Austurland - 11.10.1984, Blaðsíða 6

Austurland - 11.10.1984, Blaðsíða 6
Helgi Seljan: Árangur í réttu ljósi Þegar samningar eru nú í sjónmáli í álmálinu svokallaða, er rétt að hafa ákveðnar stað- reyndir í huga. Að vísu eru ekki öll kurl þar til grafar komin, og ýmislegt kann að reynast öðruvísi og lak- ara en látið verður í veðri vaka. Svo var a. m. k. um endurskoð- unina 1975 og þann mikla árang- ur, sem þá var sagður hafa náðst. En vissulega hefur nokkuð áunnist, og því ber að fagna, sem þó vinnst. Djúpivogur: Nýtt verslunarhús í sumar hóf Kaupfélag Beru- fjarðar byggingu nýs verslunar- húss. Það er 540 m2 að stærð og á einni hæð. Húsið stendur á Aurnum, en það er skammt fyr- ir neðan kirkjuna, nokkru ofar en Landsbankahúsið hinum megin götunnar. Áætlað er, að húsið verði fokhelt fyrir áramót. Verktaki er Austurverk hf. á Egilsstöðum. E. G. / B. S. Aðstæður til sarrtninga nú voru einstaklega góðar eftir at- burðina í álheiminum að undan- förnu og úrskurði um orkuverð, sem hefðu átt að gera okkar stöðu margfalt sterkari. Staðreyndin um, að 12.5 millidalir muni vera orkuverð dagsins í dag er ekki mikið fagn- aðarefni. Staðreyndin, að að- eins einu sinni á sl. fimm árum hefði viðmiðunarverðið 15 millidalir fengist, en orkuverðið yfirleitt verið 12.5 -13 er heldur ekki líkleg til að staðfesta tölur Sverris Hermannssonar um 500 milljóna fúlguna á ári, sem hann hampar sem ávinningi, byggð- um á spám og líkum. En hvers vegna er yfirleitt ver- ið að semja um hækkun nú? Hafa menn hugsað um það? Hvers vegna eru álfurstamir svo „göf- uglyndir", að þeir vilji greiða 100 milljónir í syndakvittun vegna „hækkunar í hafi“ og annarrar hagræðingar hjá sér? Ef menn líta aftur til þess tíma, þegar Hjörleifur Gutt- ormsson hóf upp merki okkar í áldeilunni, þá er rétt að minnast þess, að þá talaði enginn úr nú- verandi stjórnarherbúðum um hækkun orkuverðs yfirleitt. Utan Alþýðubandalagsins voru menn á eitt sáttir að því er virtist um ágæti orkuverðsins. Sú mikla vinna, sem lögð var í að safna staðreyndum og undir- búa sókn bæði í orkuverðsmálum og skattamálum er nú að skila sér, þó að hún hafi engan veginn verið nýtt sem skyldi. Skattsvikin eru nú viður- kennd af álhringnum. Að öðrum kosti væri engin greiðsla þar uppi á teningnum. Muna menn ásakanimar á hendur Hjörleifi um það, að hann væri nánast að vinna skemmdarverk með því að fletta ofan af skattsvikunum? Nú á að gefa álhringnum upp sakir og 100 millj. eru lítið brot af því, sem dómur hefði ótvírætt dæmt ál- hringinn til að greiða, auk þess sem sönnuð skattsvik em ekki beint sem heiðursmerki fyrir auðhring, sem þarf á því að halda að vera sæmilega trúverðugur Hjörleifs hefur sem sé skilað okk- ur hvom tveggja, sem nú fæst - orkuverðshækkuninni og synda- kvittuninni. En ef full einurð og festa hefði verið sýnd, hefðu 100 milljón- irnar orðið meira en 300 og orkuverðið nær Grikklands- dómnum nýfallna en því, sem nú er hampað. Og máski eiga mínusarnir enn eftir að sýna sig. Ofar öðm nú stendur það hins vegar, að aðeins vegna ötullar bar- áttu og óhvikullar afstöðu Hjör- leifs Guttormssonar var unnt að ná árangri, þó að hann hefði átt að verða miklu meiri, eins og all- ar aðstæður voru nú og undirbún- ingur allur hefði átt að skila. Veistu: að meðallaun opinberra starfsmanna eru 17.921 kr. á mánuði, að hæstu laun opinberra starfsmanna í 20. launaflokki eru 29.371 kr. á mánuði, að hæstu laun iðnverkafólks eru 13.708 kr. Hagstofa íslands telur að meðalframfærslukostnaður fjögu- rra manna fjölskyldu sé um 53 þúsund krónur á mánuði. Hver hefur þau laun? Er það af „ágimd“ eins og fjármálaráðherra orðar það sem fólk fer nú fram á að launin hækki lítillega miðað við þá gífurlegu dýrtíð sem hér hefur verið að undanförnu? Ríkisstjórnin: Hin raunverulega verðbólga Samanburður á launahækk- unum og hækkunum á helstu lífsnauðsynjum almennings leiðir í ljós gífurlegar verðhækkanir. Rússar kaupa síld Samningar hafa tekist við Rússa um sölu ýmissa tegunda saltsíldar til Sovétríkjanna. Staðfest hefir verið sala á 160.000 tunnum, en alls hefir verið samið um sölu á 200.000 tunnum. Líkur eru á sölu á 40.000 tunnum til viðbótar. Verðið er 5.65 - 8.95% lægra en í fyrra miðað við dollar, en 4 - 5% hærra miðað við vestur- þýskt mark. Síldveiðar geta því hafist nú þegar fyrir alvöru og síldar- söltun farið í gang. Einnig var samið við Rússa um kaup á gaffalbitum og þorsk- lifur fyrir 1.2 milljarða og á fiski fyrir rúmlega 1 milljarð. B. S. Yænir dilkar á Djúpavogi Sauðfjárslátrun hófst á Djúpavogi 24. sept. sl., en áður hafði verið slátrað nautgripum og hrossum. Nú er búið að slátra 5.000 fjár, en áætlað er, að alls verði slátrað um 10.000 fjár. Dagleg slátrun takmarkast við það, sem hægt er að frysta af kjöti í einu. Dilkar eru vænir, og er algeng meðalvigt 15 - 16 kg. Það eru aðallega bændur og heimafólk þeirra, sem við slátr- unina vinnur. E. G. I B. S. Verkfall BSRB stendur enn Verkfall opinberra starfs- manna hefir nú staðið í viku og í samningaviðræðum hefir nákvæmlega ekkert gerst. Óbilgirni ríkisstjórnarinnar er með eindæmum, og fram- koma einstakra ráðherra og hrokafullar yfirlýsingar þeirra hafa komið í veg fyrir raunverulegar samningavið- ræður hingað til. Töluverð harka hefir verið í verkfallinu á báða bóga og komið hefir til átaka á nokkr- um stöðum í Reykjavík og við Keflavíkurflugvöll. Verk- fallsbrot hafa verið reynd og verkfallsverðir BSRB reynt að koma í veg fyrir þau. Nokkur mistúlkun hefir verið uppi á valdsviði kjaradeilu- nefndar og þykir BSRB mönnum sem hún hafi farið út fyrir verksvið sitt. Verkfallsnefnd BSRB hefir veitt fúslega margar undanþág- ur frá verkfalli, þar sem eftir hefir verið leitað á eðlilegan og formlegan hátt. Ljóst er, að ríkisstjórnin ætl- aði sér að brjóta verkfallið á bak aftur með dyggri aðstoð at- vinnurekendavaldsins, en það er jafnljóst, að slíkt hefir mis- tekist. Samstaða opinberra starfsmanna er heil og órofin. Alþýðusambandið og mörg önnur launþegasamtök og stjórnarandstöðuflokkar hafa lýst yfir fyllsta stuðningi við kjarabaráttu opinberra starfs- manna. Ríkisstjórnin heyktist á að beita bráðabirgðalögum og banna verkföll og hefir ósam- staða innan stjórnarinnar senni- lega ráðið þar mestu um. Alþingi kom saman til funda í gær og á nú eftir að koma í ljós, hvort ríkisstjórnin getur notað hinn sterka meirihluta sinn þar til að setja bannlög. Besta lausnin fyrir ríkis- stjórnina væri þó að setjast taf- arlaust að samningaborði með opinberum starfsmönnum og ræða í alvöru um launahækkan- ir, hugleiðingar um skattamál og fleira verða að koma síðar. Svo virðist sem einhver hreyf- ing sé komin á samningavið- ræður verkalýðsfélaganna og at- vinnurekenda og jafnvel í deilu bókagerðarmanna og viðsemj- enda þeirra. Fréttir af þessu eru litlar og óljósar, en viðræður snúast sennilega um skattamál fyrst og fremst en ekki raun- verulegar og áþreifanlegar, al- mennar kjarabætur. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.