Austurland


Austurland - 18.10.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 18.10.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 18. október 1984. 38. tölublað. Verkfall BSRB: Samið í Reykjavík Verkfall opinberra starfs- manna hefir nú staðið í hálfan mánuð og ekki eru líkur á, að það leysist fyrr en eftir helgi a. m. k. Samningaviðræður eru í raun nýhafnar og í þeim mun vart nokkuð gerast, fyrr en úrslit liggja fyrir í almennri atkvæða- greiðslu í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar um sam- komulag það, sem gert var á mánudaginn milli borgarinnar og samninganefndar félagins. Verkfalli var aflétt hjá félaginu á mánudaginn. Samninganefnd BSRB hefir talið það samkomulag ófull- nægjandi fyrir ríkisstarfsmenn, enda munu ekki felast í því meiri kjarabætur en fólust í sáttatillögunni, sem felld var með miklum meirihluta at- kvæða opinberra starfsmanna, m. a. starfsmanna Reykjavík- urborgar. Samkomulagið í Reykjavík gerir ráð fyrir 8.3% launahækk- un, þar af 3% hækkun frá 1. sept. Þá er gert ráð fyrir 3.800 kr. greiðslu í desember miðað við fullt starf og að persónuupp- bót í des. verði 28% af hæstu launum í 11. launaflokki eftir 12 ára starf, en 26% eftir 10 ára starf. Sérkjarasamningar eiga að hefjast strax og á að vera lok- ið innan 45 daga. Samningurinn á að gilda frá 15. okt. til ársloka 1985. Þá eru í samkomulaginu einhver óljós atriði um lækkanir á tekjuskatti, en gert ráð fyrir hækkun óbeinna skatta í staðinn. Ákvæði eru um, að endurskoðun á launakerfi borg- arinnar skuli lokið fyrir 1. sept. 1985. Á mánudagskvöld var svo komið inn í samkomulagið, að allir borgarstarfsmenn skyldu fá tveggja launaflokka hækkun á samningstímabilinu, sem kæmu til framkvæmda 1. des. og 1. júní. Ekki var samninganefnd Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar einhuga um þetta sam- komuiag: 11 samþykktu það, 5 voru á móti og 1 sat hjá. Reykja- víkurborg hefir samþykkt sam- komulagið. Allsherjaratkvæða- greiðsla fer fram í félaginu um samkomulagið á morgun og laugardag. Svipað samkomulag hefir ver- ið gert á Seltjarnarnesi. Ekki fer hjá því, að mönnum komi til hugar, að Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar hafi verið beitt pólitískum þrýstingi af borgaryfirvöldum og Sjálf- stæðisflokknum til að gera þetta samkomulag. Samningurinn á Seltjarnarnesi ýtir undir þá skoðun. Ríkisstarfsmenn virðast ekki ætla að sætta sig við hliðstætt samkomulag og gert hefir verið í Reykjavík og þarf engan að Tvær söltunarstöðvar starfræktar á Seyðisfíröi Eins og í fyrra verða tvær söltunarstöðvar starfræktar á Seyðisfirði á þessari síldarver- tíð. Eru þetta stöðvarnar Norðursíld og Strandarsíld. Fyrsta síldin barst til Norður- síldar þann 11. októbersl. þegar gamall kunningi Seyðfirðinga, aflaskipið Ólafur Magnússon EA, sem nú heitir Sólfell EA, landaði þar 70 tonnum. Þeir feðgar, sem eiga Strand- arsíld, hafa reist myndarlegt söltunarhús og stórbatnar öll aðstaða þar til vinnslu og geymslu með tilkomu þess. Athyglisvert er að allar fram- kvæmdir við nýja söltunarhúsið voru unnar af þeim feðgum sjálfum, en engir iðnaðarmenn keyptir til verka. Binda Seyðfirðingar nú mikl- ar vonir við síldina og ef til vill meiri en oft áður vegna hins bága atvinnuástands á staðnum. f. J. I S. G. Vopnafjörður: Brú yfir Nýpslón Ný brú yfir Nýpslón hefur verið opnuð fyrir umferð, þó ekki sé vegagerð að fullu lokið. Byggt er að brúnni beggja megin, þannig að brúin sjálf er ekki mjög löng. Innaksturinn í þorpið breytist ekki, þar sem nýi vegurinn tengist þeim eldri á Búðaröxlinni. Með tilkomu brúarinnar styttist leiðin norður í land og bætir því og eykur ör- yggi vetrarsamgangna. A. B. / E. M. S. og víðar undra það. Því er hins vegar ekki að leyna, að þetta sam- komulag getur haft áhrif á þá samninga, sem endanlega verða gerðir og þá vafalaust í þá átt að gera þá lakari en ella hefði getað orðið. Samstaða opin- berra starfsmanna er að nokkru rofin með þessu samkomulagi, en eftir á að koma í ljós, hversu alvarlegar afleiðingar það hefir. Nýjustu fréttir herma, að samið hafi einnig verið í Kópa- vogi, ísafirði og Húsavík, og er þar sennilega um hagstæðari samninga að ræða en í Reykja- vík. B. S. Seyðisfjörður: Bæjarráð Seyðisfjarðar gerði stefnu Davíðs og Alberts að sinni Nokkra athygli vakti í sambandi við verkfall BSRB að mörg bæjarfélög á landsbyggðinni, sem af fréttist, ákváðu að greiða föstum starfsmönnum sínum út full laun fyrirfram 1. október sl. Bæjar- ráð Seyðisfjarðar gerði aftur á móti stefnu þeirra Davíðs Oddssonar og Alberts Guðmundssonar að sinni á fundi þann 1. október sl. þar sem sam- þykkt var með atkvæðum Framsóknarmannsins og Sjálfstæðismannsins í ráðinu að greiða starfs- fólkinu ekki laun nema fyrir fyrstu þrjá daga mán- aðarins. J. J. I S. G. Dauft yfir sfldinni Síldveiðin hefur verið fremur treg það sem af er vertíðini. Að vísu er gangurinn nokkuð mis- jafn og hafa bátarnir slæðst á góð köst. Það eru einkum nóta- bátarnir sem verið hafa á ferð- inni, en reknetabátarnir eru að hefja veiðar. Það eru einkum tvær söltunarstöðvar hér aust- anlands, sem eitthvað hafa salt- að að ráði, en það eru Friðþjóf- ur á Eskifirði og Pólarsíld á Fá- skrúðsfirði. Hjá Friðþjófi hafði verið salt- að í um 2700 tunnur á mánudag- inn var og hjá Pólarsíld í um 3600 tunnur. Á Norðfirði hafði verið saltað í um 2100 tunnur um sl. helgi. Það eru nótabát- arnir Sæljón og Guðmundur Kristinn sem séð hafa Friðþjófi og Pólarsílr! fyrir hráefni þeirra. Menn bíða nú spenntir eftir því að síldin gefi sig, enda mikið í húfi, þar sem söltunarstöðvarn- ar eru gífurlega margar hér fyrir Mikil óvissa er nú framundan í atvinnumálum Vopnfirðinga. Brettingur á aðeins eftir 110 tonn af sínum kvóta og Eyvind- ur vopni um 60 tonn. Reynt er að kaupa aukinn kvóta fyrir skipin, en óvíst hvort tekst. í síðasta mánuði landaði Brett- ingur á Höfn í Hornafirði og á austan, sem dæmi má nefna það, að á Reyðarfirði eru 5 stöðvar og á Eskifirði eru þær nú orðnar 6 talsins. Síldin sem veiðst hefur í haust er í smærra lagi, langmest 30 - 33 cm að stærð og fituinnihald hennar er á bilinu 15 - 18 prósent. næstunni mun Eyvindur vopni gera slíkt hið sama. Ástæður þessa eru að kvóti fékkst lánað- ur frá Höfn. Ef ekki rætist úr má búast við atvinnuleysi í næsta mánuði hjá verkafólki í frystihúsi og jafnvel saltfisk- verkun. A. B. / E. M. S. P. J. Vopnafjörður: s Otryggt atvinnuástand Frá kjördœmisráðsfundi AB að Staðarborg. T. v. við borðið sitja Guðmundur H. Sigurjónsson og Árni Þormóðsson, Neskaupstað. Fremst á miðri mynd er Ingólfur Árnason, Krossgerði og Guðrún Aðalsteinsdóttir, Egilsstöðum aftast. Hœgra megin sjást Hjörleifur Guttormsson og Kristinn V. Jó- hannsson, Neskaupstað. Ljósm. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.