Austurland


Austurland - 18.10.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 18.10.1984, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 18. OKTÓBER 1984. Helgi Seljan: I tilefni árs æskunnar Ár æskunnar er 1985. Ýmislegt er þar verið að vinna, svo varanlega megi leggja betri grunn að lífsham- ingju æskufólksins. Því ber að fagna. Æska okkar lifir í dag í dimmum skugga helsprengj- unnar og allt þarf að gera sem unnt er til þess að þeir skuggar víki sem fyrst og risaveldin búi börnum heims kvíðalausa framtíð, sem þau ein megna að gera. Því hljótum við að leggja lið. Margt þarf sannarlega að skoða og skilgreina á ári æsk- unnar og alla tíð. Þar ber einnig á hinum dökku hliðum, sem vá vímuefnanna veldur og víst ber okkur öllum skylda til þess að huga þar að öllum leiðum til úr- bóta og þar getur æskufólkið sjálft lagt fram sinn hlut, drýgst- an og farsælastan, ef uppörvun og aðstoð hinna eldri koma til. Margir eiga hlut að þessu framtíðarhlutverki þjóðarinn- ar. Ég nefni ungmenna- og íþróttahreyfinguna, sem öflugt tæki til góðra athafna, holl tóm- stundaiðja og heilbrigð líkams- rækt eru drjúgir baráttufélagar gegn vímuefnum og annarri vá, félagsstarfið lifandi og öflugt sérhverjum góður liðsauki í leit- inni að aukinni lífshamingju og hreysti. Sú hreyfing hefur unnið afrek hér. Ég vona sannarlega, að Al- þingi beri gæfu til að samþykkja ýtarlega tillögu okkar um öfluga aðstoð við þessa þýðingarmiklu æskulýðsstarfsemi. Ég nefni íslensku þjóðkirkj- una, sem hefur gefið sig æ meira að starfi meðal barna og ung- linga. Þar hefur margt verið mjög vel gert og það er í raun vaxtarbroddurinn í starfi kirkj- unnar og er það vel. Á Austur- landi hefur kirkjan og starfslið hennar unnið hið ágætasta starf og hyggst nú enn betur gera, með því að ráða æskulýðsfull- trúa til að sinna viðamiklu verk- efni, svo verðugt sé. Æskulýðsfulltrúi kirkjunnar á Austurlandi tengist ári æsk- unnar 1985 og öllu framtíðar- starfi í þágu unga fólksins eystra. Nú reynir á Alþingi og fjár- veitingarvaldið að liðsinna og gera að virkileika það öfluga starf, sem af myndi leiða æsk- unni til heilla. Liðsinni þingmanna Austur- lands ætti að vera öruggt. Að sjálfsögðu skiptir það miklu, að vel sé að æskunni búið í atvinnumálum, menntun og aðstöðu allri. Þar eigum við öll ærið verk að vinna. En ég minni á þessa tvo aðila sérstaklega, sem reiðubúnir eru til aukinna athafna, ef við öll stöndum þar vel að baki eins og skylda okkar er. Ár æskunnar 1985 verður að vera annað og meira en hátíða- fáni að húni dreginn. Athafnir og aðgerðir þurfa að fylgja. Óeigingjarnt æskulýðsstarf ung- mennafélaga og kirkju þarf því að styðja af alefli. Sú fj árfesting skilar ómældum arði. Ég þakka öllum þeim, ei glöddu mig með heimsóknum, heillaóskum og gjöfum á sjötugsafmæli mínu 4. október Guð blessi ykkur öll Guðni Þorleifsson MOKKA' í kaupfélaginu 24.okt. Veróum meó frábært sölutilboó á skinna-og mokkafatnaöi frá lönaöardeild Sambandsins. Glæsilegar flíkur á tilboósverói ogauóvitaó rétta ráóiö gegn vetrarhörkunni. Ath. Aðeins þennan eina dag. IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 P.HÖLF 606 602 AKUREYRI SiMI (96)21900 KAUPF. HÉRAÐSBÚA, SEYÐISFIRÐI Vetrarfagnaður Laugardaginn 27. október fögnum við vetri með ljúffengum mat á hótelinu kl. 1800 — 2200 Stórdansleikur kl. 2 300 — 300 Bumburnar spila af hjartans lyst Borðapantanir S 7321 Matseðill Grafin síld með sinnepssósu Léttreykt lambalæri með rjómasveppasósu Ananasrjómarönd Verið velkomin í EGILSBÚÐ Haustfundur kvennadeildar SVFÍ Norðfirði verður haldinn í safnaðarheimilinu mánudaginn 22. október kl. 2030 Erna Antonsdóttir erindreki SVFÍ flytur erindi um slys í heimahúsum og um ofkælingu Fundurinn er öllum opinn — Fjölmennið Stjórnin NESKAUPSTAÐUR Sólvellir — Barnaheimili Óskum að ráða starfsfólk: 1. í ræstingu 2. í starf á deild Skriflegar umsóknir berist forstöðumanni fyrir 25. okt. nk. Barnaheimilið Sólvellir Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.