Austurland


Austurland - 18.10.1984, Blaðsíða 6

Austurland - 18.10.1984, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstað, 18. október 1984. Auglýsingasími AUSTURLANDS er 7756 SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR 5PARISJÓÐUR HEIMAMANNA Sparisjóður Norðfjarðar m Það er svo margt sem maður ekki skilur Ég er einn þeirra, sem undan- farin ár hef haft það góðar tekjur, að ég hef þurft að borga talsverða upphæð til samfélagsins í formi skatta og útsvara. Pað væri hræsni að segja, að ég hafi alltaf verið ánægður með að láta þetta fé af hendi. Sérstaklega hefur mér þó gramist, að mér virðast ævinlega vera í kringum mig menn, sem virðast hafa mun meira fé umleikis en ég, en borga þó lægri eða jafnvel enga skatta. Stundum hef ég líka bölvað því, hvemig með peningana mína er farið, en ég hef alltaf talið, að eina leiðin til að koma þeim málum bet- ur fyrir, væri sú að vinna að því, að réttlátari og skynsamari menn kæmust til valda í þjóðfélaginu. En þrátt fyrir þetta nöldur í mér annað slagið út af því órétt- læti, sem ríkir í þessu máli, þá hef ég ævinlega huggað mig við það, að þetta væri nú aðeins minn beini og réttláti skerfur til sam- neyslunnar, til gamla fólksins, til sjúkra og til bamanna okkar. Mér hefur þá oft liðið bara nokk- uð vel, vegna þess að ég væri a. m. k. ekki einn af þeim, sem svíkjast undan því að borga það, sem þeim ber. En nú er svo komið, að ég verð að fara að endurskoða þessa afstöðu mína, vegna þess að „aðilar vinnumarkaðarins" eru að semja um skattamál, og það er einmitt þetta, sem ég ekki skil. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu, að við greidd- um skatta okkar og gjöld til ríkisins og sveitarfélaganna, en ekki til VSÍ (kannski breyttist þetta að nokkru leyti með aðild ríkisfyrirtækjanna að sam- tökum atvinnurekenda). Ég hélt, að samningar um kaup og kjör snerust um það, hvað launþegum tækist að kreista margar krónur út úr at- vinnurekendum, og því er mér ómögulegt að skilja, hvað lækk- un á tekjuskatti launþega kemur VSÍ við, allavega hlýtur það að vera útlátalítið fyrir VSÍ að semja um slíka „kjarabót". En er þetta kjarabót, í hvað fara skattpeningamir okkar? Þeir fara m. a. til heilbrigðismála, skólamála, samgöngumála, tryggingamála, menningarstarf- semi, reksturs ríkisfjölmiðlanna o. fl. o. fl. Ég veit líka, að þeir fara til flugstöðvarbyggingar og í aðrar hermangsframkvæmdir og til byggingar seðlabankahallar, svo að eitthvað sé nefnt. Lækkun skatta þýðir lækkun á tekjum ríkissjóðs og til að mæta þessum lægri tekjum eru ekki til nema tvær leiðir: skera niður rekstur og/eða framkvæmdir eða leggja á gjöld og álögur annars staðar. En til þess eru vítin að var- ast þau og ef við lítum til framtaks stjómvalda á sl. ári, þá höfum við á framkvæmdasviðinu dæmin um niðurskurð á skólakerfínu, en óskertar framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli og af tekjutilfærslu- leiðinni sjáum við t. d. aukið skatt- frelsi hlutafjár, en hækkun lyfja- kostnaðar og læknisþjónustu. Ég læt svo hverjum og einum eftir að dæma um það, hvaða leið hann telur, að farin verði næst. Hitt er svo allt annað mál, að skattaniðurfellingin er heldur au- virðileg leið til að koma í veg fyrir þann þjófnað, sem skattsvikin auðvitað eru, og geta menn þá velt fyrir sér, hvað langt er þar til við tökum almennt upp þá að- ferð í baráttunni við afbrot að fella niður glæpinn. Kröfur verkalýðsfélaganna ættu að vera: . Hærri laun. . Hærri skattar og útsvör (sér- staklega af háum tekjum auð- vitað). . Aukið skattaeftirlit og aukin viðurlög við skattsvikum. . Stóraukin samneysla og fé- lagslegt öryggi. Kannski er það óðaverðbólga undanfarinna ára, sem hefur brenglað svona skyn mitt. Kannski er það hræðsla verkalýðsforystunnar við verð- bólguna, sem brenglar skyn þeirra, svo að nú sitja þeir á löngum fundum og ræða niður- fellingu skatta við Vinnuveit- endasambandið. Eða kannski er þetta bara orðið eitt af því, sem maður ekki skilur. Polli. Yantraust á ríkisstjórnina Stjórnarandstaðan með Al- þýðubandalagið í broddi fylk- ingar flutti í þingbyrjun tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Samkvæmt þingsköpum á að út- varpa frá umræðum um van- traust. Nú er hins vegar komið í Ijós, að ríkisstjórnin þorir ekki að keppa við stjórnarandstöð- una í útvarpsumræðum, en skýtur sér á bak við þá fullyrð- ingu, að ekki muni fást leyfi kjaradeilunefndar til undan- þágu til að útvarpa umræðunum og sama er um stefnuræðu for- sætisráðherra. Það er rétt að vekja athygli á því, að kjaradeilunefnd veitir aðeins undanþágur, þar sem um heilsugæslu- og öryggismál er að ræða, og getur því ekki veitt undanþágur í þessum tilvikum, jafnvel þótt mönnum fyndist það heilsusamlegt öryggisatriði, að Steingrímur flytti stefnu- ræðu. Verkfallsnefnd BSRB getur veitt viðkomandi undanþágur og myndi ríkisstjórnin biðja um þær, ef hún þyrði að verja mál- stað sinn frammi fyrir alþjóð nú. B. S. Vopnafjörður: Iþróttahús í sumar hefur verið unnið af fullum krafti við byggingu íþróttahúss, og er það nú fokhelt. Húsið, sem er steinhús, og rís við hlið grunnskólans mun gjörbreyta allri íþróttaaðstöðu. Öll íþróttakennsla fer nú fram í félagsheimilinu við erfiðar að- stæður. Eitt skyggir á fram- kvæmdina hjá hörðustu íþrótta- mönnum, það er stærð salarins, sem er 15 x 27 m, og telst völlur- inn því ekki löglegur keppnis- völlur. íþróttahússbyggingin hefur verið stærsta framkvæmd sveit- arfélagsins í ár. Sveitarfélagið hefur þó staðið fyrir ýmsum öðrum framkvæmdum, m. a. er verið að byggja parhús, sem er fokhelt. Þá var skipt um jarðveg Veistu: að elli- og örorkulífeyrir og tekjutrygging aldr- aðra hefur hækkað frá í fyrra um 1.521 kr. á mánuði? að til að halda í við verðlag hefði hækkunin þurft að vera 2.486 kr.? að það vantar um þúsund krónur á mánuði á kaupmátt þessa fólks? að einmitt þetta fólk þarf helst lyf og læknishjálp og það hefur því verið skattlagt aukalega? að heimsókn til heimilislæknis hefur hækkað um 200% og kostar nú 75 kr.? að heimsókn til sérfræðings hefur hækkað í verði um 170% og kostar nú 270 kr. ? að sérlyf hafa hækkað í verði um 140% og kosta nú 240 kr. í hvert sinn, sem lyf er sótt í apótek? Lágt loðnuverð fokhelt í Lónabraut og gengið frá hol- ræsum, þannig að hægt verður að leggja bundið slitlag á götuna næsta sumar. A. B. / E. M. S. Loðnuverð var ákveðið fyrir nokkru og er það nú 900 kr. pr. tonn miðað við 16% fitu og 15% þurrefni. Breytist verðið til hækkunar eða lækkunar um 57 kr. fyrir hvert fituprósent og 63 kr. fyrir hvert þurrefnisprósent. Til samanburðar má geta þess að á haustvertíð í fyrra var grunnverðið 1.330 krónur mið- að við 15% fitu og 16% þurrefni en þá breyttist verðið til hækk- unar eða lækkunar um 72 kr. fyrir hvert fituprósent og 85 kr. fyrir hvert þurrefnisprósent. Eins og menn sjá er hér um hrikalega verðlækkun að ræða. Seyðisfjörður: Ráðstafanir í atvinnumálum Frystihús Fiskvinnslunnar á Seyðisfirði hefur verið lokað vegna rekstrarörðugleika í átta vikur og togari þess, Gullberg, hefur undanfarið verið bundinn við bryggju. Nú eru góðar líkur á því að eigendur togskipsins Otto Wathne, Gyllir hf., selji skip sitt og kaupi Gullberg sem meirihlutaaðili með bæjarfélag- inu sem meðeiganda. Líkur eru á því að þessi mál skýrist á allra næstu dögum og verði þessar ráðstafanir gerðar ætti vandi Fiskvinnslunnar að leysast að einhverju leyti. Af hálfu hugsanlegra kaup- enda Gullbergs er það algjört skilyrði fyrir því að af kaupun- um verði að skipið landi afla sín- um á Seyðisfirði. J. J. / S. G. Verðlækkunin er sögð stafa af lágu heimsmarkaðsverði á lýsi og mjöli. Bitnar lækkunin fyrst og fremst á sjómönnum og út- gerðaraðilum. Samtök þessara aðila hafa eftir því er best er vitað ekki látið heyra frá sér orð opinberlega um þessa gífurlegu verðlækkun og má það furðu sæta. Einhvern tíma hefði þurft minna tilefni til mikilla láta. Einum loðnufarmi hefur ver- ið landað hér eystra síðan vertíð hófst. Jón Kjartansson landaði 1100 tonnum á Eskifirði 6. - 7. október. Fituinnihald loðnunn- ar var 19.8% og þurrefnismagn 14.3%. Skiptaverðmæti pr. tonn var 1072.50 kr. Sé reiknað út frá verðinu 1983 hefði skipta- verðið verið 1544.10 kr. eða um 47% hærra en það er nú. G. B. Happdrætti SVFÍ Dregið var 10. okt. í haust- happdrætti Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands á Norðfirði. Upp komu þessi númer: 260 - 291 - 683 - 150. Nánari upplýsingar veitir Anna Sigurjónsdóttir í ® 7318.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.