Austurland


Austurland - 25.10.1984, Side 1

Austurland - 25.10.1984, Side 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 25. október 1984. MUNIÐ Waxoyl RYÐVÖRNINA Benni & Svenni 39. tölublað. Af verkföllum: Verkfalli bókagerðarmanna lokið Á mánudagskvöld náðust samningar í vinnudeilu bóka- gerðarmanna og viðsemjenda þeirra, en verkfall hafði þá stað- ið í rúmar sex vikur. Verkfalli var aflýst á mánudagskvöld og dagblöðin komu út á þriðjudag. Samningarnir, sem gilda til ársloka 1985, fela að sögn í sér 17 - 21% launahækkanir á samningstímabilinu. Þar af kemur 10% launahækkun strax, síðan þrisvar sinnum 3% hækk- un á samningstímabilinu, per- Verkfall BSRB kemur ákaf- lega misjafnlega niður á þeim skólum sem hafa framhaldsnám innan sinna vébanda. Sumir skólanna hafa starfað allan verkfallstímann án þess að til verulegrar röskunar hafi komið, aðrir hafa þurft að fella niður kennsiu í tiltölulega skamman tíma og enn aðrir stöðvuðust strax 1. október og munu ekki starfa með eðlilegum hætti fyrr en að verkfalli loknu. Þeir skólar, sem bjóða upp á framhaldsnám á Austurlandi, eru misjafnlega settir að þessu leyti. í Menntaskólanum á Eg- ilsstöðum eru flestir kennarar í Bandalagi háskólamanna og því ekki í verkfalli. Þess vegna féll kennsla aðeins niður í til- tölulega skamman tíma í skól- anum og munu vera líkur á að haustönn verði að mestu hægt að Ijúka á eðlilegum tíma. í Framhaldsskólanum í Neskaup- stað, Alþýðuskólanum á Eið- um, Heppuskóla á Höfn og Seyðisfjarðarskóla eru hins veg- í sumar og haust hefir maura- faraldur herjað á greni hér aust- anlands. Maurinn virðist helst leggjast á greinar trjánna, fyrst upp við stofninn, en éta sig síð- an út eftir þeim og er nú farinn að eyðileggja vaxtarsprota þessa árs, sem eru óvenju langir. Þessi trjámaur virðist vera víða um Austurland og er um tvær tegundir af honum að ræða a. m. k. T. d. er ein teg- und hans á Hallormsstað og önnur í Neskaupstað og á Eski- firði. Skógræktarmenn hafa þungar sónuuppbót í tvennu lagi, 3000 kr. 1. des. og 1500 kr. 1. mars og auk þess einhver minni at- riði. Bókagerðarmenn sam- þykktu samninginn með mikl- um meirihluta atkvæða. Bæjarstarfsmenn á Akureyri samþykktu nýjan kjarasaming á mánudagskvöld einnig, en með naumum meirihluta. Verk- falli er því aflétt þar. Borgarstarfsmenn í Reykja- vík felldu samkomulagið, sem íhaldið lét samninganefndina ar flestir eða allir kennarar í BSRB og því í verkfalli. í öllum þessum skólum hefur ekkert verið kennt frá því í byrjun okt- óber. Þeir skólar, sem ekki hafa starfað sökum verkfallsins, hafa í hyggju að breyta skipulagi haustannar á þann veg, að nem- endur fái þá kennslu sem gert er ráð fyrir áður en að annar- prófum kemur. Ekki verða þó teknar endanlegar ákvarðanir um þessar breytingar fyrr en að verkfalli loknu og munu skólarnir hafa samráð um þær. Auk þessara skóla á Austur- landi, sem þurfa að gera sérstak- ar ráðstafanir vegna verkfalls- ins, eru margir aðrir skólar víðs- vegar um land í sömu sporum. Má þar t. d. nefna alla iðnskóla landsins, fjölbrautaskólana á Akranesi, Suðurlandi og Sauð- árkróki, Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, Verk- menntaskólann á Akureyri og alla grunnskóla með framhalds- deildir. áhyggjur af þessum maur, því að hann virðist ætla að eyði- leggja grenitrén gjörsamlega og þar með áratuga starf áhuga- fólks og starfsmanna Skógrækt- ar ríkisins. Jón S. Einarsson í Neskaup- stað tjáði blaðinu, að nú væri verið að rannsaka maurinn nán- ar og til stæði að gera herferð gegn honum með úðun. Bæjar- yfirvöld eru hófð með í ráðum um þessi mál, en gera má ráð fyrir, að töluvert dýrt verði að haldagrenimaurnum ískefjum. B. S. gera í síðustu viku. Verkfall borgarstarfsmanna hófst því aftur á sunnudag. Samningurinn var felldur með % atkvæða, svo að úrslitin voru mjög afgerandi. Nei, sögðu 1385 eða 66.4%. Já sögðu 680 eða 32.6%. Á kjörskrá voru 2452. Atkvæði greiddu 2088 eða 85%. Samkomulagið á Seltjarnar- nesi var einnig fellt og verkfall byrjað þar aftur. Ekkert hefir gerst í samninga- viðræðum BSRB og ríkisins síð- ustu viku og virðist litlu hafa breytt, þó að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi komið inn í viðræðurnar „sjálfir", eins og sagt var í fréttum útvarpsins. Þá hafa viðræður Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins hrokkið í baklás og er helst að skilja, að verka- lýðsforingjarnir séu loks farnir að efast um að skattatilfærslur séu raunveruleg kjarabót fyrir launþega. Blaðamenn hafa boðað verk- fall 28. okt. og er ekki vitað, þegar þetta er skrifað, hvort til þess kemur eða ekki. Vel gæti svo farið, að dagblöðin stöðvuð- ust aftur í næstu viku. B. S. Bragð er að . . „Því miður hafa ýmsar að- gerðir stjórnvalda ekki reynst eins skilvirkar og vonir stóðu til og því hefur reynt nokkuð á þol- rif manna hér eystra - einkum þeirra er standa í eldlínunni við daglegan rekstur fiskvinnslufyr- irtækjanna. Samfara þessu hef- ur nú um sinn orðið vart nokk- urrar þenslu á höfuðborgar- svæðinu og þess eru dæmi að fólk héðan hafi leitað suður eftir atvinnu. Þetta hefur enn aukið mönnum bölsýni." Þessi orð eru ekki sótt í „bölmóðssöng" stjórnarand- stöðunnar, heldur orðrétt í rit- stjórnargrein Þingmúla, mál- gagns sjálfstæðismanna hér eystra. Bragð er að þá barnið finnur! Framhaldsskólar misjafnlega settir Grenimaurafaraldur Frá samkomu málm- og skipasmiða. Á myndinni sjást greinilega f. v. Björn Gígja, Björgvin Jónsson, Erna Vilmundardóttir og Anna Jóhannsdóttir. Aftast sést framan á Árna Porgeirsson og í hnakka Konráðs Ottóssonar og Bjarna Guðmundssonar. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson. Málm- og skipasmiðafélag Norðfjarðar 20 ára Mánudagskvöldið 15. október sl. efndi Málm- og skipasmiðafélag Norðfjarðar til samkomu í Egilsbúð í Neskaupstað í tilefni þess að þá voru liðn 20 ár frá stofnun félagsins. Félagið var stofnað 15. október 1964 og hefur síðan unnið um félagsmanna. Upphafið Stofnendur Málm- og skipa- smiðafélags Norðfjarðar voru 11 norðfirskir iðnaðarmenn, sem áður höfðu verið í Iðnað- armannafélagi Norðfjarðar. Til- gangur félagsins var að sameina alla starfandi járniðnaðarmenn, bifvélavirkja og skipasmiði í Neskaupstað innan sinna vé- banda og berjast fyrir hagsmun- um þeirra s. s. hækkun kaup- gialds, styttingu vinnutíma, auknum réttindum og bættum vinnuskilyrðum. í fyrstu stjórn félagsins áttu eftirtaldir menn sæti: Bjarki ötullega að hagsmunamál- Þórlindsson formaður, Björgvin Jónsson ritari og Sigurður G. Björnsson gjaldkeri. Kvíarnar færðar út Fyrstu 10 árin náði starfs- svæði félagsins einungis yfir lögsagnarumdæmi Neskaup- staðar, en á árinu 1974 gengu nokkrir Eskfirðingar í félagið og Fáskrúðsfirðingar komu til liðs við það tveimur árum síðar. Á aðalfundi félagsins 1977 var lögum félagsins breytt í sam- ræmi við þessa þróun og varð þá starfssvæði félagsins allt Austurland. Framh. á 3. síðu. Frá samkomu málm- og skipasmiða. Á myndinni eru talið /. i' Elías P. Ragnarsson, Guðrún Sigurðardóttir, Halldór Porsteinsson og Anna Prúður Sigfúsdóttir. Ljósm. Sigurður Arnjinnsson

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.