Austurland


Austurland - 01.11.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 01.11.1984, Blaðsíða 4
skógarvörður á Austurlandi frá 1955 til 1979, að hann var skipaður skógræktar- stjóri ríkisins. Ótalin eru hér fjölmörg önnur störf, sem Sigurður hefir sinnt svo sem kennsla á Hallorms- stað, ýmiss konar félagsmála- störf heima í Vallahreppi, innan fjórðungs og í landssamtökum og afskipti af stjórnmálum. Hann átti lengi sæti á framboðs- lista Alþýðubandalagsins á Austurlandi til Alþingis og var varaþingmaður nokkur kjör- tímabil og sat á Alþingi 1972 og 1975. AUSTURLAND hefir lengi átt traustan hauk í horni, þar sem Sigurður er og hefir hann lagt blaðinu til mikið og gott efni í gegnum árin. Um leið og blaðið óskar af- mælisbaminu til hamingju og þakkar liðsinni liðinna ára, vill það mega vænta þess, að enn eigi eftir að reka á fjörur þess les- og myndefni frá hinum síunga skógarmanni frá Hallormsstað, þó að hann hafi um sinn sogast suður í Hafnarfjarðarhraun að erja nýjan og stærri skóg. Sjávarútvegsráðherra svarar Hjörleifi: Kvóti áfram á smábáta Eins og getið hefur verið um í blaðinu, beindi Hjörleifur Guttormsson fyrirspurnum til sjávarútvegsráðherra um afla- mark á smábáta í ár og á næsta ári. Hvatti Hjörleifur til þess, að fallið yrði frá aflamarki á báta undir 10 brúttólestum, eins og Alþýðubandalagsmenn gerðu tillögur um í fyrra. Minnti hann á tillögur smábátaeigenda í Neskaupstað, sem lögðu áherslu á, að ef haldið yrði fast við kvóta á smábáta, yrði settur landshluta- eða byggðakvóti í stað heildarkvóta yfir allt landið. í svari sínu sagði sjávarút- vegsráðherra m. a., að við undirbúning að tillögum fyrir næsta ár hafi ýmislegt komið til tals, „m. a. að skipta aflamark- inu niður á landshluta fyrir þessa bátastærð . . . þannig að mismikil aflasæld í landi geti ekki leitt til ójöfnuðar, komi til veiðistöðvana." Ráðherra taldi, að núverandi skipan með heildarkvóta fyrir landið hafi ekki valdið óeðlilegri mismunun. „Ég tel mig nú geta fullyrt, að þær fullyrðingar, sem menn höfðu í frammi m. a. á Aust- fjörðum í sumar, hafi ekki haft við rök að styðjast.“ Þá boðaði Halldór, að vel gæti til þess komið, að sameigin- legur kvóti verði settur einnig á báta milli 10 og 20 tonn að stærð og jafnvel eitthvað stærri. Hjörleifur ítrekaði þá ann- marka, sem voru á sameigin- legum kvóta fyrir smábáta og skoraði á ráðherra að endurskoða þá stefnu m. a. með tilliti til byggðarlaga, sem eiga mest undir smábátaútgerð eins og Bakka- fjörður og Borgarfjörður eystri. Meðfylgjandi eru bráða- birgðatölur um afla smábáta skipt á mánuðina janúar til ág- úst 1984 á einstaka landshluta. Miðað er við óslægðan fisk. Suður-og Norður- suðv.Iand Vestfirðir land Austfirðir Allstonn Sigurður Blöndal er heims- maður, menntur vel, víðlesinn og skemmtilegur. En hann er líka rótgróinn Austfirðingur og í hugum okkar flestra hér er hann og nafn hans og Hallorms- staður tengt órjúfanlegum böndum. Og ég hygg, að sú framtíðarósk, sem fram kemur í niðurlagi kvæðisins HALL- ORMSSTAÐUR og Sigurður Baldvinsson frá Stakkahlíð, lengi póstmeistari í Reykjavík, orti fyrir margt löngu, hafi ræst á þeim tíma, sem Sigurður Blöndal var höfuð Hallorms- staðar. Hér skal gróðureðli eiga öndvegi við Lagarfljót, menn og konurmenntun teyga, manndóð festa styrka rót. Hérskal vaxa þroski’ á þingum, þrek og mannvit rœktað sé, andi Freys hjá Austfirðingum eiga hér sín traustu vé. Að lokum þakka ég þér Sig- urður, margs konar samstarf á Loðnan Loðnuveiðar á haustvertíð- inni hafa gengið ágætlega, þegar gefið hefur. Vertíðaraflinn er nú kominn vel á annað hundrað þúsund lestir. í upphafi vertíðar veiddist loðnan norður af Vest- fjörðum, nálægt miðlínu. Veiðisvæðið færðist síðar suður og hefur loðnan að undanförnu einkum fengist út af Víkurál. Síðustudaga hefurhún verið að veiðast við Kolbeinsey og ætti þá hagur okkar Austfirð- inga að vænkast nokkuð. Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði hafa fengið mest af loðnu á vertíðinni eða um 25 þúsund lestir. liðnum árum og sendi þér og Guðrúnu bestu heillaóskir mín- ar og fjölskyldu minnar á þess- um tímamótum, og við óskum ykkur allra heilla í framtíðinni. B. S. Fjör í sfldinni Eftir daufa viku rættist heldur betur úr síldveiðunum um síð- ustu helgi. Síldveiðiflotinn var að miklu leyti kominn suður á Berufjörð og þar fengu rekneta- bátarnir fyrst einhvern afla að ráði. Um síðustu helgi fékkst svo allmikill afli í Berufirði, Stöðv- arfirði og í Reyðarfirði. Mest var um að ræða millisíld hjá nótabátunum, en töluvert bar einnig á smásíld. Síldin var einnig í horaðra lagi, fituinni- hald hennar að mestu 14 -16%, enda var hún átulaus að mestu. Grimmdarsöltun hefur verið hjá flestum stöðvum hér eystra undanfarna daga og er viðbúið að búið verði að salta upp í samninga við Sovétmenn þegar línur þessar eru lesnar, ef svipað áframhald verður á veiðum. Afkastageta stöðvanna á Austfjörðum er mjög mikil, enda eru hér 23 söltunarstöðv- ar, sem margar hverj ar geta salt- að í yfir 1000 tunnur á dag. P. J. aðildarfélaga sína að vinna ekki við skip, sem tollafgreidd eru án vitundar og vilja BSRB. Jafnframt lýsir þingið andúð sinni á þeirri fruntalegu fram- komu, sem fram hefur komið hjá fulltrúum ríkisins og þó sér- staklega fjármálaráðherra. Pingið lýsir því sem skoðun sinni, að þessi kjaradeila snúist jafnmikið um grundvallaratriði í kjarabaráttu svo sem óskertan verkfallsrétt og skoðanafrelsi, eins og beina kauphækkun. Því liggur mikið við fyrir alla launþega í landinu, að BSRB verði ekki brotið á bak aftur, eins og markvisst er stefnt að af ríkisstjórn íslands. Seyðisfjörður: Stuðningur við BSRB Eftirfarandi samþykkt var gerð einróma á allfjölmennum félagsfundi í Verkamannafélag- inu Fram á Seyðisfirði 24. okt- óber sl.: „Almennur fundur í Verka- mannafélaginu Fram haldinn 24. október 1984 samþykkir að lýsa yfir fullum stuðningi við verkfall og kröfur BSRB. Jafnframt skorar félagið á fé- lagsmenn sína að vinna ekki við skip, sem tollafgreidd eru án vit- undar og vilja BSRB.“ Neskaupstaður: Meðalvigt dilka 16.9 kg Eftirfarandi upplýsingar fékk AUSTURLAND hjá Gísla Sólbrekku í Mjóafirði. Htest.i meðalvigt dilka var hjá Guðjóni Janúar 44.0 0 17.6 31.6 = 93.2 Hér eystra er það eingöngu Haraldssyni, kaupfélagsstjóra í Magnússyni, Neskaupstiið cöa Febr. 47.8 0 15.3 16.0 = 79.1 bræðsla Hraðfrystihúss Eski- Neskaupstað. 19.4 kg. Mars 319.5 10.0 184.4 48.1 = 562.0 fjarðar sem fengið hefur loðnu 18. okt. sl. var búið að slátra Mesta kindakjötsinnlcgg á Apríl 372.9 11.0 244.6 121.0 = 749.5 í haust. Munu Eskfirðingar vera í sláturhúsi Kaupfélagsins Fram haustinu, 4566.2 kg, hafði Slcin- Maí 593.7 174.9 561.4 179.5 = 1.509.5 búnir að bræða alls um 5700 lest- í Neskaupstað 2.243 dilkum og þór Þórðarson, Skuggahlíð. Júní 459.1 550.0 477.8 682.5 = 2.169.4 ir nú. 157 fullorðnum kindum eða alls Eftir er að slátra um 100 200 Júlí 778.5 763.5 663.2 898.0 = 3.103.2 Loðnan er mjög feit um þess- 2400 fjár. fjár. Ágúst 255.7 516.5 398.0 590.0 = 1.760.2 ar mundir og er fituinnihald Meðalvigt dilka er 16.9 kg. I haust hcfir vcrið slátraö 80 Samtals janúar - ágúst: 10.026.1 hennar á bilinu 18 - 20% Þ. J. Vænsti dilkurinn vóg 27.5 kg, en hann átti Björn Gíslason, nautgripum í sláturhúsi Kaup- félagsins Fram. I! S

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.