Austurland


Austurland - 08.11.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 08.11.1984, Blaðsíða 1
Austurland Umboð fyrir Ferðamiðstöð Austurlands Benni & Svenni S 6399 &. 6499 34. árgangur. Neskaupstað, 8. nóvember 1984. 41. tölublað. Nýir ASI samningar / fyrrakvöld voru undirritaðir í Reykjavík nýir kjarasamningar milli flestra sambanda innan ASÍ og atvinnurekenda. Sjómannasambandið, Rafiðnaðarsam- bandið og Verslunarmannafélag Reykjavíkur standa utan þessara samninga. Samningstíminn er til ársloka 1985. AUSTURLAND náði tali afSigfinni Karlssyni, forseta Alþýðusambands Aust- urlands, er hann var nýkominn af löngum og ströngum samningafundi. ? Er óhœtt að óska þér til ham- ingju með samningana? ¦ Ég veit það nú ekki, ég er hóflega ánægður með þetta. En ég mun mæla með samþykkt þeirra. ? Viltu segja mér frá nokkrum helstu atriðum samninganna? ¦ Það verða allnokkrar tilfærsl- ur milli launaflokka og starfs- aldurshækkanir. Bil milli launa- Frá Þrótti Eins og kannski einhverjir muna, þá úthlutaði bæjarstjórn Neskaupstaðar íþróttafélaginu Þrótti stóru herbergi í norður- hluta íþróttahússins fyrir réttu ári síðan. Herbergi þetta var kennslustofa sem framhalds- skólinn þarf ekki lengur að nota. Sú hugmynd hefur verið uppi að koma þarna á laggirnar fundaaðstöðu og geymslu fyrir alla þá gripi sem félagið á. Er nú komið að því að hrinda hug- myndinni í framkvæmd og því er nú leitað til ykkar ágætu Norðfirðingar. Eigið þið húsgögn, sem þið eruð hætt að nota og gætuð gefið okkur í her- bergið? Helst dettur okkur til hugar sófasett, borð, stólar og hansahillur. Þeir sem eitthvað geta hjálpað til vinsamlegast hafi samband við Þórhall S 7750 eða (vs.) 7250, eða Lilju Huldu S 7327. Frá stjórn Þróttar. flokka verður 2.4%. Launa- hækkanir verða frá 6. nóv. 12.9%, frá 1. jan. 4.84%, frá 1. mars 2.52% og frá 1. maí 2.5%. Meðallaunahækkun á samn- ingstímabilinu er 23.9%. Heild- arhækkun til fiskvinnslufólks er 24.6% og á bónusvinnu 18.9%. Lágmarkskaup verður 14.075 kr. Fastatölur á bónus verða: 6. nóv. 67 kr., 1. jan. 70 kr., 1. mars 72 kr. og 1. maí 74 kr. Sérstök aukagreiðsla verður við fyrstu útborgun í des. 1.500 kr., 1. mars 1.000 kr. og 1. maí 500 kr. ? Það eru engin ákvœði um verðtryggingu? ¦ Nei, og það er það versta, við reyndum það, eins og við gátum, en það fékkst ekki. En viðræður um þau mál eiga að fara fram eftir 1. maí á næsta ári og um framlengingu samn- ingsins, en launaliðir eru lausir 1. sept. á næsta ári án uppsagn- ar. ? Viltu segja lesendum AUST- URLANDS eitthvað sérstakt varðandi samningana? ¦ Já, ég skrifaði undir samning- inn með fyrirvara um, að gengið yrði frá honum formlega við Al- þýðusamband Austurlands og einnig með fyrirvara um það, að gengið yrði frá endurútreikningi á launum fyrir síldarsöltun frá byrjun síldarvertíðar í haust. D Nokkuð fleira, Sigfinnur? ¦ Já, það lá fyrir við undirskrift samninganna bréf frá forsætis- ráðherra, þar sem staðfest er, að heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið muni greiða sömu hækkanir á lífeyrisbætur og elli- lífeyri, eins og laun hækka sam- kvæmt samningunum og að hliðstæðar hækkanir verði á greiðslum úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði, sagði Sigfinnur Karls- son að lokum. B. S. Máni fær síldarflökunarvél Á mánudagskvöldið lauk uppsetningu síldarflökunarvél- ar á söltunarstöðinni Mána í Neskaupstað og var verið að prófa hana, þegar blaðamaður AUSTURLANDS kom þar. Ég náði tali af Gylfa Gunnarssyni, framkvæmdastjóra, sem var þar með hluta af starfsliði sínu. D Hvaðan er þessi vél og hver eru afköst hennar? ¦ Þetta er þýsk vél, Baader, mjög vönduð framleiðsla, og hún getur flakað 20 tonn á dag. ? Hvað flakið þið mikið, það sem eftir er af þessari vertíð? ¦ Það verður ekki mikið, rétt til að prófa vélina. Við eigum aðeins eftir að salta í 400 tunnur og það er bara stærri síldin, sem við flökum. D Hvert eru flökin seld? ¦ Þau eru seld til Finnlands, Svíþjóðar og Þýskalands. Þau eru söltuð í plasttunnur. D Hvað eruð þið búin að salta mikið á Mána? ¦ Við erum búin að saJta í 3.600 tunnur og eigum bara eftir þess- ar 400 tunnur af okkar kvóta. D Eru síldarflökunarvélar á fleiri stöðum hérá Austfjörðum ? ¦ Já, á Höfn, Djúpavogi, Stöðvarfirði og nýuppsett vél á Vopnafirði. Þetta eru þeir staðir, sem ég veit um að hafa síldarflökunarvélar, sagði Gylfi að lokum. B. S. Stolnar fjaðrir í Þingmúla í málgagni sjálfstæðismanna, Þingmúla, segir í leiðara 12. okt. sl.: „Iðnaðarráðherra hefur verið dugmikill sem slíkur, þótt starfstími hans sé enn stuttur. Fyrir hans tilstuðlan hillir nú undir virkjun í Fljótsdal og byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Þetta mun verða Neskaupstaður: Loðnubræðsla hafín f gær hófst loðnubræðsla í verksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað og vinna við hana um 30 manns að sögn Kristins Sigurðssonar, verk- smiðjustjóra. Til verksmiðjunnar hafa nú þegar borist um 3.000 lestir af loðnu. Skipin sem landað hafa þess- um afla eru Beitir 1.250 tn (hefir landað svipuðu magni á Seyðis- firði einnig), Magnús um 550 tn, Sæberg um 600 tn og Húnaröst um 600 tn. B. S. ómetanleg lyftistöng fyrir at- vinnulíf á Austurlandi." Hér er mælt af mikilli óskammfeilni í trausti þess, að lesendur séu fljótir að gleyma staðreyndum. Fljótsdalsvirkjun var undir- búin í tíð síðustu ríkisstjórnar á árunum 1980 - 1982 að frum- kvæði Hjörleifs Guttormssonar sem iðnaðarráðherra. Lög um virkjunina voru samþykkt á Al- þingi vorið 1981 og tillaga um röðun virkjana vorið 1982, þar sem Fljótsdalsvirkjun var ákveðin næst á eftir Blöndu- virkjun og við það miðað, að hún kæmist í gagnið um 1990. f tíð Sverris Hermannssonar hef- ur ekkert gerst til að flýta þessu máli, en hins vegar hafa komið fram hugmyndir um að skjóta virkjun á Suðurlandi, t. d. við Búrfell, fram fyrir Fljótsdals- virkjun. Á sama hátt var bygging kís- ilmálmverksmiðju undirbúin af fyrrverandi iðnaðarráðherra frá grunni. Heimildarlög um verksmiðjuna voru samþykkt á Alþingi vorið 1982 og allur undirbúningur við það miðaður, að verksmiðjan gæti hafið rekst- ur á árinu 1986. í tfð núverandi rfkisstjórnar hefur allt dregist á langinn vegna þeirrar stefnu Sverris Hermanns- sonar að koma þessu fyrirtæki í hendur útlendinga að mestu eða öllu leyti. Þess vegna hafa fram- kvæmdir við verksmiðjuna enn ekki hafist og sjálfstæðismenn á Austurlandi þurfa að skora sér- staklega á iðnaðarráðherra sinn, að „hraðað verði byggingu kís- ilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og hefjist framkvæmdir við hana eigi síöar en á fyrri hluta næsta árs og framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun verði boðnar út haustið 1985." (leturbreyting Þingmúla). Tók sæti á Alþingi Sveinn Jónsson, verkfræð- ingur, 1. varaþingmaður Al- þýðubandalagsins á Austur- landi tók sæti á Alþingi 29. okt. sl. og mun sitja þing út nóvem- ber í fjarveru Hjörleifs Gutt- ormssonar, sem nú situr alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna í New York. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.