Austurland


Austurland - 15.11.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 15.11.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 15. nóvember 1984. Loftolíusíur í flesta bíla Benni & Svenni S 6399 & 6499 42. tölublað. Fulltrúar Verslunarmannafélags Austurlands áþingi ASA. Sitjandi f. v. Sigrid Toft, Egilsstöðum, Sigurjón Bjarnason, Egilsstöðum og Guðrún Jóhannsdóttir, Neskaupstað. Standandi f. v. Björn Jónsson, Reyðarfirði, Guðjón Sigmundsson, Reyðarfirði og Magnús Pálsson, Egilsstöðum. Ljósm. B. S. Verslunarmannafélag Austurlands í ASA Á þingi Alþýðusambands Austurlands síðustu helgi í okt- óber var samþykkt innganga nýs félags í sambandið. Það félag, sem hér um ræðir, er Verslun- armannafélag Austurlands. Formaður þess er Björn Jónsson, verslunarstjóri hjá KHB á Reyðarfirði. Blaðamaður AUSTUR- LANDS náði tali af honum á þingi ASA og spurði hann fyrst um aldur félagsins og félags- svæði. ¦ Verslunarmannafélag Aust- urlands var stofnað 1960 og var þá aðeins fyrir Reyðarfjörð og Egilsstaði. Síðan var smábætt við félagssvæðið, það náði til Eskifjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Fellabæjar og Vopnafjarðar. Árið 1973 var félagssvæðið enn stækkað og nær nú yfir allt svæð- ið frá Bakkafirði til Djúpavogs eða bæði Norður- og Suður- Múlasýslur og alla kaupstaðina. D Hvað eru félagsmenn margir nú? ¦ Þeir eru rúmlega 270. D Hverjir skipa stjórnfélagsins? ¦ Björn Jónsson, Reyðarfirði er formaður, Magnús Pálsson, Egilsstöðum, ritari og Dagmar Ásgeirsdóttir, Neskaupstað er gjaldkeri. D Þið hafið starfsmann og rekið skrifstofu? ¦ Já, við höfum starfsmann í hálfu starfi, og hefur svo verið í um tvö ár. Starfsmaður okkar er Sigrid Toft á Egilsstöðum, og skrifstofan er til húsa að Selási 11, Egilsstöðum. D Nú hafið þið fengið inngöngu í ASA, en þið hafið verið aðilar að Alþýðusambandi íslands lengi, er það ekki? ¦ Jú, félagið er aðili að Lands- sambandi íslenskra verslunar- manna og þannig í ASÍ, síðan verslunarmenn fengu inngöngu þar. D Hafið þið hag afaðild að Al- þýðusambandi Austurlands? ¦ Já, ég tel, að báðir aðilar hafi hag af því. Aðild okkar styrkir sambandið og á að styrkja okk- ur um leið. D Hvernig er staðan í samninga- málum ykkar nú? ¦ Samningar eru í gangi í sam- floti með öðrum félögum versl- unarmanna utan Reykjavíkur. Samningar ganga hægt og rólega enn sem komið er. Þar hefur nánast ekkert gerst, sem bita- stætt er, sagði Björn að lokum. B. S. Helgi Seljan: Skattalækkun - eða hvað? Mjög hefur að undanförnu verið rætt um skattalækkun sem heppilegustu leiðina til kjara- bóta fyrir launafólk í landinu. Það er að vonum, að menn velti fyrir sér leiðum og m. a. þessari, horfandi á þann mikla fjölda, sem sleppur undravel við sín gjöld til samfélagsins. En viss uppgjöf felst þó í þessu, því að vissulega getur tekjuskatturinn verið jöfnunartæki og minna má á það, þegar talað er um mis- munandi launakjör á vinnu- markaðnum og breitt bil á milli beinna launatekna hinna ýmsu starfshópa, að þá jafnar tekju- skattur verulega þetta bil, enda til þess hugsaður. Uppgjöf sagði ég, því að þar með er endanlega gefist upp við það verðuga viðfangsefni að ná til þeirra, sem svíkja undan skatti og láta þá sleppa við sinn skerf til samneyslunnar okkar. Menn hafa einnig með þessu horfið frá þeim möguleika að skattleggja eignir og sannanleg umsvif og virðast ætla að láta neysluskattana eina nægja. En ekki er heldur allt sem sýnist í öllu þessu skattalækkun- artali. Sporin hræða, þegar ráð- herrar setja upp helgisvip og láta sem þeir vilji létta byrðum af launafólki. Eða hvað skyldi fjárlagafrumvarpið segja um þetta. Jú um tekjuskattinn segir eftir nánari útlistun á áfanga- skiptingu tekjuskattslækkunar: „Lækkun tekjuskatts í þessum áfanga er talin nema um 600 milljónum króna." Dáfallegt fyrirheit það. En þetta er á blað- síðu 222 í því góða frumvarpi. En svo kemur blaðsíða 224, þar sem kemur að söluskattin- um og þar segir um 15.5% hækkun söluskattstekna, að það sé vegna þess að „gert hefur ver- ið ráð fyrir sérstökum tekjuauka til þess að mæta tekjutapi vegna lækkunar tekjuskatts á næsta ári, annað hvort með almennri hækkun söluskatts eða víðtæk- ari álagningargrunni." Og þá hafa menn það. Hringnum er lokað og hvar er gróði launafólksins? Víðtækari álagningargrunnur getur m. a. falið í sér söluskatt á brýnustu matvörur. Líst mönnum ekki vel á skiptin? Hér þarf því að ýmsu að huga. Og hvað var nú Vinnuveitendasambandið að bjóða launþegum upp á nú á dögunum. Þeirfrjálshyggjufugl- ar buðu upp á niðurskurð fjár- laga, buðu þeim sem það vildu, að taka nú ómakið af ríkis- stjórninni og senda fallegar til- lögur beint inn á borð til þeirra. Og hvað skyidi nú hafa átt að skera? Jú, auðvitað landbúnað- inn um nokkur hundruð millj- ónir, tekjutap bænda beint og óbeint um 5-10% skipti auðvit- að engu. En fleira fór undir hnífinn. Námsmenn fengu kærleiks- kveðju upp á 100 milljóna niðurskurð. Menntun og menn- BSRB samningarnir samþykktir í síðustu viku fór fram alls- herjaratkvæðagreiðsla meðal opinberra starfsmanna um ný- gerða aðalkjarasamninga. Hafa samningarnir alls staðar verið samþykktir, eins og talið var nær fullvíst í síðasta blaði AUSTURLANDS. 11.812 ríkisstarfsmenn voru á kjörskrá og atkvæði greiddu ¦M!?.: Björn Jónsson. Ljósm. B. S. 9.654 eða 81.73%. Já sögðu 6.210 eða 64.3%. Nei sögðu 1.318 eða 13.7%. Auðir seðlar voru 2.100 eða 21.7%. Ógildir seðlar voru 26 eða 0.3%. Hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar voru 2.452 á kjörskrá og atkvæði greiddu 1.527 eða 62.3%. Jásögðu 1.175 eða 77%. Nei sögðu 145 eða 8.7%. Auðir seðlar voru 211 eða 14%. Ógildir seðlar voru 6 eða0.3%. Þessi úrslit eru vissulega af- gerandi, en samt sem áður vek- ur athygli, hversu margir eru á móti og ekki síður, hversu margir skila auðu. Úrslitin má því ótvírætt túlka sem mikla óánægju með samningana, þó að þeir hafi verið samþykktir. B. S. ing fengu heldur betur á bauk- inn. Heilsugæslan fór ekki var- hluta af niðurskurðargleðinni. Og þetta var gert við fjárlaga- frumvarp, sem felur í sér raun- gildislækkun þessara framlaga nú þegar í ríkum mæli. Hið göfuga markmið um skatta- lækkun átti sem sé að skerða þá leið, sem fólk vill síst skerða. Vegamálin voru gott dæmi. Þar var talað um hundruð miljóna niðurskurð. Og allt var eftir uppskrift Hannesar Hólmsteins og Verslunarráðsins hans Ragn- ars í álinu. Væri nú ekki rétt að hugsa sig um, stinga við fótum og fara að með allri gát? iíla væri komið íslensku launafólki, ef það léti blekkjast, fengi neysluskatta í stað tekjuskattsins s. s. fjárlaga- frumvarpið boðar og ef lands- byggðarfólk kallaði yfir sig stór- skert framlög til þeirra mála- flokka, sem þar skipta sköpum. Hvað um þá tekjulægri, sem í dag greiða engan eða mjög lág- an tekjuskatt, en fengju á sig yfir 20% hækkun brýnustu nauðsynja? Hugsi menn vel um það. Fjárlagafrumvarpið nú er aðvörun. Niðurskurðarhug- myndir VSÍ eru einnig verulega uggvekjandi. Það erholhljómur í hinu fagra hjali um skattalækk- unina. Og sú ríkisstjórn, sem fæst við það helst að flytja fjármagnið í bissnisinn frá fólkinu, hún má ekki fá stuðning eða uppáskrift launafólks með þessum hætti. Sporin hræða hvarvetna. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst M. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.