Austurland


Austurland - 15.11.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 15.11.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 15. NÓVEMBER 1984. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritatjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir-Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - @7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað @7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Hvað er frjálst útvarp? Síðustu misseri hefir æ meira borið á umræðu um breyting- ar á útvarpsrekstri í landinu og um nokkurt skeið hefir starfað á vegum Alþingis svonefnd útvarpslaganefnd. Hún hefir lagt til veigamiklar breytingar á útvarpsrekstri í þá veru, að fleiri aðilar en Ríkisútvarpið fái leyfi til útvarpsreksturs. Ekki virðist vera mikil andstaða gegn því, að hér verði einhverjar breytingar á gerðar og hlýtur í raun að vera eðli- legt að endurskoða lög um útvarpsrekstur með tilliti til þess m. a., hversu áhrifamikill fjölmiðill útvarp er, hversu almenn notkun hans er og hversu margvíslegum, tæknilegum mögu- leikum hann býr yfir, t. d. með því sumpart að ná til takmark- aðra svæða og sumpart til landsins alls og annarra landa. Þegar breytingar á útvarpslögunum eru ræddar, greinir menn mjög á um, hverjar þær eiga að vera og þá fyrst og fremst um það, hvort svipta eigi Ríkisútvarpið einkaleyfi til útvarpsreksturs alfarið eða að hluta og hvort allir eigi að fá leyfi til útvarpsreksturs og þá með eða án leyfis til að birta auglýsingar. Það lætur eflaust vel í eyrum margra að talað er hátt og fagurlega um „frjálst útvarp“. Svo virðist líka vera, að krafan um „frjálst útvarp" sé það sjónarmið, sem hæst ber í umræð- unni um breytingar á gildandi útvarpslögum. Sumir hafa m. a. s. hegðað sér á þann hátt á undanförnum vikum sem gildandi útvarpslög þurfi ekki að virða, vegna þess að þau séu úrelt og þeim eigi að breyta! En hvað þýðir „frjálst útvarp"? Væntanlega svara flestir því svo, að það þýði, að hver og einn einstaklingur, félag, fyrirtæki og stofnun o. s. frv. hafi leyfi til að reka útvarp. Þetta svar mun talsmönnum hins „frjálsa útvarps“ þykja harla gott. En þessir talsmenn frelsisins ræða minna um það, hvaða möguleika hver og einn einstaklingur hefir á því að nýta sér frelsið til að reka útvarp. Það er lítið talað um þann kostnað, sem slíkur rekstur hefir í för með sér svo sem uppsetningu senditækja (reyndar er sagt, að hún kosti lítið), dreifikerfi, starfsmannahald, greiðslu fyrir efni og flutning o. fl. Innheimtu afnotagjalda yrði erfitt að koma við, þegar út- varpsstöðvar eru orðnar margar, og auk þess myndu þau hrökkva skammt upp í reksturskostnað. Það eru því auglýs- ingatekjur, sem talsmenn frelsisins renna hýru auga til, þó að ekki sé haft hátt um þann þátt í umræðunni. Öllum ætti því að vera ljóst, að hið „frjálsa útvarp“ verður aldrei frjálsara en þeir, sem fjármagnið og aðra áhrifaað- stöðu hafa, vilja láta það vera. Tvíbent er því að nota orðið frelsi í þessum efnum sem og í mörgum öðrum og langt frá því, að það sé jafnt öllum til handa. Þær breytingar virðast nærtækastar á útvarpsrekstri í land- inu, að Ríkisútvarpið verði verulega og myndarlega eflt með nýrri starfsaðstöðu, sem það er að fá í hendur og jafnframt verði komið á fót á þess vegum nokkrum landshluta- eða svæðisbundnum útvarpsstöðvum og má þar byggja á hinni góðu reynslu af Akureyrarútvarpinu. Þessum stöðvum getur Ríkisútvarpið hugsanlega komið upp í einhvers konar sam- vinnu við landshlutana, t. d. sveitarstjórnir eða sveitarstjórnasambönd. Suðvesturhornið ætti vissulega að fá útvarpsstöð af þessu tagi eins og aðrir landshlutar, þó að Ríkisútvarpið sendi nú þegar út dagskrá á tveimur rásum fyrir það svæði og eitthvað út fyrir það. B. S. FRA ALÞINGI Alþingi og störf þess hafa verið með nokkuð öðrum blæ nú en oft áður. * Skuggi kjaradeilna hefur hvílt yfir og endemisfram- koma ráðherra hefur eðlilega orðið umræðuefni. Á því hefur mjög borið, að fólk hefur orð- ið fyrir vonbrigðum með að „ekkert skyldi gerast, þó Al- þingi kæmi saman“ eins og sagt er mjög gjarnan. Það er að vonum, að fólk segi svo, þegar ríkisvaldið vill svelta fólk til hlýðni við stríðs- stefnu sína. En staðreyndin blasir við öllum. Þjóðin kaus í síðustu kosningum 37 fulltrúa sína inn á Alþingi, sem standa dyggan vörð um þessa ráns- stefnu ríkisvaldsins. Og sá mikli meirihluti ræður eðlilega ferðinni á Alþingi. Aðhald stjórnarandstöðu er vissulega til staðar, en veikur er bak- grunnur þess aðhalds, þar sem fjórir aðilar eiga í hlut, ósam- stæðir um margt. Staða eins stjómarand- stöðuflokks, flokks með 23 þingmenn til átaka og athafna við rangsnúið ríkisvald, væri allt önnur. Þetta mættu menn gjanran athuga næst og skemmta ekki skratta aftur- haldsins með stuðningi við smáflokkakraðak, þar sem jafnvel stefnumið í stærstu málum eru engan veginn ljós. Þingmál eru mörg á ferðinni eins og ævinlega. Mikið er um endurflutning mála, sem ekki fengust afgreidd á síðasta þingi. Ný mál eru nokkur frá Alþýðubandalagi: Veigamest er tillaga frá Hjör- leifi Guttormssyni o. fl. um úr- bætur í umhverfismálum, sem spannar vítt svið umhverfís- og náttúruvemdarmála og er í raun nær því að vera rammalög- gjöf í mörgum greinum en þingsályktun. Vandað og mikið verk liggur að baki. Helgi Seljan hefur endur- flutt tillöguna um skipulegan stuðning við ungmenna- og íþróttahreyfinguna og má heita undarlegt, ef hún nær ekki fram að ganga á þinginu, miðað við það að árið 1985 er helgað æskunni. Helgi hefur einnig endur- flutt tillögu sína um eflingu sjúkra- og iðjuþjálfunar í heilsugæslunni. Þá flytur hann tvö ný mál. Annað er um að sjúkradag- peningar húsmæðra nemi hámarksupphæð hverju sinni, en þessi upphæð er í dag 'A aðeins. Þessu lagafrumvarpi var vel tekið. Þá hefur Helgi flutt tillögu um að leitað verði allra leiða til að færa tannréttingar út á lands- byggðina vegna þess mikla kostnaðar og óhagræðis, sem í dag er á marga lagður vegna ferða á fund sérfræðinga til Reykjavfkur eða Akureyrar. Helgi spyr dómsmálaráð- herra um, hverju valdi breyting sú, sem orðin er á fyrirkomulagi löggæslu á Reyðarfirði. Steingrímur J. Sigfússon hefur flutt hina ágætustu til- lögu um bætta merkingu ak- vega og undir hana geta Aust- firðingar tekið heils hugar. m NESKAUPSTAÐUR Lögtök vegna vangoldinna útsvara og aðstöðugjalda Samkvæmt úrskurði bæjarfógetans í Neskaupstað 9. nóvember 1984 mega lögtök vegna ógreiddra útsvara og aðstöðugjalda í Neskaupstað, álögð 1984, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar Neskaupstað 9. nóvember 1984 Fjármálastjórinn í Neskaupstað ARNAÐ HEILLA Afmæli Lára Halldórsdóttir, hús- móðir, Strandgötu 10, Nes- kaupstað varð 70 ára í fyrra- dag, 13. nóv. Hún er fædd í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Eiginmaður Láru, Bjarni Guðmundsson, lést 18. júlí sl. Sigríður Pórðardóttir, hús- móðir, Urðarteigi 12 A, Nes- kaupstað varð 85 ára í gær, 14. nóv. Hún er fædd á Kálfafelli í Suðursveit. Hún bjó á Barðs- nesi í Norðfjarðarhreppi með eiginmanni sínum, Sveini Árnasyni frá 1923 til 1947, að hann lést og eftir það með börnum sínum til 1955, að fjöl- skyldan flutti til Neskaupstað- ar. Sigríður hefir átt hér heima síðan. Kirkja Messa í Norðfjarðarkirkju næstkomandi sunnudag 18. nóv- ember kl. 2 e. h. Skúli Svavars- son, kristniboði prédikar. Eftir messu verður kirkjukórinn með kaffisölu í safnaðarheimil- inu og þar segir Skúli frá kristni- boðsstarfinu og sýnir ýmsa hluti því tengda. Sóknarprestur. Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar Guðmundar Jónssonar frá Akri, Neskaupstað Fyrir hönd vandamanna, Björg Sigurðardóttir

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.