Austurland


Austurland - 15.11.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 15.11.1984, Blaðsíða 4
„Hefurðu lesið syndina?“ / Hafnarstrœti rigningarclaginn mikla í júlímánuði síðastliðnum. Jónas: Manstu eftir annarri eins dembu á þessum tíma árs hérna í Strætinu? Jón Krístófer kadett: Líklega ekki. En ég minnist þess þó að hafa orðið hér blautari en núna. Þannig var oft spurt eftir að „Syndin er lævís og lipur“ kom út haustið 1962. Áhuginn fyrir þessari bók var slíkur, að prent- vélarnar höfðu ekki undan að fullnægja eftirspurn- inni. Síðustu vikuna fyrir jólin var „Syndin“ með öllu ófáanleg í bókabúð- um. Menn fóru strax að spyrja, hvort ekki væri von á annarri útgáfu. Og oft hefur verið að því spurt síðan. Áhuginn fyrir „Syndinni,“ sem haldist hefur í þau 22 ár, sem liðin eru síðan hún sló öll sölu- met, jókst að sjálfsögðu mikið, þegar Jónas Árna- son las bókina í útvarpið síðastliðinn vetur. Það má því segja, að ekki sé vonum fyrr, að „Syndin“ birtist aftur á bókamarkaðnum. Útgefandi er Reykjafor- lagið. Ovissa í atvinnumálum á Yopnafírði □ Á þingi Alþýðusambands Austurlands síðustu helgi helgi í október hitti blaða- maður AUSTURLANDS Sigurbjörn Björnsson, formann Verkalýðsfélags Vopnafjarðar að máli og spurði hann um atvinnuástand á Vopnafirði og horfur í atvinumálum. ■ Atvinna hefur verið næg fram að þessu og sérstaklega hefur síldveiðin hleypt nokkrum fjörkipp í hana nú að undan- förnu. Nú er búið að salta 4.500 tunnur hjá Tanga hf. og vonir standa til, að gott framhald geti orðið á síldarsöltuninni. Á því veltur mikið fyrir verkafólk á Vopnafirði og byggðarlagið í heild, því að togararnir eru bún- ir að veiða þorskkvóta sinn á þessu ári. Horfur í atvinnumál- um næstu mánuðina eru því mjög dökkar, ef síldarvertíðin verður endaslepp, og hafa menn af því töluverðar áhyggjur. □ Það gœti því komið til at- vinnuleysis á nœstu vikum eða hvað? ■ Já, því miður gæti svo farið. Við bindum hins vegar nokkrar vonir við nýja vinnslugrein, en það er vinnsla og veiðar skelfisks. Leyfðar hafa verið Sigurbjörn Björnsson. Ljósm. B. S. veiðar á 500 lestum af skelfiski Hið vistlega bókasafn í nýbyggingu skólans, en það er jafnframt vinnuaðstaða fyrir nemendur. Ljósm. Guðni K. Ágústsson. Framhaldsskólinn í Neskaupstað: Nýbygging formlega tekin í notkun Fyrir nokkru var nýbygging Framhaldsskólans í Neskaupstað formlega tekin í notkun. Við athöfn í skólanum afhenti bœjarstjórinn í Neskaupstað skólameistara bygg- inguna til afnota fyrir skólann og lét í Ijósi þá ósk að hún nýttist vel aust- firsku námsfólki, en eins og kunn- ugt er, er Framhaldsskólinn í Nes- kausptað kjarnaskóli iðn- og tœkni- menntunar á Austurlandi. Smári Geirsson skólameist- ari, þakkaði bæjarstjórn Nes- kaupstaðar og yfirvöldum menntamála innilega þann mikilvæga áfanga í uppbyggingu skólans, sem þessi bygging tví- mælalaust er. Kom fram í máli hans að aldrei hefði meiri þörf verið fyrir aukið húsrými en ein- mitt nú, því nemendur í fram- haldsnámi væru 115 talsins í skólanum, en hefðu verið um 70 fyrir ári, eða fjölgað um ca. 60%. Auk þess stunda síðan um 100 nemendur í efstu bekkjum grunnskólastigs nám við skólann. Alls er nýbyggingin um 1300 fermetrar og er hún á þremur hæðum. Tvær efstu hæðirnar hafa nú verið teknar í noktun og eru þar sjö kennslustofur auk smærra kennslurýmis, stórt og vistlegt bókasafn og stjórnunar- aðstaða skólans. í stjórnunarað- stöðunni eru til húsa skrifstofur skólaritara, skólameistara og yfirkennara ásamt rúmgóðu vinnuherbergi kennara og kaffi- stofu. Kostnaður við bygginguna, eins og hún er nú, mun vera um 25 milljónirkróna, en enn er eft- ir að ljúka neðstu hæð hússins og þar á meðal nýju aðalanddyri skólans. í Vopnafirði og Bakkaflóa og mun Tangi hf. koma á fót skel- fiskvinnslu. Vélar og annar út- búnaður til vinnslunnar átti að vera kominn, en vegna verkfall- anna hefur það dregist. Þessi vinnsla mun því augljóslega fara síðar í gang en áætlað var og eykur það enn á óvissuna í at- vinnumálum, sagði Sigurbjörn að lokum. B. S. ANDLAT Guðlaugur Friðriksson, bóndi í Seldal í Norðfirði lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 8. nóv. sl., 67 ára að aldri. Hann var fæddur í Seldal 19. mars 1917 og átti þar jafnan heima og bjó þar félagsbúi ásamt bræðrum sínum og mág- konu frá 1940. Útför Guðlaugs fór fram í gær.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.