Austurland


Austurland - 22.11.1984, Page 1

Austurland - 22.11.1984, Page 1
Austurland VIFTUREIMAR í ALLA BÍLA Benni & Svenni S 6399 & 6499 34. árgangur. Neskaupstað, 22. nóvember 1984. Helgi Seljan: Hverjum er að treysta? Nú þegar sótt er að samneyslu og félagshyggju úr öllum áttum er rétt að menn staldri við og átti sig. Hvaða áhersluþættir eru það sem verja ber öðrum fremur, hverjir hafa þokað málum á veg á liðnum árum, hvert stefna þessi mál í dag? Jöfnun aðstöðu til náms er eitt hið allra brýnasta. Að þeirri jöfnun er nú sótt af grimmd. Landsbyggð- in verður harðast úti, þeir efna- minni í framhaldsnámi eiga að úti- lokast. Framhaldið sýnist eiga að vera forréttindi hinna fáu til að læra. Jöfnunarmerkið var til vegs hafið á vinstristjórnarárunum 1971 -1974 og þá m. a. sett grunnskóla- lög, sem byggja á þeirri frumfor- sendu, að allir skuli njóta náms og fræðslu, hvar sem þeir búa og hversu sem þeim sækist gangan. Ávinningur landsbyggðarnemenda af grunnskólalögunum er mestur, sömuleiðis þeirra sem þurfa á að- stoð og sérkennslu að halda. Nú er Sl. mánudagfelldi ríkisstjórn- in gengi íslensku krónunnar um 12% og síðustu vikur hafði það sigið um nálægt 5%, þannig að í raun og veru er gengisfellingin um 17%. Þessi gengisfelling á sér stað nú þrátt fyrir síendurtekna svar- daga ráðherra að undanförnu um það, að gengi verði ekki fellt og að gengi verði haldið stöðugu og fleira í þeim dúr. En innflytj- endur, framsýnir að venju, leystu vörur grimmt úr tolli síð- ustu dagana fyrir gengisfellingu. Talsmenn útflutningsatvinnu- veganna segja, að gengið hafi í -raun verið fallið fyrir löngu og því sé hér aðeins um að ræða viðurkenningu á orðnum hlut. Ráðherrarnir og Nordal segja hins vegar, að gengisfellingin nú hafi verið óhjákvæmileg vegna hinna „gífurlegu kaup- hækkana", sem nýgerðir kjara- samningar hafa í för með sér. Þeir kjarasamningar færðu launafólki þó ekki nema í hæsta lagi 10 - 12% launahækkun nú og það aðeins fyrir hálfum mán- uði til þremur vikum, svo að vart hefði þurft að fella gengið um nær 1/6 á örskömmum tíma til að mæta þeirri „gífurlegu" hækkun. Því hefir verið haldið fram hér í blaðinu, að ríkisvaldið niðurskurðarhnífnum ótæpilega beint að einmitt þessum ávinning- um. Þá voru sett lög um jöfnun náms- aðstöðu landsbyggðarnemenda, sem sækja þurfa nám sitt fjarri heimahögum, ómetanleg aðstoð þeim efnaminni, bætt lánakjör og hærra lánshlutfall frá Lánasjóði voru einnig tryggð langskólanem- stæði við þær hótanir ráðherra og atvinnurekenda, að launa- hækkanirnar yrðu teknar af launafólki aftur með skjótum hætti. Þessar spár eru þegar farnar að rætast, því miður. Og menn kannast við úrræðin, sömu gömlu gengisfellingarnar, sömu gömlu kjaraskerðingarn- ar. Launafólkið sjálft er látið borga brúsann, en fyrirtækin og gróðastarfsemin fær að hafa allt sitt á þurru. Orð forsætisráð- herra um, að vernda skuli kaup- máttinn, eru haldlítil og mark- laust hjai, sem sárafáir ef þá nokkrir taka alvarlega. Lágmarkslaun samkvæmt nýgerðurm ASÍ samningum eru kr. 14.075 á mánuði. Það eru þessi laun, sem hækkuðu svo gífurlega að mati ráðamanna í efnahagsmálum þjóðarinnar, að grípa varð til svo stórfelldrar gengisfellingar sem nú er raun á orðin. Þaðer von, að opinberu starfsmönnunum í stjórnarráði, seðlabanka og þjðhagsstofnun blöskri slík laun og sú heimtu- frekja, sem lýsir sér í að krefjast slíkra launa og jafnvel hærri! En sökudólgurinn er þó alla- vega fundinn. Verkakona, þú sem vinnur rauðbólgnum hönd- um fyrir heilum 14.075 krónum á mánuði, ábyrgð þín er þung og mikil. B. S. um og allir vita, hversu þar er nú með farið. Nú á geðþótti banka- stjóra að ráða, hvort nemandi heldur áfram eða ekki. Málefni barna, dagvistarmálin, voru sömuleiðis tekin myndarlega fyrir á þessum árum og þegar Al- þýðubandalagið komst aftur til áhrifa 1978, var rösklega tekið til á nýjan leik og á árunum 1980 - 1982 fjölgaði dagvistarrýmum mjög verulega. Þar tók verkalýðs- hreyfingin réttilega á málum og gerði þessi hagsmunamál að samn- ingsatriði. Nú er dapurlegt um að litast í fjárlagafrumvarpi, hvað varðar þessi málefni. Málefni fatlaðra voru hafin á ann- að stig með tekjutryggingunni, sem réttilega er kennd við Magnús heit- inn Kjartansson og þar og í lífeyr- ismálum aldraðra varð hrein bylting. Þegar Alþýðubandalagið komst aftur til áhrifa, var markvisst unnið að lagasetningu um þessi málefni öll og í dag eru bæði Framkvæmda- sjóður fatlaðra og aldraðra til, sem veitt er fjármagni úr til hinna ýmsu framkvæmda. Á þesum árum var kaupmáttur elli- og örorkulífeyris óumdeilanlega mjög góður, miðað við það, sem ríkti áður en þessar umbætur voru gerðar, en hvergi var þó í höfn komið nægilega tryggri lífs- afkomu þessara hópa. En að því var unnið og ávinningar voru miklir og ótvíræðir. En hvernig er sá kaupmáttur að verða nú í Ijósi tekjuskerðingar, í ljósi brýnustu læknisþjónustu og lyfjanotkunar? Þá sögu þarf ekki að rifja upp, en harmsefni er hún þeim, sem unnu að þessum málum áður og dapurt hlutskipti þeirra, sem njóta áttu ávinninganna. Svo auðvelt er að brjóta niður, þegar auðhyggjan er ein í öndvegi. Með- ferðin á Framkvæmdasjóði fatl- aðra með sín mörgu og brýnu verk- efni er sérkapituli. í fyrra var fjár- magn til ráðstöfunar aðeins 48% þess, sem lög mæltu fyrir um að mati formanns Þroskahjálpar (sem vel að merkja er framsóknarmað- ur) og enn verr horfir í ár. Þarna er niðurskurðarhnífnum beitt af fullkomnu miskunnarleysi. Að þessum þáttum öllum eiga allir að hyggja og raunar miklu fleirum og verja þá nú, þegar að er sótt. Það verður aðeins gert með öflugum stuðningi við það þjóðmálaafl, sem hefur knúið á um þessi mál, náð fram ávinningunum, mótað stefn- una fram á við og eitt er megnugt að andæfa gegn auðhyggjunni nú. Það er mergurinn málsins. 12% gengisfelling 43. tölublað. Langabúð t. v. Djúpivogur: Samtök um verndun Löngubúðar Stofnfundur samtaka um verndun Löngubúðar var hald- inn í kaffistofu BD þ. 12. sept. sl. Um 20 manns sóttu fundinn, en auk þeirra mættu þau Ragn- heiður Þórarinsdóttir, safnvörð- ur Safnastofnunar Austurlands, og Hjörleifur Stefánsson, arki- tekt, frá Þjóðminjasafni íslands, á fundinn. Ingimar Seinsson flutti inngangsorð og Gunnlaugur Ingvarsson flutti erindi um tildrög fundarins og túlkaði sjónarmið kaupfélagins til slíkra félagasamtaka, auk þess sem hann sagði frá fjár- öflunarleiðum og skýrði frá fjárframlögum sem borist hefðu. Ragnheiður Þórarins- dóttir skýrði frá starfsemi Safna- stofnunar Austurlands og hvernig Safnastofnunin gæti stutt við bakið á uppbyggingu Löngubúðarinnar. Á fundinum kom fram áhugi um að opna verslunarsafn í Löngubúðinni. Hjörleifur Stefánsson rakti sögu og skýrði byggingarlag Löngu- búðar og lagði síðan fram teikn- ingar af henni, eins og hún er talin hafa litið út upphaflega. Samþykkt var á fundinum að stofna áhugamannahóp um vemdun og uppbyggingu Löngu- búðar og gerðust 16 einstaklingar félagar strax á fundinum. Bráða- birgðastjóm var kosin og skipa hana: Steinunn Jónsdóttir, Ólöf Óskarsdóttir, Már Karlsson, Eysteinn Ingólfsson, Ragnheiður Þórarinsdóttir og Gunnlaugur Ingvarsson. Til vara: Anna Ant- oníusardóttir, Erla Jóhannsdóttir og Ingimar Sveinsson. Vonandi verður hafist handa sem fyrst, þó svo að hér sé auðvitað um langtímaverkefni að ræða. KBF BD tíðindi. Síldarstemmning á Eskifirði Síðustu vikurnar hefur verið mikill fjörkippur í atvinnulífinu á Eskifirði. Kemur það einkum til af síldarsöltuninni, en á Eski- firði eru nú starfræktar 6 söltun- arstöðvar, hin sjötta bættist við nú í haust. Ber hún nafnið Askja og er í eigu Kristmanns Jónssonar. Síldarsöltun fór rólega af stað, en er veiðar jukust, var nóg að gera á öllum plönum. Eins og gefur að skilja þarf margt fólk til starfa í þessum iðnaði. Töluvert er af aðkomu- fólki að störfum á Eskifirði, en auk þess tæmdist frystihúsið næstum því af fólki, því að 6 síldarplön er mikið í 1000 manna bæ, reyndar met hér á landi. Um síðustu helgi var lokið við að salta upp í samninga og var haldið upp á það með heljar- miklum dansleik í Valhöll, þar sem Bumburnar léku fyrir dansi. Hæsta söltunarstöðin var Friðþjófur, en þar var saltað í alls um 9400 tunnur, en alls var saltað í um 30 þúsund tunnur á Eskifirði. Bræðsla Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hóf að taka á móti loðnu í byrjun október og hefur verið nær samfellt í gangi síðan. í byrjun vikunnar hafði verið tekið á móti um 20 þúsund lest- um af loðnu og vonast menn til, að þar verði unnið samfleytt fram að jólum. Sl. sumar hóf fyrirtækið Eljan rækjuvinnslu, en rækjan var veidd hér við Austfirði. Reikn- að er með því, að rækjuvinnslan fari í gang í byrjun næsta árs, en Eljan rekur einnig síldar- söltun og hefur rækjuvinnslan legið niðri á meðan. P. J. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.