Austurland


Austurland - 29.11.1984, Page 1

Austurland - 29.11.1984, Page 1
Austurland MAZÐA VETRARSKOÐUN Benni & Svenni S 6399 & 6499 34. árgangur. Neskaupstað, 29. nóvember 1984. 44. tölublað. ■ - Kaupfélögin með kjarabót Flutningskostnaður á matvörum felldur niður Um miðjan nóvember ákvað stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga að fella niður flutningskostnað á vörum matvörudeildar verslunardeildar Sambandsins. Þetta er merk ákvörðun og markar viss tímamót í versl- unarmálum landsbyggðarinnar, því að í kjölfarið á að fylgja lœkkun á verði matvöru. Hópur nemenda í grunndeild rafiðna ásamt kennara sínum. Tal- Ákvörðun þessi var kynnt á kaupfélagsstjórafundi, sem haldinn var 17. nóv'. sl. AUSTURLAND náði tali af ið frá vinstri: Ragnar Grétarsson Eskifirði, Antonio Fernandez Gísla Haraldssyni, kaupfélagsstjóra í Neskaupstað eftir heimkomuna af fundinum og spurði hann nánar um Fáskrúðsfirði, Guðmundur Ingi Guðmundsson Djúpavogi, Níels þessi mál o. fl. Þorvaldsson Eskifirði, Einar Traustason Eskifirði og Sveinn Ó. Elíasson kennari. Ljósm. Guðni K. Ágústsson. Framhaldsskólinn í Neskaupstað: Kennsla hafin í grunndeild rafiðna niðurstaðan sú, að brýn nauð- syn væri á að koma á fót deild af þessu tagi á Austurlandi. Að öllum formsatriðum upp- fylltum var tekin ákvörðun um að koma upp grunndeild rafiðna fyrir 9 nemendur og ákveðið í samráði við Iðnfræðsluráð, Iðn- skólann í Reykjavík og fleiri verknámsskóla að kaupa öll nauðsynlegustu tæki til verk- legrar kennslu frá sænsku fyrir- tæki. Áætlaðurkostnaðurvið að koma upp deildinni var um 400 þúsund krónur. Áður en kennsla hófst í haust, var Sveinn Ó. Elíasson raf- virkjameistari ráðinn til að veita þessari nýju deild forstöðu og hefur hann lagt af mörkum mik- ið starf við uppbyggingu hennar og mótun. Gísli Haraldsson, kaupfélagsstjóri í skrifstofu sinni. □ Til hvaða vörutegunda nœr afnám flutningskostnaðarins? ■ Pað nær til allrar matvöru frá matvörudeild SÍS, en það er um helmingur allrar matvöru sem við seljum hér hjá Kaupfélaginu Fram t. d. Þetta hlýtur svo að hafa þau áhrif, að flutningskostnaður verði felldur niður á allri mat- vöru, heildsalar hljóta að fylgja á eftir með þetta. □ Hvenœr kemur þetta til fram- kvœmda? ■ Það var reiknað með, að það gæti orðið innan mánaðar frá ákvörðuninni, þ. e. a. s. fyrir miðjan desember. Nú er unnið að samningum vi Skipadeild SIS og við Ríkisskip um lækkun flutningskostnaðar. Þetta tekur allt nokkurn tíma. En við hjá Kaupfélaginu Fram fellum niður allan flutn- ingskostnað á matvörum þann 15. des. nk. □ Hversu mikið lækka vörurn- ar? ■ Þetta þýðir um 6% lækkun á vöruverði. □ Hve miklu eru vörur hœrri nú hér almennt á Austurlandi en á höfuðborgarsvœðinu vegna flutningskostnaðarins? ■ í verðlagskönnun Verðlags- stofnunar í fyrrahaust var vöru- verð hér á Austurlandi 5 - 10% hærra en í almennum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru matvælakaup viðmiðunarfjöl- skyldunnar 114.700 kr. miðað við ár, en hér í Kaupfélaginu Fram var þessi tala 123.400 kr. eða 7.58% hærri. Staða okkar var góð samkvæmt þessari könnun miðað við aðrar verslanir úti um land, útkoma okkar var t. d. nær nákvæmlega sú sama og stórra kaupfélaga eins og KEA og Kaupfélags ísfirðinga. Það má geta þess hér í sam- bandi við niðurfellingu flutn- ingskostnaðar á matvörum, að samvinnusöluboðin, sem verið hafa þetta ár, eru grein af þess- um meiði. Innflutningsdeild SÍS, Skipadeild SÍS og kaupfé- lögin hafa gefið að mestu sinn flutningskostnað á þessum vörum. Þetta er tilraun í þá átt, að allir fái vöruna á sem jöfn- ustu verði. Hér eru þessar vörur 12% ódýrari en ella og svipað er að segj a um önnur kaupfélög. Öllum flutningsgjöldum er sleppt og nýtt 80% af gömlu álagningarreglunum. □ En hvað gerir það mögulegt nú að fella niður allan flutnings- kostnað af öllum matvörum? Ljósm. Kristján Pétur. ■ Það sem gerir þetta mögulegt er mikil hagræðing á öllum leiðum aðdráttar og vörudreif- ingar af hálfu Sambandsins og von um aukna veltu. Þess ber að geta, að flutnings- kostnaður hefur ekki lagst á stóran hluta matvöru, sem fyrir- tæki kaupfélaganna hafa fram- leitt sjálf svo sem vörur frá KEA. □ Hversvegnavarþettaákveðið einmitt nú? ■ Þessi hugmynd kom upp fyrir fjölda ára, og margir innan sam- vinnuhreyfingarinnar hafa talað fyrir henni í mjög mörg ár. En menn hafa alltaf verið að hugsa um útjöfnun flutningskostnað- Framh. á 2. síðu. I haust hófst kennsla í grunn- deild rafiðna við Framhalds- skólann í Neskaupstað og var þar með stigið enn eitt mikil- vægt spor í uppbyggingu kjarna- skóla iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi. Grunndeildir málm- og tréiðna hafa verið starfræktar við skólann frá árinu 1982. Um áramótin 1982 - 1983 gengu þær reglur í gildi, að nem- endum í rafiðngreinum væri skylt að ljúka námi í grunndeild rafiðna, áður en þeir hæfu nám hjá löggiltum meistara í við- komandi iðngrein. Grunndeild- arnámið er eins árs nám, að helmingi verklegt á skólaverk- stæði og að helmingi bóklegt. Þegar þessar reglur tóku gildi, var engin aðstaða til verklegrar kennslu í rafiðngreinum við Framhaldsskólann í Neskaup- stað og því stóðu menn frammi fyrir þeirri alvarlegu staðreynd, að nemendur gætu ekki mennt- að sig í grein eins og t. d. raf- virkjun í Austfirðingafjórðungi. Sl. vor var hafist handa við undirbúning stofnunar grunn- deildar rafiðna við skólann og lauk þeim undirbúningi sl. sumar, er allir viðeigandi aðilar höfðu mælt með því, að deild- inni yrði komið á laggirnar. Stjórn Félags rafverktaka á Austurlandi, Iðnfræðsluráð og Menntamálaráðuneytið fjöll- uðu um málið og alls staðar var Blak: Þróttur - Breiðablik 3-0 Sl. laugardag áttust lið Þrótt- ar og Breiðabliks við í 2. deild fslandsmótsins í blaki. Skemmst er frá því að segja, að þá sigraði lið Þróttar með allmiklum yfir- burðum. Aðeins þurfti að leika þrjár hrinur og unnu Þróttarar þær 15:12, 15:5 og 15:11. Nú um helgina sendir Þróttur fjögur lið á hraðmót yngri flokka, sem Blaksamband ís- lands stendur fyrir í Reykjavík. Er þarna um að ræða eitt lið í 2. flokki pilta, tvö lið í 3. flokki pilta og eitt lið í öðrum flokki stúlkna. Stúlkumar munu leika sem gestir á mótinu. 5. G. Neskaupstaður: ASÍ samningar samþykktir Á allfjölmennum fundi í Verkalýðsfélagi Norðfirðinga, sem haldinn var 21. nóv. sl., voru nýju kjarasamningarnir samþykktir með 18 atkvæðum gegn 5, en 17 sátu hjá. Allmiklar umræður urðu um samningana á fundinum og fram kom óánægja með samningana, eins og hjáseta við atkvæða- greiðsluna reyndar ber með sér. Þá kom ekki síður fram óá- nægja og reiði vegna gengisfell- ingar ríkisstjórnarinnar, þar sem í einni svipan var tekinn meira en þriðjungur kauphækk- unarinnar af fólki og það áður en sú hækkun kom til útborgun- ar. B. S. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.