Austurland


Austurland - 06.12.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 06.12.1984, Blaðsíða 2
2 vlMTUDAGUR, 6. DESEMBER 1984. ----------Austurland--------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir-Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Engan kvóta á smábáta Það er ljóst, að kvótakerfið svokallaða verður við lýði á næsta ári varðandi fiskveiðar landsmanna. Enginn mun í raun vera ánægður með þetta kerfi, en flestir telja það þó skásta kostinn í stöðunni. Þeir sem til þekkja telja og, að furðu vel hafi tekist til með framkvæmd kvótakerfisins á þessu ári, þegar á heildina er litið og ennfremur tekið tillit til þess, að hér var um tilraun að ræða. Ýmsir agnúar hafa komið í ljós, sem unnt mun að sníða af og verður að treysta því, að svo verði gert á næsta ári. Reynslan er oft góður kennari og af henni er unnt og sjálfsagt að læra. Einn af þeim ókostum, sem í upphafi var augljós á kvótakerfinu og oft hefir verið fjallað um í þessu blaði, er sá, að öllum smábátum undir 10 lestum skyldi vera ætlaður einn óskiptur kvóti yfir landið allt. Þessi ráðstöfun er órétt- lát í eðli sínu, þar sem svo margar ytri aðstæður ráða svo miklu um það, hvenær og hvernig þessir litlu bátar geta sótt afla sinn. Sjósókn þeirra er mjög háð tíðarfari, sem er líka breytilegt eftir því, hvar á landinu er. Fiskigengd á smábátamið er líka breytileg eftir árstíma og hvar er við landið. Aflakvóta þessara báta þarf því að skipta eftir landshlutum eða afmarkaðri svæðum, ef á annað borð á að hafa á þeim nokkurn kvóta, því að markmiðið hlýtur að vera, að allir hafi sem jafnasta aðstöðu til að hafa sitt lifibrauð af þessum atvinnuvegi án tillits til búsetu, en í smábátaútgerðinni eru menn bundnari búsetunni en í öllum öðrum greinum útgerðar. Þetta ár hefir verið hagstætt til smábátaútgerðar hvað tíðarfar snertir og mun svo hafa verið víðast hvar á landinu. En það er ekki alltaf svo og þegar gæftum og afla er veru- lega misskipt milli svæða, kemur fyrst berlega í ljós, hversu óskiptur kvóti yfir landið allt er óréttlátur. Smábátakvótinn var allur uppveiddur í nóvember og þann 21. voru veiðar smábáta stöðvaðar, en þá fóru trill- urnar a. m. k. hér austanlands í land úr bullandi fiskiríi. Auðvitað var þetta skökk ráðstöfun, sérstaklega þegar það liggur fyrir, að um áramót mun verða þó nokkuð óveitt af þeim þorskkvóta, sem leyft var að veiða í heild á árinu. Einnig mætti líta á það, að við stöðvun smábáta- flotans verður fjöldi manns atvinnulaus í landinu, hvort sem það kemur strax fram á atvinnuleysisskrám eða ekki. Ennfremur mætti taka tillit til þess, að afli smábátanna er einn mesti gæðaafli, sem að landi berst. Smábátaút- gerðin er einnig þjóðhagslega hagkvæm fyrir það, hversu tilkostnaður er lítill miðað við það aflaverðmæti, sem hún ber að landi. Smábátunum hefir verið gert að hlíta stjórnvalds- ákvörðunum um það, með hvaða veiðarfæri þeir stunda á hverjum tíma og að hlíta veiðistöðvun á gæftabesta tíma ársins. Jólauppskriftir frá Elsu Christensen Sælgætispiparkökur 500 g hveiti. 250 g strásykur. 250 g sýróp. 100 g smjör. 'A tsk. natron. 'h peli rjómi. % tsk. pipar. Vi tsk. negull. 5 g stjörnuanisduft (fæst í lyfjabúðum). Allt sett í pott, nema hveitið, og soðið í 10 mín., þá er hveit- inu hrært út í, látið í skál og á plöturnar í litlum kúlum. Bakað við smákökuhita. Jólamjöður (glögg!!) 1 flaska rauðvín. 1 flaska pilsner. Vi tsk. negull. 1 tsk. kanill. Vi bolli rúsínur. V2 bolli möndlur eða hnetur. 1 appelsína með berki, brytj- uð í smá bita. Vi bolli súkkat. 1 dl af „sterku" má sleppa!! Sykur að smekk hvers og eins. Allt hitað í potti, að suðu, má ekki sjóða. Hægt er að kaupa „glögg- kryddpoka" handhæga í SS búð- um (líkir tepokum) og er þá kryddinu sleppt. Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns, bróður okkar og mágs Emils Svans Rósmundssonar Steinholtsvegi 4, Eskifirði Sérstakar þakkir til lœkna, hjúkrunarfólks og annars starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað fyrir þeirra miklu hjálp og langa umönnun Þórunn Karlsdóttir, börn og tengdabörn Hugmyndasamkeppni Bynningarnefnd íbúða aldraðra Neskaupstað hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á íbúðum aldraðra Þeir sem vildu sinna þessu eru vinsamlegast beðnir um að senda tillögur sínar bréflega fyrir 5. jan. nk. til formanns nefndarinnar Stefáns Þorleifssonar, Þiljuvöllum 21, Neskaupstað Allar þessar hömlur og þessi boð og bönn eru óþolandi fyrir smábátaeigendur og það er sjálfsögð krafa, að þeim verði aflétt á næsta ári. Það aflamagn, sem smábátar undir 10 lestum veiða allt í kringum landið við bestu aðstæður, skipta ekki sköpum um vöxt og viðgang fiskistofnanna og þó að heildarafli t. d. togara verði minnkaður um einhver tonn til þess að þessir litlu bátar geti veitt það, sem þeir eru færir um. Það á ekki að setja á þá neinar hömlur. Smábátaútgerðin sér fjölmörgum fjölskyldum fyrir at- vinnu bæði þeim sem sjóinn stunda og þeim, sem vinna við útgerð og afla í landi. Þessi atvinnuvegur er afar þýð- ingarmikill víða um land og ekki síst í litlum þorpum. Það er hagur allra landsmanna, að smábátaútgerðin geti þrifist vel og skynsamlega sé að henni búið. B. S. Jólakökur (endurbættar!!) 3 eggjahvítur. V/2 bolli strásykur. 1 'A bolli kókósmjöl. V/í bolli kornflögur. •V4 bolli suðusúkkulaði (saxað). Rifinn börkur af einni appel- sínu. Vanilludropar. Eggjahv. þeyttar vel, með ör- litlu salti, öllu bl. saman, var- lega, látið á plötur með tsk. bak- að við ca. 170 - 180° hita. Vel má sleppa súkkulaðibitunum, en þess í stað bræða hjúpsúkku- laði og láta drjúpa á kökurnar kaldar. Gestakaka (má nota sem eftirrétt) 1 stór svamptertubotn. 1 poki makkarónukökur, fást í bakaríum og t. d. stórmörkuð- um. 1 dós jarðarber (stór eða lítil!!). Ca. Vh dl sherry. 1 peli rjómi. 2-3 eggjarauður og ca. 1 matsk. strásykur (eða eftir smekk). Hjúpsúkkulaði. Tertubotninn settur á djúpt fat, makkarónukökunum raðað yfir svo og jarðarberjunum. Hluta af jarðarberjasafanum og sherryinu hellt yfir, látið standa 2-3 klst. með plasti yfir. Rjóm- inn þeyttur, eggjar. og sykur þeytt sér saman, bl. saman og hellt yfir kökuna. Hjúpsúkkul. brætt í vatnsbaði og síðan hellt yfir í röndum!!! Bestu jólakveðjur frá Norð- firðingafélaginu í Reykjavík og nágrenni. Kirkja Aðventutónleikar verða í Norðfjarðarkirkju næstkom- andi sunnudag 9. desember kl. 2 e. h. Kirkjukór Norðfjarðarkirkju syngur aðventu- og jólalög. Söngstjóri Ágúst Ármann Þor- láksson. Einnig leikur blásara- sveit úr tónskólanum. Kaffisala verður f safnaðar- heimilinu eftir tónleikana. Allir velkomnir. Sóknarprestur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.