Austurland


Austurland - 13.12.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 13.12.1984, Blaðsíða 1
Austurland Leikfangamarkaður Lifandi blóm Benni & Svenni S 6399 & 6499 34. árgangur. Neskaupstað, 13. desember 1984. 46. tölublað. Þórður Kr. Jóhannsson: Illt er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti Haft er eftir spökum manni að hver þjóð fái yfir sig þá stjórnmálamenn og stjórnendur sem hún eigi skilið. Sé þetta rétt erum við íslendingar ekki upp á marga fiskana. Einn afmörgum ósiðum ráðamanna okkar er að tala ævinlega fyrir ofan (eða er það kannski neðan) háttvirta!!! kjósendur þegar fjallað er um fjármál eða önnur þau mál er hvað beinast snerta kaup og kjör. Peir hafa líka komið sér upp safni orða og hugtaka um þessi mál sem hverjum venjulegum manni er fyrirmunað að skilja enda leikurinn sjálfsagt tilþess gerður. Stundum er það raunar ósvífnin og hin takmarkalausa fyrirlitning sem þeir sýna dómgreind almennings sem mest verður áberandi og eru sjónvarpsviðtöl við forsætisráðherra og seðlabankastjóra vegna síðustu gengisfellingar lýsandi dæmi um slíkt. Rétt er að takafram að undirritaður hefur ekki getað séð að nokkur stjórnmála- flokkur eða pólitíkus geti talið sig lausan við þennan kvilla þótt hann telji raunar núverandi stjórnarherra og þeirra ára hvað þjáðasta. Stundum kemur manni reyndar í hug að mennirnir ætlist alls ekki til að þeir séu teknir alvarlega. Þetta séu bara spaugarar að gera að gamni sínu. Að þessum formála loknum er rétt að koma að því sem raun- ar var tilefni þessa greinarstúfs og gaf honum nafn. Formenn stjórnmálaflokk- anna lögðust undir feld fyrr á þessu ári og í fyllingu tímans skriðu þeir undan honum með margvíslegan boðskap til þjóð- arinnar og þar á meðal var þetta: Vextir skulu gefnir frjálsir. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins kallaði þetta merkustu ákvörðun í efnahagsmálum á Minnir þetta ekki á þjóð- sagnaskrímslið sem á uxu tvö höfuð fyrir hvert eitt sem af var höggvið? í þessu dæmi er um lága upp- hæð að ræða, en margir hús- byggjendur eða -kaupendur skulda mörg hundruð þúsunda og þá geta allir séð að 100% hækkun afborgana skiptir veru- legu máli. Nú undrast menn líklega fá- fræðina og spyrja: Veit maður- inn ekki að þetta er eðlileg af- leiðing af verðtryggingu spari- að vera að hægt að snúa þessum ókindum til betri hátta en nýver- andi ráðamenn virðast hvorki hafa til þess vit né vilja hvað sem um aðra má vona. Að endingu þetta. Mikið skelfing væri nú gaman ef ein- hver stjórnmálamaður eða hag- spekingur vildi vera svo vænn að útskýra fyrir undirrituðum og öðrum háttvirtum kjósendum, á venjulegu mannamáli, hvers vegna nauðsynlegt sé að beita Þróunarstofnun verði á Akureyri Á fundi í bæjarráði Neskaupstaðar fimmtudag- inn 6. desember var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Bæjarstjórn Neskaupstaðar leggur áherslu á, að eðlileg dreifing valds og þjónustu ríkisins er snar þáttur í að snúa við hinni alvarlegu byggðaþróun í landinu, sem nú kemur svo glöggt fram í gífur- legri þenslu á höfuðborgarsvæðinu og vaxandi misvægi milli þess og landsbyggðarinnar. Því lýsir bæjarstjórnin yfir fyllsta stuðningi við áskorun bæjarstjórnar Akureyrar um, að fyrir- hugað þróunarfélag, sem stofna á skv. ákvörðun stjórnvalda, hafi aðsetur sitt þar.“ Ályktunin var send forsætisráðherra og bæjar- stjórn Akureyrar. þá slíkum fantabrögðum. Jafn- framt væri gaman að fá upplýst hver hafi verið auglýsingakostn- aður bankanna í því taumlausa stríði sem staðið hefur mánuð- um saman um sparifé sem ekki er til jafnframt því sem launa- málastefna ríkisstjórnarinnar sér til þess að nýtt sparifé getur ekki myndast. f öllum sínum önnum gaf seðlabankastjórinn okkar bless- aður sér tíma til að vera í forystu fyrir skoðanakönnun um hagi og skoðanir landsmanna. Hann var afskaplega ánægður og laundrjúgur með sig þegar hann kynnti meginniðurstöðuna. Þrátt fyrir allt eru íslendingar hamingjusöm þjóð! Ekki veit ég hvað hann hugs- aði en ekki kæmi mér á óvart að það hefði verið eitthvað í þessa veru: Líklega má nokkuð pína þá enn. 4. desember 1984. Pórður Kr. Jóhannsson. ES. Það stóð ekki á því. f kvöldfréttum sjónvarpsins 5. desember sagði að Seðlabankinn væri að íhuga hækkun vaxta. Enn mun blóð í kúnni. íslandi seinni (eða jafnvel allra) fjár sem telja verður réttlætis- Staðarvalsnefnd: mál? Rétt má það vera, þótt tima. Nú skal með skýru dæmi sýnt fram á hvað þessi speki, ásamt fyrri ákvörðunum um vísitölu- bindingu lána en banni við verð- tryggingu launa, þýðir fyrir venjulegan launamann. Þann 4. janúar 1983 tók launamaður lán að upphæð kr. 50.000 til 5 ára með mánaðar- legum greiðslum. Fyrstagreiðsl- an var kr. 986.00. Þann 5. desember 1984 nam 23. greiðsla kr. 2000.60 þ. e. hafði hækkað um rúmlega 100%. A þessum 23 mánuðum höfðu verið greiddar kr. 18.366.59 í beinar afborganir af láninu en við þær aðgerðir brá svo við að það hækkaði og stóð nú í kr. 60.592.50. sum atriði þess máls séu umdeil- anleg, en rúsínuna vantar enn í pylsuendann. A því tímabili sem greiðslan af títtnefndu láni hækkaði um 100% hækkuðu laun lántakand- ans aðeins um 50%. Þetta er óréttlæti og þetta eru svik við þann sem lánið tók í góðri trú. Mér er tjáð að í þessu landi lifi þrjár ófreskjur og nefnist þær framfærsluvísitala, bygg- ingarvísitala og síðust en ekki síst lánskjaravísitala. Þærsystur eiga tvennt sameiginlegt: þær mæla allt vitlaust og þær mæla hinum venjulega launþega ávallt í óhag. Með réttum yfirsöng hlýtur Skýrsla um náttúrufar og minjar í Reyðarfirði Út er komin skýrsla um náttúrufar og minjar í Reyðar- firði á vegum staðarvalsnefndar um iðnrekstur. Skýrslan er unn- in af Náttúrugripasafninu í Nes- kaupstað undir ritstjórn Einars Þórarinssonar, aðrir höfundar eru Einar Hjörleifsson, Hálfdán Björnsson, Ragnheiður Þórar- insdóttir, Skarphéðinn Þórisson og Þórður Júlíusson. Skýrslan var kynnt á blaða- mannafundi, sem staðarvals- nefnd boðaði til á Reyðarfirði 6. desember sl. í skýrslunni eru dregnar saman miklar upplýs- ingar um landlýsingu, jarðfræði, lífríki, veðurfar, söguminjar og vernduð svæði. Þá eru í skýrsl- unni ábendingar um verndun svæða og ábendingar um frekari rannsóknir, svo sem sjávarrann- sóknir, veðurfarsrannsóknir og fuglaathuganir. Ekki kemur margt óvænt fram í skýrslunni, þó má nefna að logn mældist í um 40% mælinga, gæti það haft áhrif á dreifingu mengunarefna frá væntanlegri verksmiðju. Á fundinum kom fram að æskilegt væri að skýrsla sem þessi lægi fyrir þegar staðsetning stóriðjuvera væri ákveðin. En staðsetning væntanlegrar verk- smiðju í Reyðarfirði var fyrst og fremst ákveðin með tilliti til fjarlægðar frá þéttbýliskjörnun- um á Reyðarfirði og Eskifirði. Skýrslan, sem er 89 blaðsíð- ur, með 80 ljósmyndum, 6 kort- um og 20 töflum til skýringa, var sett og prentuð hjá Nesprenti í Neskaupstað. Þeir sem áhuga hafa, geta fengið skýrsluna hjá Náttúru- gripasafninu í Neskaupstað. E. M. S. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.