Austurland


Austurland - 13.12.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 13.12.1984, Blaðsíða 2
2 HMMTUDAGUR, 13. DESEMBER i °,4. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað — S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI s Hver ræður yfír Islandi? Nýlega upplýsti viðurkenndur bandarískur fræði- maður William Arkin, áætlun um að flytja 48 kjamorkudjúpsprengjur til Islands á stríðstímum. Áætlun þessa hafa forsetar Bandaríkjanna undirritað árlega um árabil. í áætluninni er ísland talið með ný- lendum og hálfnýlendum eins og Bermuda, Azoreyjum og Puerto Rico. Sérstaka athygli vekur að ísland er eina landið í Evrópu sem getur átt von á kjamorku- sprengjum til sín frá Bandaríkjunum. í upplýsingum Arkins kemur það og fram að ísland er eina landið í heiminum þar sem Bandaríkin hafa tekið jafn afdrifa- ríka ákvörðun og að staðsetja kjamorkuvopn á landinu án samþykktar eða vitundar stjórnvalda. Það er því eðlilegt að spyrja: Hver ræður yfir ís- Iandi?. íslensk stjórnvöld hafa enga stjórn á því sem fram fer í herstöðvunum í Keflavík og Stokksnesi, þau vilja ekki hafa áhrif á hernaðaráform Bandaríkjanna. Aðeins er sagt að Sovétríkin ógni og bregðast verði við þeirri ógnun, því má „vinurinn í vestri“ gera allt sem hann lystir. Skipulega er unnið að viðamiklum breytingum á hernaðarkerfi Bandaríkjanna hér á landi. Séu breytingarnar skoðaðar í samhengi er til- gangurinn ljós. Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa eða eru væntanlegar má nefna staðsetningar KC- 135 eldsneytisflutningavéla í Keflavík, endurnýjun orustuvélaflotans með F-15 herþotum, byggingu neð- anjarðarstjórnstöðvar, byggingu bensínbirgðastöðv- ar í Helguvík, nýju flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, nýjar flugbrautir og ný flugskýli, staðsetningu AWACS-vélanna og nýjar ratsjárstöðvar. Allar þessar breytingar hafa verið að gerast og eru að gerast án nokkurra raunverulegra umræðna eða rannsókna á eðli eða þýðingu þeirra. Verið er að gera ísland að árásarstöð og því ástæða til að íslendingar geri það upp við sig: - hvort þeir eru reiðubúnir að taka þátt í hernaðai- brölti stórveldanna, - hvort þeir eru reiðubúnir að fórna landi og Iífi í þágu stríðsæsingamanna, - hvort þeir telji sjálfstæði þjóðarinnar einhvers virði. Baráttan á Vestfjörðum og Norðurlandi gegn upp- setningu ratsjárstöðva þarf að verða upphaf al- mennra mótmæla gegn allri hernaðaruppbyggingu í landinu, þannig að hægt verði að koma í veg fyrir áframhaldandi undirlægjuhátt gagnvart hernaðar- stefnu Bandaríkjastjórnar. Þá er von til þess að ís- lendingar ráði yfir íslandi. ísland úr Nató - Herinn burt. E. M. S. Ályktanir samþykktar á aðalfundi Naust að Stafafelli í Lóni 19. ágúst 1984 1. Aðalfundur NAUST 1984, haldinn að Stafafelli í Lóni 19. ágúst, hvetur til þess að auknar verði rann- sóknir á íslenska refnum. Fundurinn telur að aðgerð- ir til stjórnunar á þessum dýrastofni, sem öðrum, þurfi að hvíla á traustri vís- indalegri þekkingu, en mikið vantar á að slík þekking sé til staðar. Regl- ur um eyðingu refs þarf í senn að setja út frá hagræn- um og líffræðilegum for- sendum. ANDLÁT Sveinbjörn Sveinsson, útgerð- armaður, Hlíðargötu 6, Nes- kaupstað lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað 8. des. sl., 67 ára að aldri. Hann var fæddur í Neskaupstað 13. febr. 1917 og átti ætíð hér heima. Eftirlifandi eiginkona hans er Laufey Guðlaugsdóttir. Útför Sveinbjörns verður gerð frá Norðfjarðarkirkju nk. laugardag 15. des. kl. 11 f. h. Guðjón Björnsson, verka- maður, Tungu, Fáskrúðsfirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 10. des. sl., 67 ára að aldri. Hann var fæddur á Búðum í Fáskrúðsfirði 22. febr. 1917, en 9 ára gamall fluttist hann að Tungu og átti þar heima æ síðan. 2. Aðalfundur NAUST 1984, haldinn að Stafafelli í Lóni 19. ágúst, hvetur Náttúruverndarráð til að marka, í samráði við land- eigendur og ferðamála- aðila, ákveðna stefnu um framtíðarskipulag frið- landsins á Lónsöræfum. Fundurinn telur að svæðið beri að varðveita sem ósnortið gönguland og ekki eigi að heimila þar frekari lagningu akslóða eða umferð vélknúinna tækja. Fundurinn varar sérstaklega við hugsanlegri lagningu akslóðar um Hraun suður á Kollumúla og í Víðidal og hvetur Náttúruverndarráð til að beita sér gegn öllum hug- myndum í þá átt. Til þess, hins vegar, að gera svæðið aðgengilegra gangandi fólki, hvetur fundurinn til þess að sem fyrst verði byggð göngubrú yfir Skyndidalsá og reistur gönguskáli við Illakamb eða í Nesi og kannað hvort ekki sé rétt að koma upp öðrum skála á miðri leið milli Illakambs og Geld- ingafells, t. d. við Trölla- króka. Þá hvetur fundur- inn til þess að hugað verði að formlegri stækkun frið- landsins með því að auka við það landi Þórisdals með samkomulagi við Blak: Hraðmót yngri flokka Þann 1. desember sl. fór fram í Reykjavík hraðmót yngri flokka á vegum Blaksambands fslands. Þróttur í Neskaupstað sendi þrjú lið til keppni í mót- inu, tvö í 3. flokki pilta og eitt í 2. flokki pilta. Auk þess keppti 2. flokkur kvenna sem gestir, þar sem tvær stúlkur í liðinu voru einu ári of gamlar. A-lið Þróttar sigraði í keppni 3. flokks af öryggi, en B-liðið náði sér ekki á strik og hafnaði í fjórða sæti. A-lið Þróttar í 3. flokki er skipað afar efnilegum leikmönnum, en að öðrum ólöstuðum ber sérstaklega að nefna Ólaf Viggósson, sem virð- ist vera yfirburðamaður í þess- um aldursflokki. Keppnin í 2. flokki pilta var afar spennandi og fóru leikar svo að lið Þróttar stóð uppi sem sigurvegari. Sigruðu þeir alla sína leiki eftir harða keppni. Ekki kæmi það á óvart þó þessir leikmenn 2. flokks Þrótt- ar komi til með að mynda kjarn- ann í unglingalandsliðinu nú í vetur ásamt Víði Ársælssyni og Marteini M. Guðgeirssyni, sem nú hafa yfirgefið Þrótt og leika með 1. deildarliði ÍS. Þróttarstúlkurnar urðu í öðru sæti í keppni 2. aldursflokks og verður það að teljast góður ár- angur því þær hófu ekki reglu- legar æfingar fyrr en í byrjun þessa árs. Stúlkurnar munu ná langt með sama áframhaldi, en þær stunda íþróttina af miklu kappi. S. G. landeigendur, en þar starf- rækir Náttúruverndarráð tjaldsvæði sem nauðsyn- legt er að rekið verði áfram og aðstaða þar bætt til mót- töku. Fundurinn lýsir ánægju með að dregið hefur verið úr beit sauðfjár í Kollu- múla og Víðidal og hvetur eindregið til þess að gróðri verði hlíft á svæðinu. 3. Aðalfundur NAUST 1984, haldinn að Stafafelli í Lóni 19. ágúst, telur að rannsaka þurfi betur fæðu- öflun minksins og áhrif hans á lífríki á mismunandi svæðum á landinu, þannig að unnt verði á markvissan hátt að draga úr því tjóni sem hann veldur. 4. Aðalfundur NAUST 1984, haldinn að Stafafelli í Lóni 19. ágúst, vekur at- hygli á auknum ferða- mannastraumi um landið. Af þessu tilefni skal á það bent að gera verður frekari kröfur til mótunar ferða- málastefnu á íslandi, frek- ari framlaga til áningar- staða, aukins eftirlits (landvörslu) og ábyrgðar þeirra sem við ferða- mennsku starfa. Sérstak- lega er vænst forystu Ferðamálaráðs í náinni samvinnu við Náttúru- verndarráð, náttúruvern- darnefndir og áhuga- mannasamtök. 5. Aðalfundur NAUST 1984, haldinn að Stafafelli í Lóni 19. ágúst, fagnar áföngum í endurvinnslu á brotajárni og pappír. Jafn- framt mótmælir fundurinn notkun á einnota gler- flöskum í öl- og gos- drykkjaiðnaði.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.