Austurland


Austurland - 13.12.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 13.12.1984, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 13. desember 1984. Austfjarðaleið HYACYNTU- Æ. LÁNIÐ LEIKUR VIÐ ÞIG í S ^jfl MUNIÐ SKREYTINGAR SKÓLA- Verslunin Myrtan SPARISJÓÐNUM AFSLÁTTARKORTIN Neskaupstað Sparisjóður Norðfjarðar Ný verslun Kaupfélagið Fram í Neskaup- stað opnaði nýja byggingavöru- verslun á efri hæð verslunar- hússins að Hafnarbraut 6 sl. föstudag, 7. des. og um kvöldið hélt kaupfélagið boð fyrir starfsfólk, iðnaðarmenn, sem að framkvæmdinni unnu, frétta- menn og fleiri gesti. Þar þágu menn hinar bestu veitingar, sem Frímann Sveinsson, hótelstjóri hafði útbúið. Sagt hefir verið frá þessu húsnæði áður hér í blaðinu og kom þar m. a. fram, að gólfrými þessarar nýju verslunar er um 300m2. í máli Gísla Haraldssonar, kaupfélagsstjóra við opnunina, kom fram, að verslunin hefði áður verið á 70m2 gólfrými, svo að breytingin er greinilega mikil. Verslunin er líka hin glæsilegasta og haganlega búin innréttingum og vörum raðað upp eftir kjörbúðakerfi. Gísli Haraldsson þakkaði starfsfólki kaupfélagsins fyrir þá miklu vinnu, sem það hefir innt af höndum við uppsetningu verslunarinnar svo og þeim iðn- Síst of margir Á íslandi eru starfandi um 200 heildsalar, og ekki mun af veita. Einn selur BIKARBOX og veitir sérhæfða og góða þjón- ustu á því sviði. Annar selur 6 x 38 mm PLÁSTUR, sem nota má til að líma saman sár, og kemst enginn með tærnar, þar sem hann hefur hælana, hvað varðar vörugæði og þjónustu við kaupendur. Hinn þriðji selur LÍM, sem talið er hentugt að bera undir þennan góða plástur, svo að hann tolli betur við hör- undið, og tryggi þar með enn frekar, að sárið opnist ekki. Menn ættu að gera sér ljóst að það er ekkert spaug að gera Út bíla og sölumenn, eins og vegirnir eru hrikalegir utan sam- lagssvæðisins margnefnda. Enda eru þessir armæðusömu sölumenn oft svo brjóstum- kennanlegir, órakaðir og van- svefta, er þeir koma í áfanga- stað, að sjálfsagt er að flýta kaupum, svo að mennirnir kom- ist í hvíld. Ég nefni hér aðeins þessi þrjú dæmi, sem ætti að nægja, til að þeir sem sífellt eru að nöldra yfir of mörgum heild- sölum hætti því, og skilji í eitt skipti fyrir öll, að þeir eru síst of margir, nema hvað? Á. G. aðarmönnum, sem unnið hafa við uppsetninguna og innt af höndum mikið starf á stuttum tíma. Yfirsmiðir voru Einar Þorvaldsson og Árni Guðjóns- son, pípulagningameistari, Jón Svanbjörnsson, rafvirkjameist- ari, Tómas R. Zoéga og málara- meistari Hilmar Símonarson. Starfsmenn nýju bygginga- vöruverslunarinnar eru tveir, verslunarstjórinn Haukur Ólafsson og Kristján Karl Krist- jánsson. - Við vonumst til, að við verð- um færari um að standa undir kröfum, sem gerðar eru um byggingarefni og innréttinga- vörur og að kaupfélagið veiti betri þjónustu fyrir bæjarbúa með þessari nýju verslun, - sagði Gísli Haraldsson, kaup- félagsstjóri við opnun verslun- arinnar. B. S. Starfsmenn byggingarvöruversl- unar Kaupfélagsins Fram, Kristján Karl Kristjánsson t. v. og Haukur Ólafsson, verslunar- stjóri t. h. Ljósm. B. S. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Ásta Ketilsdóttir, húsmóðir, Urðarteigi 6, Neskaupstað, varð 70 ára í gær, 12. des. Hún er fædd á Borgum í Nesjum í Austur-Skaftafellssýslu. Hún var húsfreyja um árabil á Krossi, Krossstekk og Skógum í Mjóafirði, í Neskaupstað 1955 - 1962 og á Sómastaðagerði í Reyðarfirði 1962 - 1982. Það ár fluttist hún til Neskaupstaðarog hefir átt hér heima síðan. Eiginmaður Ástu var Gunnar Víglundsson, en hann lést 24. okt. sl. Páll Tómasson, fyrrv. skip- stjóri, Nesgötu 20 A, Neskaup- stað varð 75 ára í gær, 12. des. Hann er fæddur í Neskaupstað og hefir alltaf átt hér heima. Á myndinni eru talið f. v. Hákon Guðröðarson, stjórnarmaður, Gísli Haraldsson, kaupfélagsstjóri, Sigríður J. Zoéga, stjórnarmaður, Haukur Ólafsson, verslunarstjóri, Ragnar Sigurðsson, stjórnar- maður og Jón Bjarnason, formaður stjórnar Kaupfélagsins Fram. Ljósm. Sig. Arnfinnsson. Wjljg , 4' i | r» • « uj jí-ifjf iif£ ptLf k* '4: «•*— ' % & ■" ASiPín c Jf v~—«uiík ■ & - f* r f * T. 1- i i s! Úrnýju byggingavöruversluninni. T. v. sjást Ragnar Sigurðsson, sparisjóðsstjóri og Haukur Ólafsson, verslunarstjóri. Ljósm. B. S. Samverustundir aldraðra Nú í vetur hafa aldraðir Norð- firðingar komið saman í safnað- arheimilinu annan hvern mið- vikudag. Síðasta samverustundin á þessu ári verður nk. laugardag, 15. des. kl. 2-5ogverður helg- uð jólunum. Góðirgestir koma í heimsókn og kaffiveitingar verða á vegum kvenfélagsins Nönnu. Svavar Stefánsson. Frá blaðinu Jólablað AUSTURLANDS kemur út í næstu viku Þeir sem vilja koma auglýsingum í jólablaðið vinsamlegast skili þeim í síðasta lagi á morgun, föstudaginn 14. desember AUSTURLAND kemur einnig út á gamlársdag Ritstjóri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.