Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 38

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 38
þannig á svið að hver leikari segði hið rétta orð á réttum stað og á réttum tíma. Kyrrð og athafna- leysi á sviðinu voru eitur í beinum Meyerholds. Ekki aðeins átti sviðið sjálft að vera hreyfanlegt, heldur sérhver hlutur, sem á því var. í sumum sviðsetningum lét hann hreyfa veggi og húsgögn meðan á sýningunni stóð, jafnvel var það til, að leikari kæmi akandi á mótorhjóli upp á sviðið utan úr sal. Hugmynd hans var að skila hugmynd höfundarins heilli óg óskemmdri í hendur áhorf- andans, fá hann til að vera með í gangi leiksins. Árið 1934 var lagður hornsteinn að nýju leikhúsi, byggðu að forsögn Meyerholds. Þar átti leiksviðið sjálft að vera hreyfanlegt, þannig að hvenær sem var átti að vera hægt að færa það fram í miðjan sal, og sæti áhorfenda voru snúanleg í hvaða átt sem var. Á árunum milli 1920 og 1930 setti Meyerhold mörg leikrit á svið, t. d. „Skóginn" eftir Ostrof- skí, og „Endurskoðandann" eftir Gogol. En mesta frægð og vinsældir hlutu sviðsetningar hans á samtíma höfundum byltingarsinnuðum, fyrst og fremst á ádeiluleikjum Majakofskís, „Fló- in“, „Baðið“ og „Místería-Búff". „Flóin" var sett á svið árið 1929 við tónlist eftir Sostakovits. í þessum sýningum naut sín hin eldlega viðleitni Meyerholds til þess að túlka samtímann á svið- inu í anda byltingarinnar. Leikhús Meyerholds varð Mekka allra vinstri sinnaðra leikhúsmanna um heim allan. En eftir 1932 tók að syrta í álinn fyrir Meyer- hold. Andi leikhússráðstefnunnar 1927 var þá orðinn hin argasta villutrú. Eftir að fjöldaof- sóknaraldan reið yfir að Kíroff myrtum 1934 tóku listamenn og rithöfundar að hverfa í stór- um stíl. Stjórnarvöldin fyrirskipuðu, að hætt skyldi við byggingu hins nýja og nýstárlega leik- húss Meyerholds. Skömmu síðar eða um það leyti sem fyrrverandi æðstu menn ríkisins, Zfnóvéff og Kamenéff, féllu fyrir hendi Valdsins, hófust af opinberri hálfu heiftúðugar árásir á Meyerhold. í desember 1937, sömu dagana og fimmta symfónía Sostakovits var leikin í Leníngrað, lokuðu stjórnarvöld leikhtisi Meyerholds f Moskvu og bönnuðu starfsemi þess. Hver voru rökin fyrir því? I lok árs 1937 gerði „Pravda" grein fyrir ástæðunum f forystugrein. Greinin hét: „Órússneskt leikhús". Höfuðástæð- an var þar sögð sú, að Meyerhold (sem var gyð- ingur) æli á alþjóðlegum anda, væri „úrkynjaður fjandmaður rússneskrar sígildrar listar" og form- alisti. Hann væri nýjungagjarn og hefði jafnvel sýnt verkamenn í venjulegum samfestingi á svið- inu. Hann hefði afneitað leiktjöldum og sett í stað þeirra trémaskínur og ramma, og í þeim hefði hann neytt leikarana til þess að leika ekki, heldur fetta sig og bretta. „Vitandi vits útrýmdi Meyerhold úr sviðsetningum sínum öllum rúss- neskum þjóðareinkennum og streittist við að sá rótlausum, burgeisalegum kosmopólítisma (al- þjóðahyggju) á sovézku leiksviði." #) *) ívitnað eftir F. í. Kalosín, Sodérzaníé í forma v próí- zvédéníjakh ískússtva, Moskva 1953, str, 168, 36 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.