Birtingur - 01.06.1962, Page 62

Birtingur - 01.06.1962, Page 62
löngu þar til strætisvagnabílstjórar öðlast skiln- ing á, að til séu buxur með brotum í. Menntun manna eykst, og betri lífskjör skapa betri smekk. Við þær aðstæður verður æ örðugra fyrir hina frumstæðu stalínistísku list að halda velli. Rússar eru gott fólk, einlægt, þrekmikið og þolgott. Þeir hafa þegar unnið stórvirki í sög- unni, og langt er í frá, að þeir hafi enn sagt sitt síðasta orð. Hver veit, nema þeir velti af sér oki valdbeitingarinnar og fyrr en varir komi fram meðal þeirra listaverk, sem þjóð Dostoéfskís og Tolstojs gæti verið fullsæmd af. Endurprentun þessarar greinar, hvort heldur að ein- hverju eða öllu leyti, er óheimil án leyfis ritstjórnar. Að gefnu tilefni áréttar ritstjórnin, að hið sama gildir um allt efni í Birtingi, og er þess getið i hverju hefti (sjá 2. kápusíðu). Ritstjórn. 60 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.