Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 64
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI: YFIRHEYRSLAN
i.
Sólin skín. Það er söngur í loi'tinu. Bifreiðirnar
renna mjúklega eftir götum borgarinnar. Gang-
stígana troða fótgönguliðar hversdagsins, Sumir
bognir og þúngstígir. Aðrir beinvaxnir og léttir.
Hlæjandi meyjarandlit. Mjúklega vafinn trefill.
Um að gera aðkoma sér áfram í þraunginni. Fram
með olnbogana! Upp með hendurnar! Það er
erfitt að vakna við svona hróp. Vera leiddur burt
einsog fórnarlamb í miðjum þessum saung. Hvers
vegna annars þessi saungur? Húsin, göturnar, trén,
bifreiðirnar, hjólreiðamennirnir og hinir gang-
léttu með fráhnepptar yfirhafnir. Af hverju endi-
lega þessi saungur núna, þegar maður þarf að
komast áfram, en er leiddur burt undir kjörorð-
inu: Upp með hendurnar? Af hverju upp með
hendurnar? Það þarf að binda hendur manna,
segja yfirvöldin, og reyra raddbönd þeirra. Nú
ríður á að menn tali ekki og aðhafist ekkert. A.
m. k. ekkert, sem getur skaðað yfirvöldin. Nú
ríður á að yfirvöldin haldi sínu. Nú er um að
gera að ekki sé slakað á. Og sólin heldur áfram
að skína.
II.
Hérna. segir brúnklæddur maður og bendir inní
stóran sal. Þetta er stöðin. Hann hefur aldrei séð
svona hátt til lofts í einu húsi. Uppi undir lofti
hægra megin er pallur. Þar uppi tvístígur feitur
maður í einkennisbúningj og hrópar hástöfum:
Halló, halló, þú þarna niðri, halló. Lítill grann-
holda maður kemur hlaupandi og hneigir sig ótt
og títt, einsog trjágrein skekin aí vindi. Halló.
segir stóri maðurinn á pallinum. Hífa, hífa glor-
íuna. Halló, hífa gloríuna. Hífa gloríuna, segi ég.
Upp með gloríuna! Halló, heyrirðu til mín, nú
ríður á að hífa lagsmaður. Litli maðurinn snýst
eins og vagnhjól og skekst eins og trjágrein. Hann
hleypur. Hvaða gloríu? Hann tautar við sjálfan
sig. Hvaða gloríu nú? Alltaf skulu þeir hífa.
Hann tautar, en orð hans drukkna í hávaðanum.
Engar spurningar hér. Það ískrar 1 blokkum og
vindum. Þeir hífa.
Sæti, segir sá brúnklæddi og bendir á ómálaðan
trébekk. Sæti, gjörið þér svo vel. Stóri maðurinn
heldur áfram að tvístíga, og sá litli hleypur og
hneigir sig. Þeir hífa aftur. Svo opnast dyr. Gjör-
ið þér svo vel, segir sá brúnklæddi. Gjörið svo
vel, hérna. Þeir ganga inní annan sal engu minni.
Nýtízku málverk á veggjum. Blóm í glugga. í
þcssum sal eru engin húsgögn utan stórt skrif-
borð í einu horninu og fyrir framan það stóll.
Innan við skrifborðið situr feitur maður og skrif-
ar. Andlit hans minnir á gamla rottu. Hann lítur
upp þegar þeir koma inn. Gjörið þér svo vel,
segir hann hásum rómi, sæti. Þá hefst yfirheyrsl-
an. Fyrst eru nokkrar hefðbundnar spurningar:
Nafn, heimilisfang, aldur, ætt og fæðingarstaður.
Sá feiti ritar hvert orð af stakri vandvirkni í stór-
an doðrant. Alltícinu lítur hann upp. Augnaráð
hans minnir á skolbrúnan forarpoll. Af hverju
er gat á Inixunum yðar? Hann hefur þá tekið
eftir því bölvaður. Þetta gat á hnénu er búið að
ángra hann lengi. þó hann hafj aldrei mannað
62
BIRTINGUR