Birtingur - 01.06.1962, Síða 66
svo vel. Hann gengur innfyrir. Þetta er lítill
klefi. Þar inni er uppbúið rúm. Enginn gluggi er
á klefanum, en rafmagnspera hángir niður úr
loftinu. Þeir loka dyrunum og fara. Hann reynir
að opna þær innanfrá, en þær eru læstar. Síðan
afklæðist hann rólega og leggst uppí rúmið. Það
er komið sem komið er. Lág suða berst honum
til eyrna. Hann finnur þunga höfgi færast yfir
sig. Það er líkt og hann svífi útí eitthvert óþekkt
hyldýpi. Hann reynir að berjast á móti af öllum
kröftum, en gefst fljótlega upp. Hann svífur í
lausu lofti. Svo hverfur allt.
III.
Hann hefur áður brunnið í eldi, heitum og djúp-
um, en þessi tók öllum fram. Rauðir hríngir
þjóta um loftið. Eldhríngir. í miðjum hverjum
hríng slær lítið rautt hjarta. Eldhjarta úr barni.
Steikt mannshjörtu berjast og steypast og kastast
til í eldslogunum. Éta, éta, heyrist sagt hásum
rómi einhversstaðar nálægt. Éta mannshjörtu.
Hann þekkir röddina. Það er rödd feita manns-
ins á skrifslofunni. Éta, éta, Það ískrar í blokk-
um og vindum. Hífa, segir stór maður uppá palli.
Hífa gloríuna, hífa, hífa. Skyndilega er hann
staddur á afskekktum sveitabæ. Þetta er gamall
íslenzkur torfbær. Fjórar burstir teygja sig rólega
uppí blátt næturloftið. Svo gýs upp eldur. Stórir
rauðir logar Jreytast uppí himininn. Hann stend-
ur á bæjarhlaðinu og horfir inní logana. Alltí-
einu er hann gripinn sterkum járnörmum og
honum kastað inní eklinn, Eldstúngurnar þeyta
honum á milli sín einsog bolta. Ekkert er hægt
að gera nema brenna. Eingum dettur saungur í
hug leingur.
64
BIRTINGUR