Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 70

Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 70
VLADIMÍR MAJAKOVSKÍ: BROT Þýðandi: Geir Kristjánsson. Snemma morguns, 14. apríl 1930, hringdi skáldið Sem- jon Kírsanov til Majakovskís og bað um nafnið á klæð- skera hans í Moskvu. Majakovskí sem alltaf var tölu- verður spjátrungur í klæðaburði bauðst til að fylgja Kírsanov til þessa klæðskera daginn eftir. Morgunninn byrjaði svipað og margir aðrir morgnar í lífi Majakovskis. Hann hafði mælt sér mót við einn bókmenntasinnaðan vin sinn; nokkrar línur í kvæði sem hann hafði glímt við máuðum saman voru nú loksins fullbúnar, og hann var að íhuga verknað sem hafði ásótt hann alla ævina. Hann hafði skyrtuskipti, trúr þeim rússneska hugsunarhætti að ótækt sé að mæta dauðanum öðruvísi en hreinn til fara. Á skrif- borð sitt lagði hann bréf, sem hann hafði útbúið fyrir » Klukkan er gengin tvö, þú sjálfsagt háttuð. Vetrarbraut silfurfljót fer um naeturhvel. Mér liggur ekkert á, og reiðarslaga skeytum er þarflaust af mér að vekja og hrella þig. Málið er, eins og það heitir, til lykta leitt. Knörrinn ástar brotinn á dagsins amstri. Við stöndum slétt, til einskis að vera að metast um gagnkvæman harm og kvöl og sár. Sjáðu, hve allt er í heiminum undrakyrrt. Himininn vefur nóttin stjörnuskrúði. Á svona stundum rísa menn upp og tala við aldir og sögu og gjörvalla sköpunina. (1930) tveim dögum. En hann var enn á báðum áttum. Hann stakk einu skoti í sívalninginn á skammbyssunni; tvisv- ar áður hafði hann spilað „rússneska rúllettu" um líf sitt og unnið. Þennan morgun kl. 10:15 tapaði hann spilinu. Bréfið sem hann skildi eftir endaði á þessum ljóðlínum: „Málið er, eins og það heitir, til lykta leitt. Knörrinn ástar brotinn á dagsins amstri. Við lífið stöndum slétt. Til einskis að vera að metast um gagnkvæman harm og kvöl og sár.“ Kvæðisbrotið allt, eins og það er hér £ þýðingu, fannst í vasabókarblöðum hans að honum látnum. G. K.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.