Birtingur - 01.06.1962, Side 72

Birtingur - 01.06.1962, Side 72
ildarriti. Yfirleitt má þó segja, að rétt sé farið með staðreyndir. Það má þó t. d. draga f efa, hvort rétt sé að reikna út kaupgjald samkvæmt genginu: rúbla = 4 kr. bæði vegna þess að út- reikningar á kaupi samkvæmt gengi gefa enga hugmynd um kaupmátt og svo vegna þess að verðlagspólitík sovétstjórnarinnar er gerólík því, sem við eigum að venjast hér vestra. Er og vafa- samt, hvort hægt er að kalla mismunandi launa- flokka „stéttir" (bls. 96). Á bls. 116 er því haldið fram, að kröfugöngur hafi verið farnar í Mosk- vuháskóla 1956. Þetta er ekki rétt. Óróasamar umræður og veggblaðaútgáfa áttu sér þar stað, en engar kröfugöngur. Á bls. 101 er talað um tví- stefnuakstur á annarri akrein fyrir framan bú- staði æðstu valdamanna. Þetta var afnumið skömmu eftir 20. þing og akstur leyfður á báð- um akreinum. — Nokkur orð eru rangþýdd, t. d. „bolsévíki" = meirihluti. í raun táknar orðið „meirihlutasinni“ (bls. 31). Nafnið á bílaverk- smiðju í Moskvu ZÍL er sagt vera upphafsstafir fyrrverandi forstjóra. Þetta er ekki allskostar rétt. Verksmiðjan hét áður „Zavod íméní Stalína" eða „ZÍS“, en heitir nú „Zavod íméní Líkhatsjova" (Líkhatsjoff-verksmiðjan), en Líkhatsjoff er nafn fyrrverandi forstjóra. Þannig mætti halda áfram að telja upp atriði sem eru ónákvæm eða röng. Á bls. 48 er Hrúsjoff sagður vera á mynd frá útför Stalíns, en hann er þar ekki. Þýðingin er yfirleitt sæmileg, þótt enskri setn- ingaskipun bregði fyrir (t. d. á bls. 63). Engin regla virðist vera fyrir umskrift rússneskra nafna, og er ýmist notuð íslenzk eða ensk umskrift. Hefði þó verið ómaksins vert að skrifa öll nöfn með íslenzku stafrófi samkvæmt rússneskum framburði. Þýðingar sumra þjóðanafna orka og tvímælis. Þjóð þá, sem býr í Armeníu, vil ég kalla Armena (nf. et. Armeni, nf flt, Armenar) en hvorki Armeninga né Armeníumenn (bls. 15 og 172). Prófarkalestur mætti vera betri. Á bls. 88 er tal- að um „nit“ í staðinn fyrir „nyt“, bls. 135 „Ar- on“ í staðinn fyrir „Aram“, bls. 148 „Jansin“ í staðinn fyrir Jassin“ o. s. frv. Bókina prýðir yfir hundrað mynda, og eru flestar vel teknar. Það er ekki svo langt síðan lögreglu- JJónn ætlaði að sekta bandaríska diplómatafrú, sem hugðist taka myndir á götu úti í Moskvu. Stjórnin hafði þá nýverið afnumið bann við myndatökum, en um það visssi lögregluþjónninn ekki. Nú sjáum við í þessari bók hinar margvís- legustu myndir, sumar jafnvel teknar á einka- heimilum manna. Bókinni fylgir stutt atburðaskrá og nafna- og at- riðaskrá. Mikil þörf er á bók, sem gæfi íslenzkum lesend- um nokkra innsýn í líf og starf hinna miklu so- vétþjóða. Bókin „Rússland" eftir Charles W. Thayer uppfyllir þessa þörf að nokkru leyti. Arnór Hannibalsson. 70 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.