Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 7

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 7
„Ský í buxum“ orti Majakovskí á árunum 1914 —’15, og er það fyrsta bók hans. Kvæði þetta er í fjór- um köflum með inngangskvæði. Köílunum valdi Ma- jakovskí einkunnarorðin: „Niður með ást ykkar!“ „Niður með list ykkar!“ „Niður með þjóðskipulag ykkar!“ og „Niður með trúarbrögð ykkar!“ Hér birtist fyrsti kaflinn í ísl. þýðingu. Geir Kristjánsson þýddi úr rússnesku. jafnvel spaug sem liann hóstar upp sviðnum munni fleygir sér eins og nakin skækja útúr brennandi hóruhúsi. Fólk þefar — lykt af brenndu kjöti! Menn hópast að. Hinn fríðasti flokkur! Með hjálma! En samt, engar rosabullur hér! Segið slökkviliðinu: á brennandi hjarta skal klifra með ástúð. Látið mig. Ég skal dæla uppúr augunum tunnum af tárum. Skal styðja mig við rifbeinin. Stekk út! Stekk út! Stekk út! Stekk út! Allt er hrunið nú. Enginn stekkur útúr hjarta! Á sviðnu andlitinu, uppúr sprungu varanna rís kolbrunninn koss til að forða sér burt. Mammal. Ég get ekki sungið. Nú er kviknað í söngloftinu i kirkju hjartans! Sviðnar orðmyndir og tölur flýja höfuðkúpuna eins og barnungar brennandi hús. Þannig Iyfti óttinn brennandi höndum „Lúsitaníu”, þegar hann reyndi að grípa í himininn. Inn í róleg híbýli skjálfandi fólks brýzt frá höfninni cldskin með þúsund augum, Þitt hinzta hróp, — þó ekki sé annað, lát það kveina yfir aldirnar, að ég brcnnil

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.