Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 9
e’k.ki hennar sök að hafa æst bónda sinn til þessa ljóta reiðikasts, að hafa espað upp dýrið í hon- um? Var ekki þetta reiðikast hans þótt ljótt væri, skiljanlegt frá mannlegu sjónarmiði? Og þar sem málið var þannig vaxið, hefði honum þá ekki ldotið að þýkja afskiptasemi af okkar hálfu eiginkonunni í vil frámunalega ómakleg? Jú, það var sannarlega heppilegt að ég skyldi ekki skerast i leikinn. En meðan ég var að vclta þessu fyrir mér og höggunum rigndi, birtist þriðji vegfarandinn á sviðinu: vasklegur ungur maður með mikið bylgjað hár, í blárri peysu, með tennisspaða und- ir handleggnum. Brátt gerði hann sér grein fyrir Jdví sem var að gerast. Hann leit á okkur tvo að- gerðalausa áhorfendurna með vanþóknunarsvip. Hann var ekkert að tvínóna, en réðist á mann- inn, alveg eins og mig hafði langað til að gera, og tók að berja hann, án þcss að skeyta því hvar högg hans kæmu niður. ... Undrandi yfir þess- ari nýju stefnu viðburðanna hvarf athygli mannsins frá konunni, og hann snerist sem snar- ast til varnar. tlinsvegar læddist konan út úr hamaganginum, komst á kné og síðan a fætur, og sýndi snaggaralegleika sem kom á óvart eftir högghríð þá sem hún hafði mátt sæta. Hún dustaði rykið af olnbogum og knjám, greiddi úr hárinu sem var í óreiðu (við að sjá hve annt hún lét sér um hárið þvarr óðum f huga mínum myndin af henni sem saklausu fórnarlambi), síð- an hvarf hún. í þann mund birtist roskinn maður sem leiddi dreng við hönd sér handan við götuna. Senni- lega afi sem hafði farið út að ganga með barna- barn sitt, og gætti þess með þolinmæði afans. Hann var að benda drengnum á eitthvað uppi í einu trénu, kannski fugl eða hreiður, þegar augu hans beindust að átökunum. Ilann stóð grafkyrr sem þrumulostinn, en ekki lengi. Við að sjá ung- an mann, augljósan þorpara, vera að misþyrma hrottalega meðbróður sínum og áreiðanlega að ósekju (því ósjálfrátt skipum við þeim sem er minnimáttar réttlætisins megin) þá lcit hann á þessa tvo sérgóðu drjóla sem áttu sízt skilið að teljast til manna, sem liorfðu æðrulausir á ósköp- in, síðan tók hann óhagganlega ákvörðun, leiddi barnið afsíðis og réðist að árásarmanninum (því ósjálfrátt ætlum við hinn sterkari árásaraðilj- ann) og lét höggin dynja á honum. Þegar ég sá þessa nýju flækju málanna hugsaði ég með sjálfum mér að hefði ég ekki sýnt var- kárnina þá myndi ég hafa verið sá sem nú stundi undir höggum þess sem hafði skorizt í leikinn á sömu forsendum sem ég hafði gert það, og var þvf sá sem barðist fyrir mfnum málstað og vopna- bróðir minn. Eingöngu vegna mannúðar og góðsemi voru þrjár mannlegar verur nú að lumbra hver á öðr- um á óeigingjörnum forsendum og til þess að berjast fyrir réttlætinu xneðan tveir lftilmótlegir sérhyggjugemsar í nokkurra skrefa fjarlægð neit- uðu að hreyfa litla fingurinn hvað þá meira fyrir náungann: Tveir sérgæðingar, þrír árásarmenn, fjögur blá og marin fórnarlömb. Þótt ekki væri BIRTINGUR 7

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.