Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 10

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 10
um fleiri en sex einstaklinga að ræða, voru ýmis afbrigði sektar: þeir sem voru sekir vegna þess að þeir voru að berjast og hinir sem voru sekir vegna þess að þeir voru ekki að berjast: sekir vegna þess að þeir voru að skipta sér af annarra manna málefnum og sekir vegna þess að þeir voru ekki að s'kipta sér af annarra manna mál- efnum; ómennskir vesalingar og hamslausir mannvinir; sekir vegna þess að þeir voru að berj- ast fyrir réttlætinu og sekir vegna þess að þeir voru að reyna að koma í veg fyrir að slíkt rétt- læti næði fram að ganga. Ég hafði litið á búldu- leita manninn með fyrirlitningu, en síðan hafði ég farið að hans dæmi. Á víxl hafði ég hallast að máii hvers þátttakandans í átökunum og staðið með honum, en fordæmt hann andartaki síðar, fagnað aðvífandi komumanni sem hafði ráðizt á þann fyrri, síðan óskað að sá síðari biði ósigur fyrir nýjum árásarmanni. Málin snerust og íhlut- un hafði orðið alveg nákvæmlega með þeim hætti eins og ég hafði óskað, rétt eins og mér hefði verið gefið að ráða því. Og nú er mér ek*ki ljóst eftir allt það sem hefur átt sér stað hver hafði rétt fyrir sér né hvers konar málaloka ég hefði æskt. Ég er viss um að ég hefði helzt óskað að hver árásarmaður biði ósigur og hverju fórn- arlambi sigurs, velfarnaði þeim veika, ógæfu þcim aflmeiri; ég óskaði að sá veikari yrði sá sterkari og sá sterkari yrði sá veikari, og árásar- maðurinn yrði fyrir árás, að sá sem varð fyrir árásinni yrði árásarmaður. En verkurinn var sá að allir stríðsaðiljarnir höfðu á víxl verið í hlut- verki hins sterka og þess veikari, árásarmaður og árásarþolandi, réttlátur og syndari. Hver gat nú greitt úr flækjunni, 'kveðið upp óvilhallan dóm? Er afbrot sama og afl? Jafngildir réttvísin veik- leika? Verður að greiða réttsýnina ósigri? Fyrir endanum á trjáröðinni allfjarri birtist hin dökka mynd lögregluþjóns. Það hafði skjót áhrif að sjá djarfa fyrir opinberri réttvísi. Riddara- andinn sprakk eins og bóla og bardaganum var lokið: gamli maðurinn mundi eftir barnabarni sínu og skundaði að leita drengsins; eiginmaður- inn slétti úr krumpuðum hatti og skundaði brott til að ná hefndum annarsstaðar; ungi maðurinn bar vasaklút að áverka fyrir neðan annað augað og skvetti aftur bylgjuðu hári sínu og hvarf aftur á brott. — Umframorkunni sem hafði verið safnað fyrir þennan molluheita dag hafði verið kastað á glæ. Réttvísinni var fullnægt. Thor Vilhjálmsson sneri. Vladan Desnica er meðal helztu samtímahöfunda í Júgóslavíu; búsettur í Zagreb, lögfræðingur að mennt- un. Sögur hans hafa verið þýddar á ýmis mál, einkum rómönsk. — T. V. 8 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.