Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 15

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 15
sem hefur verið sett á leikfangabíl útbúinn eins- og gerist með smávél sem er knúin í gang með bílhjólunum þegar bílnum er ýtt af stað.) B á ð i r : (hlaupa upp á stól og faðmast og æpa með angist) Hjálp rottur R ö d d III: (mjög dimm) Nei mýs. B á ð i r : (stíga ofan af stólnum, haldast í hcnd- ur og taka djúpt ofan, hneigja sig mjög djúpt) t nafni fæðingarhjálparinnar leyfum vér oss að bjóða yður velkomin til okkar kalda lands sem býr þó yfir svo mikilli fegurð á sína vísu með bláum fjöllum sem rísa sæbrött úr sæ og gögrum tindum og hvítum jöklum þar sem eldur býr í iðrum landsins. Það er harðbýlt land, við skulum strax játa það, en hér býr þjóð sem hefur þolað hungur og harðindi, kúgun og kreppu, hallæri og hleypidóma, en aldrei látið bugast. ö 11: (Armbendill og Pétur, og Rödd III og Rödd IV, sópran) En aldrei látið bugast. A r m b e n d i 11 : (tekur af sér skeggið og setur upp sólgleraugu) Eldgos og hverskyns óáran, Skaptáreldar. einokunarverzlun. móðuharðindi, einveldisstjórn, löggilt kommusetning. P é t u r : Afkomendur fornra víkinga sem held- ur vildu yfirgefa akra og cngi skóga og skjól f þröngum fjörðum, frændur og vini og leggja út á opið haf í litlum skipum , . , Armbendill : Pinkulitlum skipum á sollinn sæ. Pétur: Jáá sollinn sæ heldur en lúta Haraldi lúfu, ofbeldinu; heldur en gerast þrælar. A r m b e n d i 11 : Lögðu þeir út í óvissuna. P é t u r : Og vissu ekki hvað tæki við. Armbendill: 1 óvissunni. P é t u r : Handan við hafið mikla, A r m b e n d i 11 : Haf llfsins. P é t u r : Og dauða Armbendill: í þúsund ár í harðbýlu landi P é t u r : Válynd veður A r m b e n d i 1 1 : Vetur sumar P é t u r : Vor og haust B á ð i r : Vetur sumar vor og haust P é t u r : Og allir . . . og allir .. . hm ... öh ... höhö .. . allir A r m b e n d i 11 : Dóu sem gátu P é t u r : Sem allir gátu Armbendill : Fyrr eða síðar P é t u r : Sumir fyrr en aðrir A r m b e n d i 1 1 : Og aðrir líka á undan hinum B á ð i r : Sic transit gloria mundi Músahjónin: Þetta hljóta að vera skáld. Rödd III: (bassi) Eða stjórnvitringar R ö d d IV: (sópran) Áreiðanlega hugsjóna- menn. R ö d d III: Kannski viðskiptafræðingar RöddlV: Landmælingamenn, ambassadorar, guðspekingar, forstjórar R ö d d III: Forstjórar, fjallgöngumenn, leik- fimikennarar, háskólaprófessorar. Armbendill: Eitthvað finnst mér nú égkann- ast við þetta. B æ ð i : í stuttu máli frábærir menn. R ö d d III: Frískir í anda Rödd IV: Fallhraðir í vanda Rödd III: Skeikulir í skandalanum R ö d d IV: Víðkunnir af vandalanum B æ ð i : Gakk þú með varúð um veraldarál. Armbendill og Pétur: Sælt veri fólkið. Rödd III: Má ég kynna: konan mín Kamilla Alexandra ívanóvna. Armbendill og Pétur: Gleður mig. Rödd III: Ekki mig. Af því hún er svo hrædd um að villast að við getum aldrci farið út úr þessu ekkisens búri. Þetta er sannkallað hundalíf. Nema það að Jreir geta náttúrlega verið út um hvippinn og hvappinn eltandi uppi hverja bifreið sem brunar um veginn og glefs- andi í hælana á þýzluim túristum og ég segi nú ekkert ljótt um það svona út af fyrir sig ef það væru ekki aðrir sem fengju lfka að kenna á því a£ þvl hvernig eiga Jreir að vera óskcikulir að þekkja þá frá Jró það ætti nú að vera auðvelt

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.