Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 16

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 16
og engin hætta á því að rugla þeim saman við aðra sem eru alltaf komnir með frekjugangi inn á gafl hjá manni þó maður opni ekki nema smá- rifu og svo er þetta uppi á hverjum hól þar sem landslagið hefur hlotið frægð með réttu eða röngu argandi og gargandi bröltandi og skrölt- andi brokkandi og skokkandi og hlægjandi skrækjandi s'kríkjandi kíkjandi glápandi rápandi emjandi kremjandi og jóðlandi, það hleypur upp lóðrétta 'klettaveggi einsog rottur, úff, dettur í fossa og bjargast, svei, þetta ættu nú hundarnir að vita þótt hundar séu því að þeir eru þó allténd hundar en ekki svín. Armbendill og Pétur: (dansa vals og syngja) Svín fór yfir Rín kom aftur svín, svín, svín. Rödd III: Afsakið herrar mínir má ég biðja um hljóð. Má ég benda á þær hættur sem steðja að heimsbyggðinni. Sem vofa yfir öllu lífi. Hér er hvorki staður né stund til að gera grein fyrir þeim. Látum þetta nægja. Góðir áheyrendur. ÖII hin: Húrra húrra húrra. Armbendill: Hann lifi. Ö 11 : Húrra húrra húrra. P é t u r : (snýr sér undan með fýlusvip, tekur um nefið og teygir fram neðri vörina einsog hann sé að reyna að blása vondri lykt frá nösum sér) Uff Armbendill: Hvað er að liáttvirti vinur? P é t u r : Mér finnst þetta ófrumlegt. A r m b e n d i 11 : Ekkert er nýtt undir sólinni segir Prédikarinn. Rödd IV: (sópran með mikilli passion og næstum saknaðarhreim) Að leita hefur sinn tíma ... R ö d d III: (bassi, mjög glaður) Að finna hef- ur sinn tíma A r m b e n d i 11 : Prédikarinn (setur á sig pípu- hatt og dustar með vasáklút utan af sér mikið ímyndað ryk) Rödd III: og IV: Þetta var mjög ánægju- legt kvöld. Rödd III: Náttúrlega hefðu mátt vera veit- ingar R ö d d IV: Og svo hefði nú kannski mátt bjóða manni upp í dans. B æ ð i: Það er alltaf sama sagan á þessum bæ. Rödd III: Oj Rödd IV: Hoj. Armbendill: Farvel Frans P é t u r : Hittumst heil. (hann krýpur niður og ýtir bílnum í gang svo hann brunar með búrið út meðan Armbendill heldur hurðinni opinni) T j a 1 d i ð

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.