Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 26
ili, hér eru bæði húshlýja og hjartahlýja, hér eru allir hlutir Iifandi og tala til gestsins. í Glaum- bæ og Laufási verða aðrir að tala fyrir þá. Skelfing hcfur híbýlaháttum hrakað, hugsar maður og minnist hörkunnar og bergmálsins í steinsteypustofum skelþunnra skerma, sem hleypa hvers konar hávaða inn, í stað umlykj- andi notalegra veggja, sem loka skarkala heims- ins úti. Svo sannarlega hefur góð byggingarlist haldizt í hendur við sanna híbýlamennt með þjóðinni fyrrum, Bustarfell er nú komið á Jjjóðminjaskrá og mun varðveitt framtímanum, en ekki var það auðsótt mál: Metúsalem sagði mér, að Jiað hefði oltið á einu atkvæði á því háa alþingi. Nóttlaus veröld, dagnótt á öræfum, hárfín Ijós- net í skýjum, himnesk ára um fjallstinda, líkt og á dýrlingunum í St. Vitale í Ravenna: Kistu- fell, Hrútafjöll eins og heilagur Theódórus og drottning hans, Vopnafjarðaröræfi og að þeim enduðum einhver ljúfasta og sjálfsagðasta gest- risni þreyttum ferðalöngum í Möðrudal á Efra- Fjalli. Og hér á listin sér griðland á afskekktasta býli landsins, hér sprettur hún upp harðger og kraftmi'kil eins og nálarnar, römm. Jón í Möðru- dal er skilyrðislaus í afstöðu sinni, einlægur og hreinskilinn umfram flesta menn, myndir hans eftir því. Hann er andlegur bróðir Gunnþór- unnar Sveinsdóttur. Furðulegt, að ekki skuli efnt lil sýningar á verkum hans. Ef ég mætti stinga eins og einum títuprjóni i þá sofandi stofnun, Listasafn íslands, vildi ég biðja forráðamenn þess að blása í lúður til heiðurs Jóni í Möðru- dal og Gunnþórunni Sveinsdóttur. Hér má finna afstæðiskenningunni tvennan stað: þann fyrst hve allt verður smátt við svim- andi hæð fjallanna, hins vegar liin lýsandi lát- lausa fegurð norskra timburhúsa í samanburði við þann ungmennafélagsarkitektúr, sem augað hefur vanizt í efra. Að aka ofan af Fjarðarheiði niður i Seyðisfjörð er líkt og að falla hægt niður trekt, og þegar niður er komið bregður fyrir í huganum minningu um stigandi hæð gotneskrar kirkju: allt mannlegt smækkar, en augað leitar upp. Hvergi er slíkur stærðarmunur húss og fjalls. Flér dvaldist Gunnlaugur Scheving æsku- og mótunarár sín, hér hóf hann listferil sinn í luktum firði aðkrepptur Jtröngum sjónhring smábæjarmennskunnar. Við gæturn kallað dvöl hans þar heróiska tímabilið í listsögu hans. Aft- ur á móti ku þeir hafa verið töluvert forframaðir á fyrri tíð, Seyðfirðingar, stórhuga og atkvæða- miklir á veraklar vísu, enda bera hin stóru timb- urhús þess ljósan vott. 24 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.