Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 40

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 40
beru uppboði í Amsterdam fyrir sáralítið fé. Sú myndin. sem hæst var boðið í — útsýnismyndin fræga yfir Delft — fór fyrir aðeins 200 gyllini. Síðan ríkti algjör þögn um meistarann, þar til Frakkinn Thoré vakti athygli á honum í listrit- inu Gazette des Beaux-Arts um það bil hundrað og fimmtíu árum seinna. Og enn leið langur tími áður en menn gerðu sér fullkomlega Ijóst, hve stórfenglegum arfi þessi fortíðarlausi Hol- lendingur hafði skilað óbornum kynslóðum. Hvað olli þessu tómlæti? Var það nálægðin við höfund listaverkanna, sem lokaði svona gersam- lega fyrir útsýnið? Líklega að nokkru leyti. Þó held ég, að annað verði þyngra á metunum. Það er þetta: Flestir menn geta ekki litið listaverkið hversdagslegum augum. Þeir vilja ekki viður- kenna, að natni, samvizkusemi og festa í vinnu- brögðum eigi drýgri þátt í sköpun þess en flest annað. Þeir leggja hvorki á sig erfiði né fyrir- höfn til að kanna dýpri rök. Þess vegna opin- berast þeim seint hin einföldu sannindi, að heit- ustu tilfinningarnar og skörpustu vitsmunirnir speglast oft í kyrrlátu yfirborði. Yfirborð mál- verka Vermeers er sannarlega kyrrlátt. Þar er ekkert, sem æpir á vegfaranda. f nálægð þeirra finnur maðurinn fyrst til notalegrar kenndar, en síðan fer sjónhringurinn að víkka, fegurðartil- finningin að dýpka unz hún yfirgnæfir allt ann- að. Tærir litir stíga fram f myndunum. Sumir eru fjörlegir og kvikir, aðrir binda, draga úr, fela logann þegar hann er farinn að brenna Óþarflega ört. Sterkasta birtan glímir við dimm- asta skuggann og þar fram eftir götunum. Loks mynda stóru fletirnir svo traustan ramma um sviðið, að engin hætta er á, að persónurnar mis- stígi sig. Þegar ég segi: persónurnar — er ég ekki að tala um fólkið, sem Vermeer málaði. Lita- flekkir geta líka verið einstaklingar. Þeir hafa að jafnaði sinn sérstaka svip. En nú langar mig til að gera stutta athugasemd. Því liefur stund- um verið haldið fram, að Vermeer hafi verið dýrkandi yfirborðsins, af því að hann málaði góðborgarana og lýsti umhverfi þeirra svo snilld- arlega. Stundum er fólkið í myndum hans að masa saman og glettast, stundum situr það í hnapp í litlu, hlýlegu stofunni og leikur á hljóð- færi. Við sjáum konu vera að skrifa bréf eða landfræðing með kortabók fyrir framan sig og sirkil í hendi. Á hinn bóginn er bent á Rem- brandt sem innhverfan málara og myndir hans kallaðar: spegill sálarinnar. Þessi skilgreining er fráleit að mínum dómi. Ég held nefnilega, að lýsingar á sálarlífi manna séu ekki neinn mæli- kvarði á dýpt listaverka, heldur almennt sá hæfi- leiki að klæða reynslu okkar f búning litanna — hvort sem hún er ljúf eða sár, stórfengleg cða ósköp hversdagsleg reynsla. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að við íslend- ingar höfum sýnt Þórarni Þorlákssyni nokkurt tómlæti. Við gleymum oft, að í persónu hans fóru saman frábærir listhæfileikar, skörp dóm- greind og einbeittur vilji. Við tökum stundum 38 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.