Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 41
afsprengi meðalmennskunnar fi'am yfir hljóðlátu myndirnar hans. Vermeer frá Delft og Þórarni svipar saman um ýmsa hluti: þeir klæða báðir grindina á klassíska vísu, nota lóðrétta og lárétta grunnfleti óspart, skrautið er æði smágert bæði í hollenzka tjald- klæðinu og íslenzka moldarbarðinu, blái liturinn eða sá fjólurauði leikur tíðum aðalhlutverkið og svo stendur hún upp úr öllu — þessi máttuga kyrrð, Þegar mér flaug í hug að skrifa þessar Iínur, gerði ég leit að samtíma heimildum um Þórarin Þorláksson, en þær voru ekki á hverju strái. Samt rakst ég fljótlega á Ijóðræna grein eftir Al- exander Jóhannesson. Og um leið og ég opnaði bók, sem hafði að geyma tímaritið Óðin frá 1911, vissi ég, að leitinni var lokið. Þarna hafði herra J skráð á spjöldin fyrir hálfri öld margt af því, sem ég hafði hugsað mér að segja og reyndar sitthvað annað, sem er lærdómsríkt fyrir nútímafólk á íslandi. Ég er ekki sammála } um alla hluti. Til dæmis á ég erfitt með að sam- þykkja, að myndir Þórarins beri ef til vill meiri vott um iðni hans og vandvirkni en skarpa lista- mannsgáfu. Mér sýnist nefnilega, að þetta tvennt haldist í hendur í réttum lilutíöllum. Til stað- festingar orðum mínum vil ég benda á, að mál- verk Þórarins hafa síður en svo rykfallið með árunum. Þau hafa dafnað vcl og roðnað með hverjum nýjum degi. En nú skulum við hlýða á J og fylgjast með málflutningi hans: „Listamannsbrautin hefur löngum reynzt þyrn- um stráð í heiminum, og enn vill hún reynast svo öllum þorranum, sem út á hana leggur. Svo hefur það verið í miklu menntalöndunum, þar sem þó fjölmennið er og auðurinn, — nógir til að kaupa og nóg til að kaupa fyrir. Geta má nærri hvernig hún reynist í íslenzka fámenninu og fátæktinni. Hér á landi hlýtur áhættan að vera hvað mest. Til þess þarf mikið áræði að ætla sér á íslandi að lifa af list sinni einni sam- an, — mikinn kærleika til listarinnar og mikla trú á hæfileikum sínum. ísland hefur þá Icngst af vei'ið snautt að listamönnum. „Sem betur fer“ munu þeir segja, sem meta hlutina einvörðungu eftir arðvænleika þeirra. „Því miður“ segja hin- ir, sem vita, hvílíkt uppeldismeðal fagrar listir eru — hvern þátt þær liafa á öllum tímum átt í því að opna augu rnanna fyrir fegurðinni í líf- inu umhverfis þá, auðga andann og göfga til- finningarnar. Þegar vér því minnumst þess, hví- lík áhætta það hlýtur ávallt að vera að ætla sér að lifa eingöngu fyrir listina í voru fámenna og fátæka landi, jafnframt því sem vér hins vegar íhugum, hve jjýðingarmikil ‘köllun slíkra manna er í þjóðfélaginu, — þá ætti það hvorttveggja að vera oss hin mesta hvöt til að láta oss þykjá vænt urn slíka menn og til að stuðla að því eftir megni, að þeir yrðu sem allra minnst varir við þyrnana á þessari braut. Ég er sérstaklega að hugsa um málarana okkar. Við höfum á síðasta mannsaldrinum eignazt tvo slrka, Þórarin og As- grím. Oss er sómi að þeirn báðum. Hins síðar- nefnda hefur áður verið minnzt í Óðni. í þetta BIRTINGUR 39

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.