Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 42

Birtingur - 01.06.1963, Blaðsíða 42
sinn flytur blaðið mynd af hinum fyrrnefnda ogvott um iðni hans og vandvirkni en um skarpa einni af beztu myndunum, sem hann hefur mál- að. Það bar ekki vott um lítið áræði, er Þórarinn Þorláksson fyrir 15 árum — þá kominn fast að þrítugu, — sleit af sér öll þau bönd, sem bundu hann við bókbandsiðnina og hélt til Khafnar til þess að læra prentlist, snauður að öllu öðru en brennandi löngun eftir að verða málari — og nauðsynlegu viljaþreki. Hann hafði þótt fyrir- taks bókbindari. En nú veitti alþingi honum ofurlítinn styrk til þess að svala þessari sterku löngun. Hrakspánum rigndi niður. Menn töldu sjálfsögðustu afleiðingu styrkveitingarinnar þá, að nú misstum við ágætan iðnaðarmann, en fengjum í staðinn ónýtan málara. En Þórarni héldu engin bönd. Frú Þóra Thoroddsen veitti á þeim árum lítils háttar tilsögn í teikningu og pentlist. Hjá henni mun Þórarinn hafa lært frumatriðin og þar vaknað listamanns-ástríðan. í Khöfn dvaldist Þórarinn ein sex ár, og með hans stöku ástundun og elju sóttist námið miklu betur en búast hefði mátt við, svo gamall sem hann var orðinn, er hann byrjar námið reglulega. Lengst af mun hann hafa notið tilsagnar lands- lagsmálarans danska, Har. Foss prófessors, enda er ýmislegt í myndum Þórarins, einkum frá fyrstu árunum hér heima, sem einmitt minnir á myndir þess meistara. Síðan heim kom hefur Þórarinn gert fjölda landslagsmynda. Hann hefur farið allvíða um land og fest á léreftið það, sem hon- um þótti fegurst af því, sem fyrir augun bar. Ef til vill má segja, að myndir Þórarins beri meiri listamannsgáfu, Hann teiknar myndir sínar með mikilli nákvæmni og trúmennsku; flytur ekki fjöllin úr stað, eins og sumum listamönnum hættir til, er þeim finnst þau vera fyrir sér, eða horfa öðruvísi við en þeim gott þykir — á lér- eftinu. Nei, myndir hans „líkjast" ávallt vel. Fyrir mörgum er það fyrsta krafan, sem þeir gera til mynda. Öðrum finnst það aukaatriði, þeir spyrja ekki af hverju myndin sé, hcldur hvernig hún sé gerð. List er list, segja þeir; lík- inguna fáið þið hjá ljósmyndurunum. List Þór- arins i:r þó engin ljósmyndalist, þrátt fyrir ná- kvæmnina. Hann leggur meira og minna af sínu eigin — sinni eigin sál — inn í myndir sínar. í þessu tilliti eru framfarir lians auðsæjar. Því að honum er sífellt að fara fram; hann er sífellt að verða frumlegri og — íslenzkari í list sinni. Sér- staklega eru margar af kveldmyndum hans fal- legar og vel gerðar. Þá leikur hann sér með sterka ljósið og djúpu skuggana. Þykir að vísu ýmsum fjólubláa litarins gæta fullmikið í þeim sumum, en um það tjáir ekki að þrátta. Það má ekki heimta af listamanninum, að hann fari eftir öðru en því, sem honum sýnist sjálfum. Stærsta mynd- in, sem enn liggur eftir Þórarin, er „Áningin" — svipmikil mynd frá Þingvöllum, með góðum lit- um og hreinum dráttum. Vonandi á Þórarinn Þorláksson enn ógerða beztu myndina sína. En skilyrðið fyrir jrví, að hann og aðrir listamenn vorir geti haldið áfram að vaxa og fullkomnast í listinni, er auðvitað fyrst og fremst það, að Jreir 40 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.