Birtingur - 01.06.1963, Qupperneq 44

Birtingur - 01.06.1963, Qupperneq 44
JÓN ÓSKAR: EDDUFRÆÐIN GEGN SKÁLDSKAPNUM (Sbr. dr. Einar Ólafur Sveinsson, Tíminn 22. des. 1963: „Stundum kalla menn atómljóð það sem er alls ekki ljóð, heldur lýriskt óbundið mál. Baudelaire gaf einu sinni út „poemes en prose“. Það voru þess konar smá- þættir. Nafn villir, menn halda að Baudelaire hafi ruglað saman bundnu og ábundnu máli. ...“ Ennþá eru birtar heilar greinar í íslenzkum bók- menntatímaritum til að „sanna“ að rím og stuðlar skeri úr um livað megi 'kalla ljóð og hvað ekki ljóð. Og því miður leggja jafnvel bók- menntafræðingar okkar sitt lóð á vogarskálarnar til að villa þannig um fyrir almenningi. Ég nota hér orðið bókmenntafræðingur í merkingunni eddufræðingur eða fornritafræðingur, en sú merking mun líka skiljanlegust hér á landi. En þegar mikils metnir fræðimenn vega á þennan hátt að íslenzkum samtímaskáldum, er flest leyfa sér að yrkja án stuðla og ríms, þá er þess tæpast að vænta, að óljóðvísir stjórnmálamenn séu s'káldunum hliðhollari en raun ber vitni hér á landi, og ekki von að skáldin nái ævinlega langt í list sinni, þegar allir leggjast á eitt að gera þau ómerk og að engu hafandi. Mest þykir mér þó skörin færast upp í bekkinn, þegar Bau- clelaire er tekinn til vitnis og látið svo sem hann hafi ekki talið „poemes en prose“ vera Ijóð. Um þetta ætti að vera þarflaust að hafa mörg orð. Þeir, sem eitthvað þekkja rit Baudelaires, vita hvílíkar rangfærslur þarna eru á ferðinni. Nægir raunar að benda á þau nöfn eða þá bókartitla sem Baudelaire valdi fyrir þessi ljóð sín, þegar hann hugðist gefa þau út í bók. í tveimur bók- artitlum, sem skáldið lætur sér einkum til hug- ar koma, Poemes nocturnes og Poemes en prose eða Petits poemes en prose, er bein- línis skorið úr um ]tað, að hér séu Ijóð á ferð- inni. Og ef íslenzkur fræðimaður þýðir titilinn Poemes en prose Ljóð í óbundnu máli, þá veitir honum ekki a£ nokkurri kokhreysti til að neita því, að í slí'ku orðlagi felist sú skoðun höf- undar, að ljóð þurfi ekki að vera bundið stuðl- um eða rími. Skiljanlegt er hversvegna Baudelaire vill taka það fram í bókartitlinum, að hér sé um ljóð að ræða. Hann veit vel, þegar hann er að reyna að fá rímlaus Ijóð út gefin eftir miðja nítjándu öld, að margir munu misskilja þessi nýju ljóð og ekki kalla þau ljóð. Hann vill því taka af öll tvímæli um það, hvernig hann sjálfur lítur á þau. Baudelaire var mjög nákvæmur í notkun orða. Þessvegna getur enginn, sem þekk- ir verk lians, efazt um sjónarmið hans. Hinsveg- ar getur hvaða fræðimaður sem er þótzt vita betur en Baudelaire hvað Ijóð sé, og fær enginn gert við því. Mér segir svo hugur, að þeir íslendingar, sem sýknt og heilagt eru að kveða upp harða dóma yfir rímleysuskáldum, viti harla lítið hverskonar dóma þeir eru raunverulega að kveða upp. Má vera að þeir hafi setið of lengi uppi í fíiabeins- turni rímsins eða stuðlanna og ekki gætt þess, að umhverfis turninn var sjálft lífið á ferð og flugi. Samkvæmt skoðunum þeirra mundi nóbelsvcrð- launaskáldið Saint John Perse ékki vera ljóð- skáld. T. S. Eliot þýðir „Anabase" á ensku 1930, 42 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.