Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 3

Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 3
GIANCARLO VIGORELLI: ÓDYSSEIFUR FRÁ PIREUS Róm, október. Hvernig stendur á því að enginn man lengur eftir því að hafa fyrst rekizt á Seferis á síðum beztu bókarinnar sem Henry Miller hefur skrif- að: Risinn frá Markússis, kannski löngu áður en viðkomandi lesandi 'kynntist skáldskap hans. Þegar Miller fór frá Frakklandi í júlí 1939 gekk hann á land á Korfú, gestur Lawrence Durrels, og fyrir milligöngu Katsimbalis í Aþenu kynntist Miller skáldinu sem nú hefur hlotið Nóbelsverðlaunin: „Maðurinn sem hefur þraut- raektað með sér þennan varanleikans anda sem allstaðar er nálægur í Grikklandi og ihefur með honum magnað allan sinn skáldskap er Giorgio Seferiades, sem skrifar undir nafninu Seferis. Ég þekki aðeins skáldskap hans af þýðingum, en jafnvel þótt ég hefði ekki lesið ljóð hans myndi ég telja að þetta sé sá maður sem örlög hafa kjörið til að rétta áfram kyndilinn." Við hljótum að játa að Miller sýndist rétt fyrir meira en tuttugu árum, og ekki eingöngu hafi Seferis verið fær um að rétta kyndilinn áfrarn heldur var liann verðugur að taka hann úr hvít- um höndum ekki lakari manna en Mallarmé og Valery og hinum jarðneskari höndum T. S. Eliot. Þegar dómararnir í konunglegu sænsku akademíunni veittu Quasimodo Nóbelsverðlaun- in virtist mega ætla að þeir hygðust hvíla sig á hinni „hreinu Ijóðlist" (poesia pura). En með því að verðlauna Saint-John Perse í gær og Se- feris í dag, sem báðir eru skáld og diplomatar í senn, þá bendir allt til þess að þeir ætli ekki að setja þessa skáldlistargrein á ellilaun, þrátt fyrir skorður tímans og starfsferils. Ekki neita ég því að Perse sé skáld og Seferis er honum meiri, en báðir eru síður frömuðir heldur fremur sið- gotungar í samtímaljóðlist. Þeir halda öllum tignarmerkjum þeirrar listar; reyndar er ljóðlist Jreirra alltof aristókratisk, og eftir alltof miklar skyldleikagiftingar innan þeirrar greinar er svo komið að engin eru afkvæmin. Þó gætti hjá Se- feris í upphafi skáldferils hans upprunalegs al- þýðlegs tóns og arftekinnar kliðmýktar, og þess ber að geta að á síðustu árum hefur komið á daginn að hann hefur megnað að losa sig úr prísund ‘hinnar hreinu ljóðlistar og það hetur gert honum kleift að leita af nýju rótfestu „í gróðurmold sinnar þjóðar" — einsog Miller komst að orði — enda þótt fæddur sé Seferis í Smyrnu og því „asískari en nokkur annar Grikki" og í honum blandist eðlin tvenn, forn ofsi og nærstæðari mýkt. „Mildur ljúfur þróttmikill — enn er vitnað í Miller sem er svo hittinn að lýsa honum — fær um að koma á óvart með krafti og leikni í athöfnum sínum ... stundum minnti hann mig á villisvín sem hafði misst vígtönnina í æðislegu einvígi út af ást og guðmóði í rödd hans ómaði angurvær tónn einsog hin heittelsk- aða, hin dáða gríska grund hefði hugsunarlaust og af vangá eyðilagt hina hvellu hljómfylli ösk- ursins ...“ Vinátta Millers og Seferis er staðfest í upptalningunni í Books in my life en þó fyrst og fremst lýst í hinum viðamiklu bréfa- skiptum milli Lawrence Durrels og Henry Mill- BIRTINGUR 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.