Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 10

Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 10
flöskur af konna og pakkar þeim inn með vand- virkni verzlunarmannsins: Við höfum það eins og vant var í vor ekki satt? Allt í lagi, ég hef nefnilega séð um að skipshöfn- in á þeim bátum sem ég hef verið á geri alla vorverzlun hjá Inga, — en þó skömm sé frá að segja hefur hann ekki fylgzt betur með í vetur en þetta: ég ræ á trillu við annan mann. Strákarnir litu hýru auga til böggulsins og nú sagði Dolli að við skyldum marséra heim til kellu sinnar. Jæja Sissa er nú ekki meiri kelling en það að hún er á tuttugasta og þriðja ári og þau eru búin að vera gift í tvö ár eða svo. Hún tók mætavel á móti okkur og blessaði mig þegar hún sá koníakið koma úr umbúðunum. Lítil íbúð engvir krakkar og allt í lagi. Hún hreytti svolítið í Dolla fyrir að fara svona með leppana, sagði þó að það kostaði hann bara meira puð og kom með heitt vatn og glös og settist hjá oklkur við borðið. Til að byrja með hélt ég hún væri svona mjúk á manninn af því ég var ekki dag- legur gestur eða kannski væri hún svona fegin að sjá Berg af því ég þekkti hana ekki. En Sissa er ekki öll þar sem hún er séð: hún les, já það er satt, kona Dolla og les, ekki þannig að ég sé að lasta Dolla hann er ágætur út af fyrir sig, en ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvers- vegna Bergur og Finnur hafa svona mikið sam- an við hann að sælda, en nú kemur það í ljós: Sissa var ekki fyrr búin að fá sér sopa úr glas- inu en hún horfði á mig þessum brúnu heitu augum og sagði: Elsku gamli minn farðu nú með eitt ljóð fyrir mig, þú fórst með kvæði fyrir okkur í fyrra manstu gullfalleg, en ég var svo full, gerðu það. Ég hef víst verið laglega fullur sjálfur, ekki man ég eftir þessu. Manstu ekki eftir strandveizlunni, sem strá'k- arnir héldu í fyrravor áður en þeir fóru á síld- ina, bál og vín og faðmlög, andskoti ertu sljór. Þó að þetta sé það eina scm ég hef til brunns að bera að kunna slatta af Ijóðum þá verð ég að segja eins og er, þetta kemur mér alltaf jafn- mikið á óvart: Flökunargæsin Sissa sem ég hélt vera eina af þessum loftbólum elskar ljóð. Með- an ég þyl nokkrar af mínum uppáhalds perlum horfir hún beint á mig hlutlaus og frjáls en smátt og smátt sígur hún inn í sjálfa sig og er öll í ljóðinu. Það rymur öðruhvoru í Dolla og hann drekkur fast og þegar ég lýk máli segir hann: Ég fatta ekki hvað ukkur finnst varið í þetta, fatta það bara ekki. Þá vaknar Sissa og segir: Þú ert nú bara kroppur elskan, farðu nú og legðu þig og svo vaknarðu og ferð í bað og nýju fötin og svo förum við á ballið. Dolli grettir sig þegjandi, farinn að þreytast og sljóvgast í augum. Bergur situr hljóður yfir glas- inu dálítið melankólskur á svipinn, hann elskar ljóð eins og Sissa. Svo horfir hann á Dolla og brosir þessu barnalega hjartnæma brosi, slær á öxlina á félaganum og segir: Já gerðu það Dolli minn þú verður eins og greifi á eftir. 8 BIRTINGTJR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.