Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 23

Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 23
skipan sína“ (op. cit bls. 181). Eins og áður var sagt, verður þetta „þrep“ samtímis því, að líf- veran fer að ganga upprétt. Séð í heild kemur það fram í „mönnum" („hominisation") tegund- arinnar: „Samkvæmt hverjum þeim ættlegg, sem mannfræðin getur um, er liið mannlega að skýr- ast og vaxa." (op. cit bls. 181). Þannig verður nú til „hvel andans" (noosphere), sem tekur við af „sálarhveli" (psychosphére), sem er ávöxtur „líf- hvelsins" (biosphére), sem er fullkomnun „jarð- hvels“ (géosphére), svo að greind sé í öfugri röð sú þróun, sem áður var minnzt á. Við skulum athuga þetta nokkru nánar: „Mað- urinn er ekki einungis ný dýrategund, eins og jafnan er talað um. Hann er ímynd og byrjun að nýrri tegund 1 ífs“ (Réflexion sur l’En- ergie) (greinarhöf. undirstrikar). Eins og við var að búast heldur lífið áfram að vaxa frá frum- manninum að Neanderthalmanninum og frá honum að homo sapiens. Með þeim síðastnefnda virðist endir bundinn á þróunina líffræðilega séð. Svo virðist sem maðurinn sýni svo flókna og fullkomna líffærafræðilega byggingu, að litið geti ekki betur gert. Merkir þetta, að þróuninni sé lokið? Alls ekki og einmitt 'hér verður kenn- ing T. de Chardin heillandi í frumleik sínum og vídd. Þróuninni er að vísu lokið líffærafræði- lega, en þá hefst þjóðfélagslega þróunin, sem er lika einn þáttur í viðleitni lífsins og stefnir að sama marki, samkvæmt sömu lögmálum, í sama anda. Þetta sjáum við, ef við lesum söguna á ný: í upphafi er ættkvíslin (clan), þá ættbálkurinn (tribu) og síðan fyrsti vottur eiginlegrar þjóðfé- lagslegrar heildar (þegar maðurinn uppgötvar eldinn). Síðan verða til frumstæðar menningar- heildir, sem spanna f fyrstu yfir hópa, síðar þjóðir, og er menningarheild Vesturlanda fram til þessa skýrasta dæmið um það síðarnefnda. Og hvað verður síðan? Hér göngum við inn á svið framtíðarinnar. Verður næsta stigið ein alls- herjar menningarheild, eins og ætla mætti, ef litið er á sumar stofnanir á okkar tímum, sem notfæra sér hinar ýmsu tæknilegu uppgötvanir nútímans (sérstaklega í samgöngum og frétta- flutningi)? Framtíðin mun skera úr þessu. En rétt er að taka J)að fram, að hægt væri að draga upp mynd af ,,tré Jjjóðfélagslegrar þróunar”, sem í öllu tilliti væri sambærilegt „lífstrénu“. Þá kæmu fram nær sömu atriði og þau, er ráða mátti af mynd „lífstrésins“. Stofninn greinist, tilraunir eru gerðar og misheppnast: menningarheildir líða undir lok (menning Maya, Polynesíu, forn- menning Indverja, Kínverja og Egypta). Hér sjá- um við enn, að þróunin virðist hafa ætlað sér farveg um kjörgrein, sem gæti bent á Jiað, hvert þróunin stefndi. Ef til vill er stefnan menning Vesturlanda? Vert er að athuga, að kenning T. de Chardin er ekki eins ósveigjanleg og hin hreinræktuðu „ab- strakt“ kenningakerfi. Ógerlegt er að greina hana frá lífinu sjálfu, enda er hún gædd sveigj- anleika þess og yl. Reyndin er sú, að þegar komið er á þetta stig, sézt, að Jjróunin tekur á sig nýja BIRTINGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.