Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 24

Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 24
mynd. Hér var áður rætt um „hvel andans" („noosphére"). Skal það nú skýrt frekar. „Gagn- stætt því, sem almennt er álitið eða þegjandi fall- izt á, er hinu skapandi tímabili þróunarinnar ekki lokið, þegar fram kemur tegundin maður. Vegna þess, að hver einstakur er fær um íhugun, kemur fram hjá manninum sá furðulegi eigin- leiki að geta fundið summu heildarinnar í sjálf- um sér. Þannig getur maðurinn fært út um allan geiminn þann kjarna lífsframvindunnar, sem verður undir vissum kringumstæðum til þess að efnið skipast í sífellt flóknari eindir eðlisfræðilega og sálfræðilega sífellt bundnari einni miðstöð. Þannig eru að spinnast um okkur vefur og vitund „hvels andans“ (noosphére), og er hér ekki um að ræða neina þá einingu, sem viðurkennd er eða líffræðin hefur séð fyrir fram til þessa." (Le rebondissement humain de l’Evo- luiton, Revue des Questions scientifiques, avril 1948, bls. 166). í stórum dráttum þýðir þetta, að maðurinn sé ekki enn fullþroska sem tegund. Hann á eftir að verða „hámennskur" (ultra-hu- main). Eitt ætti að vera honum mikil stoð á þeirri braut. Frá því á 18. öld hefur hann verið að gera grundvallaruppgötvun, merkilegustu uppgötvun, er saga mannsins getur um. Hann hefur uppgötvað þróunina, eða eins og J. Hux- ley segir, „sköpunin hefur öðlazt vitund um sjálfa sig“. Jafnframt hefur manninum orðið ljóst, að hann býr yfir furðulegum mætti: Hann getur haft áhrif á þróunina eins og n'frjustu upp- götvanir á sviði kjarnfræði, líffræði og jafnvel þjóðfélagsfræði sýna, stundum allóhugnanlega. Af þessu er ljóst, að það er maðurinn sjálfur, maður nútíðarinnar, maðurinn sem þjóðfélags- leg heild, sem hefur nú í tvö hundruð ár verið að taka stökkbreytingu. Það er freistandi að álíta, að við séum einmitt nú að lifa eitt af þeim „þrepum", sem áður var getið. Maðurinn á eftir að hefjast handa, finna stefnu þróunarinnar, þá stefnu, sem hún ein hefur markað án hjálpar hans um margar þúsundir ára. Maðurinn verður að vinna með þróuninni, segja mætti, að hann yrði að valda henni sjálfur. Með þessu er mann- inum ætlaður ótrúlegur virðingarsess, svo svim- andi hár, að hann ætti að geta orðið hvatning þeim, sem hafa látið hugfallast. En jafnframt er manninum lögð á herðar þung ábyrgð, sem get- ur orðið honum til hörmungar. Hvað sem öðru líður, er hér um að ræða vandamál, sem er svo alvarlegs eðlis og svo tímabært, að óþarfi er að lýsa því frekar. En þörfin fyrir hið algilda (ab- solu) knýr manninn til að hefjast handa, þessi eilífa þörf hans, sem skáld og hugsuðir lýsa bezt. „Því meir sem maðurinn „mannast", því síður sættir hann sig við að þokast áfram nema því aðeins, að hið nýja sé óendanlega og óhaggan- lega nýtt. Eitthvað af hinu algilda er einmitt fólgið í þessari viðleitni hans." (Phen. humain bls. 257). Ef mönnum fyndist þeir vera að kikna undan þunga þessa 'hlutverks, ætti hin alvöru- blandana bjartsýni T .de Chardin að hjálpa þeim til að sigrast á kvíðanum. Ef við höfum áhrif á gang lífsins, eigum við að vísu á hættu 22 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.