Austurland


Austurland - 28.02.1985, Qupperneq 1

Austurland - 28.02.1985, Qupperneq 1
Austurland 35. árgangur. Neskaupstað, 28. febrúar 1985. 9. tölublað. HJÓLASTILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 Reyktur fískur hjá SVN Nú nýlega var hafin fram- leiðsla á reyktum fiski hjá frysti- húsi Síldarvinnslunnarhf. íNes- kaupstað. Framleiðslan fer fram á efstu hæð frystihússins þar sem áður var niðurlagningarverksmiðja, sem starfrækt var síðast fyrir áratug. Stofnkostnaður við að koma reykstöðinni upp var ekki mikill þar sem reykofnar voru til fyrir og aðeins var keypt vacúm- pökkunarvél. Hægt er að fram- leiða um 300 kg af reyktum fiski á dag og nú vinna 6 manns við framleiðsluna. Framleiðslan hefur gengið vel og hingað til hefur verið reykt ýsa, karfi, grálúða og síld. Hafa þessar afurðir þótt góðar og selst vel. Auk reykingarinnar er sagaður niður frystur fiskur og vacúm-pakkaður. f>á mun nú á næstunni verða farið að marin- era síld til að selja í verslunum. Már Lárusson yfirverkstjóri hj á S VN hefur haft veg og vanda af því að koma þessari auknu vinnslu á fiskafurðum af stað ásamt Júlíusi Haraldssyni sem er verkstjóri í reykstöðinni. í tilefni þessarar auknu fram- leiðslu var haldin fiskkynning í reykstöðinni og gafst mönnum þar kostur á að bragða á fram- leiðslunni og kaupa á sérstöku kynningarverði. Að sögn Más Lárussonar þá mættu 4 - 500 Norðfirðingar á fiskkynninguna og seldist allt upp sem á boðstól- um var. Telur Már að neysla fiskafurða hér í bæ hafi aukist mikið nú á síðustu vikum. Már sagði ennfremur að afurðir reykstöðvarinnar væru nú seldar um allt Austurland og verið væri að koma þeim á markaði í Reykjavík og Akur- eyri. Telur hann að þegar nægra markaða hefur verið aflað þá verði um 12 - 15 manns í vinnu í reykstöðinni. G. B. Allt seldist upp, sem til sölu var. Frá aðalfundi AB Eskifirði Aðalfundur Alþýðubanda- lags Eskifjarðar var haldinn sunnudaginn 24. febrúarsl. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru mjög til umræðu fjármál félagsins og flokksins. Pótti hið nýja innheimtukerfi flokks- gjalda hafa gefist illa og ekki síst fyrir þá sök, að ekki hafi verið nógu vel unnið að þessum mál- um á höfuðvígstöðvunum. Sam- þykkt var að reyna að bæta úr stöðu fjármálanna í heild og vinnur stjórnin nú að því. Ný stjóm var kjörin og skipa hana: formaður Hjalti Sigurðsson, varaformaður Guðrún Gunn- laugsdóttir, ritari Margrét Óskars- dóttir og gjaldkeri Rannveig Jóns- dóttir. Meðstjómendur eru Hildur Metúsalemsdóttir, Jómnn Bjama- dóttir og Ölver Guðnason. Bæjarmálaráð skipa: Guðni Óskarsson, Sigurður Ingvars- son, Vilborg Ölversdóttir, Þor- björg Eiríksdóttir og Guðni Þór Magnússon. Starfsnefnd um AUSTUR- LAND skipa: Guðjón Björnsson, Guðni Óskarsson og Ölver Guðnason. Endurskoðandi var kosinn Guðni Óskarsson. M. Ó. I B. S. „Nammi, nammi, namm.“ Kísilmálmverksmiðjan: Árangurslausar viðræður í Bandaríkjunum Áskorun Halldórs Árnasonar um að hefja framkvæmdir vísað frá Föstudaginn 22. febrúar fóru fram íBandaríkjunumviðræður sendinefndar Sverris Her- mannssonar, iðnaðarráðherra við Dow Corning samsteypuna um eignaraðild að kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði. Var ljóst af ummælum iðnaðarráð- herra fyrirfundinn, að hann batt miklar vonir við, að þetta er- lenda fyrirtæki féllist á aðild að verksmiðjunni á þessum fundi. Ekkert slíkt gerðist og er verk- smiðjumálið áfram í strandi hjá ráðherra og ríkisstjórn. Sj ómanna verkfallið Nú hefir sjómannaverkfallið staðið ! 12 daga og allt er í óvissu um lausn þess. Það eru einkum tvö atriði, sem mest ber í milli um, en það er kauptryggingin og kostnaðarhlutdeild sjó- manna í útgerðarkostnaði. Ef dæma má af þeim fréttum, sem borist hafa út af samninga- fundum, hefir einhver hreyfing verið á þeim þáttum samning- anna, sem ekki snerta kaup- trygginguna. Óvíst er þó, hvort sú hreyfing er nægileg til að vænta megi lausnar á deilunni alveg næstu daga. Verkfallið er þegar farið að hafa áhrif á atvinnu fiskvinnslu- fólks í landi og í næstu viku blas- ir ekkert annað en atvinnuleysi við þúsundum verkafólks um land allt. Starfsfólki frystihús- anna hefir víðast verið sagt upp störfum miðað við næstu helgi, en vinna mun verða eitthvað lengur hjá þorra þess fólks, sem vinnur við saltfiskverkun. Ekki hefir enn heyrst, að stjórnvöld hafi áttað sig á þessu ástandi. B. S. Á stjórnarfundi í Kísilmálm- vinnslunni hf. þriðjudaginn 26. febrúar kom síðan til afgreiðslu tillaga frá Halldóri Árnasyni, fulltrúa Aiþýðubandalagsins þess efnis, að stjórn verksmiðj- unnar skori á iðnaðarráðherra að leita nú þegar eftir heimild ríkisstjórnarinnar til að hefja framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar, þannig að byrjað verði á komandi vori. Sagt var frá þessari tillögu í blaðinu fyrir tveimur vikum. Geir Haarde, stjórnarformaður og aðstoðarmaður fjármálaráð- herra flutti frávísunartillögu við áskorun Halldórs og var frávís- unin samþykkt með 5 atkv. gegn atkvæði Halldórs, en Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri á Fjárhagsáætlanir bæjar- og hafnarsjóðs Seyðisfjarðar voru lagðar fram á bæjarstjórnar- fundi 25. þessa mánaðar til fyrri umræðu. Heildartekjur hafnar- og bæjarsjóðs eru 38.2 milljón- ir, sem er 35% hækkun frá áætl- un síðasta árs. Heildartölur gjalda eru 33.5 milljónir, sem er um 38% hækkun frá áætlun síð- asta árs. Helstu tekjuliðir bæjarsjóðs eru: útsvör 16.2 millj., aðstöðu- gjöld 3.8 millj. og fasteignagjöld 3.7 millj. Álagningarprósenta útsvars var 11% árið 1984 og er áætluð sú sama í ár. Helstu tekjuliðir hafnarsjóðs Reyðarfirði sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Látið er að því liggja, að ræða eigi við Elkem og fleiri erlenda aðila á næstu mánuð- um og að Dow Corning vilji skoða stofnkostnað og fleira varðandi verksmiðjuna. Ekkert bendir þó til, að erlendir aðilar fallist á þátttöku í verksmiðj- unni á næstunni nema þá með afarkostum og líkurnar á, að eitthvað hreyfist í framkvæmd- um á þessu ári fara dvínandi með hverjum mánuðinum, sem líður. Ástæðan er sú afstaða Sverris Hermannssonar að koma verksmiðjumálinu í hend- ur útlendinga. Sú stefna er orðin dýrkeypt í þessu máli fyrir Aust- firðinga og þjóðarbúið. eru: vörugjöld 2.2 millj., afla- gjöld 1.8 millj. og útskipunar- gjöld 1.7 millj. Aðalframkvæmdir bæjarins samkvæmt fjárhagsáætlun verða: varanleg gatnagerð 7 millj., sjúkrahússbygging 4.5 millj., skólabygging 3.6 millj., vatnsveita 2.5 millj. og upp- tökuaðstaða við dráttarbraut I millj. J. J. I S. G. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið Seyðisfjörður: Fj árhagsáætlanir bæjar- og hafnarsjóðs

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.