Austurland


Austurland - 28.02.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 28.02.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 28. FEBRÚAR 1985. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað — S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Auglýsingaútvarp íhaldsaflanna Frumvarp til nýrra útvarpslaga er aftur komið á dagskrá Alþingis eftir að menntamálanefnd Neðri deildar hefur um það fjallað frá því sl. haust. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni skila sameiginlegu áliti og breytingartillögum við frumvarpið en stjórnarandstöðuflokkarnir skila sínu álitinu hver. Þannig stendur fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í nefndinni, Hjörleifur Guttormsson, að sérá- liti og mörgum breytingartillögum við frumvarpið. Meginágreiningurinn um frumvarpið snýst um það, hvort heimila skuli auglýsingar í svæðisbundn- um útvarpsstöðvum og um eignarhald á dreifikerfum útvarpsstöðva. Alþýðubandalagið stendur eindregið gegn því að heimila auglýsingar í nýjum útvarps- stöðvum og leggur áherslu á, að dreifikerfi þeirra sé í opinberri eigu til að koma í veg fyrir einokun fjár- sterkra aðila. Þrátt fyrir stór orð framsóknarforystunnar sl. haust um andóf gegn stefnu Sjálfstæðisfokksins í útvarps- málinu, liggur það nú fyrir, að hörðustu íhaldsöflin í báðum stjórnarflokkum hafa náð saman um að heimila auglýsingar í nýjum útvarpsstöðvum og af- henda þar með gróðaöflum í þjóðfélaginu aðgang að fjölmiðlun í útvarpsrekstri Bindiefnið í afstöðu stjórnarflokkanna er ekki síst hinn fyrirhugaði fjölmiðlarisi ísfilm, sem er helm- ingaskiptafélag SÍS og gróðafélaganna, sem gefa út Morgunblaðið og DV. Bandalag jafnaðarmanna vill raunar ganga enn lengra en íhaldsöflin varðandi hömlulaust auglýsingaútvarp og fulltrúi Alþýðu- flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson hefur einnig tekið undir auglýsingar utan Ríkisútvarpsins. Vert er að vekja athygli á, að á öðrum Norðurlöndum leggjast vinstri flokkar og sumir miðflokkar eindregið gegn auglýsingaútvarpi á sama hátt og Alþýðubanda- lagið. í umræðum og tillögum um endurskoðun útvarps- laga leggur Alþýðubandalagið megináherslu á eflingu Ríkisútvarpsins um leið og flokkurinn vill útvíkka lýðræðislega umræðu með því að heimila starfrækslu svæðisstöðva án auglýsinga og áhrifa fjársterkra að- ila. Vinstri menn þurfa að fylkja sér um slíka lýðræðis- lega fjölmiðlun gegn auglýsingaútvarpi íhaldsafl- anna. Frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands Eins og félagsmönnum er kunnugt, var aðalverkefni sam- takanna á sl. sumri að láta kanna og skrá á náttúruminjaskrá staði á norðanverðu félagssvæðinu og nutu til þess styrks úr Þjóðhátíð- arsjóði, sem gerði samtökunum kleift að ráðast í þetta verkefni. Á næsta sumri er fyrirhugað að samtökin beiti sér fyrir rann- sókn á lífríki Hjaltastaðarblár, en hún hefur lengi verið á nátt- úruminjaskrá. Náttúrugripasafn Neskaupstaðar mun sjá um framkvæmd verksins. Þetta er allumfangsrnikið verk, og fjárhag félagsins ofviða nema að til þess fáist allmikill styrkur, sem sótt hefur verið um. Þetta er aðkallandi verkefni, því sú hugmynd hefur komið upp að taka hluta af svæðinu (óvíst hvað stóran) undir kurlskóg, sem rækta þarf í sambandi við kísil- Kvennastefna AB Konur í Alþýðubandalaginu gangast fyrir kvennastefnu í Ölfusborgum 9. og 10. mars nk. Dagskrá kvennastefnunnar er þannig: 1. Atvinnu- og kjara- mál. 2. Staða heimavinnandi fólks. 3. Baráttuleiðir kvenna. 4. Störf kvenna í AB-Kvenna- fylkingin-Fundaröð ívor. Fram- söguræður verða haldnar um hvern málaflokk fyrir sig, al- mennar umræður verða og starfshópar fjalla um dagskrár- málin. Kvennastefnan er opin öllum konum í Alþýðubandalaginu og öðrum stuðningskonum flokksins. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast skrifstofu flokksins, Hverfisgötu 105, Reykjavík, sími 91-17500 fyrir 1. mars. Þær konur, sem hafa í huga að taka börn með, eru beðnar að taka það fram við þátttöku- tilkynningar. Nánari upplýsingar um kostn- að o. fl. eru veittar á skrifstof- unni, en kostnaði verður mjög í hóf stillt og verður jafnað niður, þannig að hann verður greiddur niður fyrir þær konur, sem eiga langt að sækja. B. S. Kirkja Messa í Norðfjarðarkirkju nk. sunnudag, 3. mars kl. 1400 e. h. Æskulýðsdagur kirkjunnar. Ingunn Sveinsdóttir predikar. Allt æskufólk velkomið. Sóknarprestur. málmverksmiðju. Niðurstöður þessara rannsókna þurfa að liggja fyrir áður en ráðist er í að taka af þessu svæði til neinna nota, sem valda breytingum á því. Önnur verkefni munu því verða að bíða. Sl. sumar voru, eins og að undanförnu, sendir gíróseðlar til félagsmanna vegna árgjalds. Því miður hefur þessum seðlum á undanförnum árum verið dreift á óheppilegum tíma, bændur í heyskaparönnum og aðrir e. t. v. út um hvippinn og hvappinn í sumarleyfum, sem hefur valdið því, að menn hafa oft ekki greitt seðilinn við móttöku. Það er staðreynd að slíkir seðlar, sem menn fara að geyma, vilja stundum gleymast, ekki síst ef um litlar upphæðir er að ræða, og svo hefur farið með allt of marga af árgjaldsseðlunum frá 1984. Meðal þeirra, sem gleymt hafa seðlunum eru margir af mestu áhugamönnunum um viðgang félagsins. Þessi gleymska veldur því að félagið er ekki alveg skuldlaust um áramót. Stjórn samtakanna hefur hug á að finna hentugri tíma til að senda út gíróseðlana, og eru menn beðnir að greiða þá við fyrsta tækifæri þegar þeir berast. Fyrir hönd stjórnar NAUST, Sigurður Björnsson. Rýmingarsala! ^ Gamlarvörurognýjaráótrúlega lágu verði Fatnaður, skór, íþróttavörur o. fl. ^ Já, allt á að seljast og því lækkum við verðið niður úr öllu valdi ★ Aðeins þessa viku, en opið á laugardag ef eitthvað verður eftir Opið alla dagal-10 VERSLUN — S7707 Árshátíð Mjófirðingafélagsins verður haldin í Egilsbúð laugardaginn 2. mars 20 ára afmæli félagsins Heitur matur Húsið opnað kl. 2000 Borðhald hefst kl. 2030 Miðasala föstudag kl. 18 — 20 Mætum öll hress og kát Nefndin NESKAUPSTAÐUR Frá bæjarsjóði Neskaupstaðar 1. gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðugjalda 1985 var 1. febrúar sl. 1. mars nk. reiknast 3.75% dráttarvextir á öll vanskil Gjalddagi2. hluta fasteignagjalda 1985 er 15. mars Fjármálastjórinn í Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.