Austurland


Austurland - 28.02.1985, Síða 4

Austurland - 28.02.1985, Síða 4
Austurland Neskaupstað, 28. febrúar 1985. Austfjarðaleið hf. s ÞAÐ ER LÁN /ÍSíí\ AÐ SKIPTA VIÐ S ? ® 4250 og 7713 T--Í Auglýsingasími SKÍÐAFERÐIR 1 -—5« AUSTURLANDS SPARISJÓÐINN AFSLÁTTARKORT er 7756 Sparisjóður Norðfjarðar Yerdur ME lokað á morgun? NEISTAR Yinnustöðvun framhaldsskólakennara mun ekki hafa áhrif á starfsemi annarra skóla á Austurlandi Eins og lesendum blaösins er kunnugt, mun mikill meirihluti framhaldsskólakennara á land- inu leggja niður störf á morgun, 1. mars, vegna óánægju með launakjör. Er hér þó einvörð- ungu um að ræða kennara, sem eru í Hinu íslenska kennarafé- lagi, sem á aðild að Bandalagi háskólamanna (BHM). AUSTURLAND kannaði nú í byrjun vikunnar, hvaða áhrif vinnustöðvunin hefði á starfsemi þeirra skóla, sem bjóða upp á nám á framhalds- skólastigi hér í fjórðungnum. í Heppuskóla á Höfn er ein- ungis einn kennari í Hinu ís- lenska kennarafélagi og mun hann ekki leggja niður störf. Sömu sögu er að segja um Al- þýðuskólann á Eiðum og Seyð- Hér birtast niðurstöður úr verðkönnun sem gerð var á hársnyrtistofum í Neskaupstað, á Eskifirði og Reyðarfirði 22. - 25. janúar sl. Til samanburðar er birt meðalverð, auk hæsta og lægsta verðs eins og það reynist vera á sama tíma á öllum hár- snyrtistofum á höfuðborgar- svæðinu. isfjarðarskóla. í báðum þessum skólum er einungis einn kennari í HÍK, og hafa þeir ekki sagt upp störfum sínum. í Framhaldsskólanum í Nes- kaupstað eru þrír kennarar fé- lagsmenn í HÍK, og er ljóst, að þeir munu ekki leggja niður störf, þannig að starfsemi skól- ans mun halda áfram með eðli- legum hætti. í öllum framangreindum til- vikum eru kennarar í HÍK í miklum minnihluta í skólum sínum, en meirihluti kennara- liðsins í Kennarasambandi íslands, sem ekki stendur að þessum aðgerðum framhalds- skólakennara. Ef kennarar í HÍK legðu niður störf í þessum skólum, myndi það ekki hafa þau áhrif, að starfsemi skólanna Auk verðs var einnig kan,nað hvort stofurnar færu eftir þeim reglum, sem settar hafa verið um verðupplýsingar á hársnyrti- stofum. Allar stofurnar höfðu uppi á áberandi stað verðskrár innan dyra, en engin þeirra hafði hins vegar verðskrá uppi við inngöngudyr og sem sést utan frá, eins og nýlegar reglur segja til um að skuli vera. legðist niður, en hins vegar myndi það valda mikilli röskun og bitna misjafnlega hart á nem- endum. Allt öðru máli gegnir um Menntaskólann á Egilsstöðum. Þar eru allir kennarar nema tveir í HÍK og hefur því mikill meirihluti kennaraliðsins sagt upp störfum. Samkvæmt upp- lýsingum Helga Ómars Braga- sonar áfangastjóra í Mennta- skólanum reikna kennarar þar með að ganga út á morgun. Að mati Helga þyrfti mikið að ger- ast til þess að þeirri ákvörðun yrði breytt. Ef til þess kemur, að kennar- ar þeir við Menntaskólann, sem sagt hafa upp störfum, geri al- vöru úr hótun sinni, má Ijóst vera, að stofnuninni verður lok- að á morgun með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir nem- endur hennar. NEYTENDAHORNIÐ Hársnyrting - verðkönnun Eskifjörður Trausti Reykdal Reydarfjöröur Hárskerinn Neskaupstaður Sveinlaug Meðal- verð Höfuðborgarsvæðið Hæsta verð Lægsta verð Karlmenn Hárþvottur 130 66 60 83 165 40 Formklipping .... 240 260 250 292 417 190 Formblástur .... 190 211 390 100 Hárþurrkun .... 119 0 87 39 189 0 Skeggklipping . . . 130 180 170 161 250 50 Konur Hárþvottur 130 66 70 79 165 40 Formklipping .... 290 300 310 311 1» 460 215 Permanent stutt hár . 880 890 ♦. OO 'Vi O 844 1095 600 Permanent axlarsítt hár 970 990 950 958 1380 650 Hárlagning stutt hár . 260 250 330 305 460 190 Hárlagning axlarsítt hár 260 250 350 340 460 195 Formblástur stutt hár 120 160 150 306 442 120 Formblástur axlars. hár 150 160 150 344 486 120 Lokkalitun stutt hár 480 580 550 547 749 250 Lokkalitun axlarsítt hár 567 680 655 629 934 280 Böm Formklipping drengja 220 180 205 239 358 150 Formklipping stúlkna 220 180 l 205 242 • 358 165 Hárþurrkun .... 0 0 0 17 189 0 Frá Verðlagsstofnun. Konur allra landa . . . Berit Ás fæddist 1928. Hún starfar sem vísindakona á sviði félagssálfræði og sem sósialist- isk stjórnmálakona. í bókinni „Kvinner i alle land . . tekur hún saman nokkrar greinar og ræður sem hún hefur flutt um víða veröld á tímabilinu 1970 - 1980. Bók þessa má líta á sem hagnýtt verkfæri í kvennabaráttunni. Það er því ekki úr vegi að færa aukið líf í nokkra af þeim „neistum" sem Berit hefur kveikt, einmitt með því að kynna hugmyndir hennar í okkar ágæta blaði AUSTUR- LANDI. Mun það gert í fjór- um örstuttum greinum, og er þessi grein fyrst þeirra. Berit Ás bendir á að nútíma tækni eins og sími og bílar hafa aukið möguleika kvenna til að komast í samband hver við aðra, ræða sameiginleg mál og velta fyrir okkur stöðu okkar í tilverunni. í slíkum umræðum fæðist hugtakið „kvennamenn- ing“. KVENNAMENNING-orð- ið felur í sér að það er eitthvað sem við konur höfum sameig- inlegt. Einnig fæðir orðið af sér andstæðu sína „karlamenn- ing“. Við segjum oft að karlar stjórni heiminum. Karlar stjórna þróun vísindanna. í opniberum ræðum og skrifum benda þeir okkur á Iögmál lífs og heims. En er það víst að „lögmál“ karla séu lögmál allra manna? Ef til vill væru heimsmál og heimamál á ann- an veg hefði reynslu kvenna og þekkingar notið þar við. En sameiginleg menning okkar kvenna er ekkert sem við getum hver og ein hrist fram úr erminni með 40 sætum á Alþingi eða einhverju því um líku. Menningokkarerbækluð og ósýnileg af aldagamalli drottnun karlveldisins. Það mun vera nauðsynlegt skref í átt að auknu frelsi að draga kvennamenninguna fram í dagsbirtuna. Við þurfum að skilja samhengið milli reynslu okkar, hugsana og gerða. Við þurfum að skilja samhengið milli okkar sjálfra og lífsins í kringum okkur. Til þess að bregða birtu á kvennamenn- ingu þurfum við að skilja hvemig farið var að því að gera hana ósýnilega. B. J. / S. S. / S. B. Af starfí Sjálfsbjargar Aðalfundur Sjálfsbjargar f. f., Neskaupstað og nágrenni, var haldinn þriðjudaginn 12. 2. sl. í Sj álfsbj argarhúsinu. Erindreki Landssambandsins, Einar Hjörleifsson var gestur á fundinum. Hann hefur verið með félags- málanámskeið hjá félaginu í janúar 1984 og nú í febr. 1985. Voru þau sæmilega sótt og þótt- ust þeir félagar, sem þar voru, hafa bæði gagn og gaman af. Starfsemi félagsins hefur verið mikil frá síðasta aðalfundi. Á veturna er komið saman annan hvern laugardag, spilað eða ann- að gert sér til gagns og gleði. Einnig annað hvert þriðjudags- kvöld til skrafs og ráðagerða, námskeiðahalds eða til að vinna á basar félagsins. Árviss starfsemi félagsins er: kaffi- og blómasala á alþjóðadegi fatlaðra, 3. sunnudag í mars, nú í ár þann 17. mars, köku- og munabasar laugardag fyrir pálmasunnudag, nú þann 30. mars, happdrættismiðasala í júní og desember ár hvert, blaða- og merkjasala í septem- ber. Félagið hefur til sölu minn- ingakort. Fást þau hjá Nes-apó- teki, formanni félagsins og Jó- hönnu Ármann. Félagsmenn vilja senda öllum sem styrkt hafa félagið undanfar- ið ár á einn eða annan hátt, bestu þakkir. í maí 1984, eignaðist félagið sitt eigið húsnæði að Egilsbraut 5 og er það mikill áfangi. 18. febrúar 1985 hóf félagið að versla þar með garn og Álafosslopa, einnig með föt í umboðssölu. Félagið leigir íbúðina sem or- lofsíbúð og svefnpokapláss á sumrin. 10. september 1984, hélt Sjálfsbjörg 10 ára afmæli sitt há- tíðlegt inni á Kirkjumel. Félagsmenn hafa áhuga á, að hér verði stofnaður verndaður vinnustaður, en margir aðilar þurfa að sameinast, til að það verði framkvæmanlegt. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Unnur Jóhannsdóttir, formaður, Helgí Axelsdóttir, gjaldkeri, Bergljót Einarsdóttir, ritari, UnnurStefánsdóttir, vara- formaður, Róslaug Þórðardótt- ir, meðstjórnandi. Varastjóm: Anna Sigurjónsdóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir, Guðni Þorleifsson, Björg Helgadóttir, Björn Björnsson. U. J.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.