Austurland


Austurland - 03.04.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 03.04.1985, Blaðsíða 1
Austurland Bílasala - Bílaskipti Vantar bíla á söluskrá Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 3. apríl 1985. 14. tölublað. Björgunarafrek Austfírðinga Rétt fyrir sl. helgi lentu þrír flugbjörgunarsveitar- menn frá Akureyri í hrakningum á norðaustanverð- um Vatnajökli og einn þeirra hrapaði niður í jök- ulsprungu, en félagar hans höfðu ekki búnað til að ná honum upp. Þeir gátu látið vita, hvernig komið var og voru björgunarleiðangrar sendir af stað frá Reykjavík, sem áttu lengsta leið á slysstað og frá Akureyri, en þeim sem þaðan fóru var ætlað að fara ófæra leið upp á jökulinn. Yfirstjórn þessara mála sást til að koma að austan og verður hins vegar yfir tryggustu lausn- það að tetjast furðuiegt. ina, þ. e. að fá björgunarmenn Björgunarsveitin Gró á Egils- Eining Blað um framhaldsnám á Austurlandi Síðar í þessum mánuði mun Stjórnunarnefnd framhalds- náms á Austurlandi gefa út blaðið Einingu, sem fjalla mun um það framhaldsnám sem í boði er í fjórðungnum. Er ætl- Fellahreppur: Nýr sveitarstjóri Laust fyrir miðjan mars réð hreppsnefnd Fellahrepps nýjan sveitarstjóra, sem taka mun við störfum 1. júní nk. Hann heitir Hafsteinn Sæmundsson og er unin að dreifa blaðinu inn á hvert heimili landshlutans. Peir skólar sem kynntir verða í blaðinu eru eftirtaldir: Al- þýðuskólinn á Eiðum, Fram- haldsskólinn í Neskaupstað, Heppuskóli á Höfn, Hússtjórn- arskólinn á Hallormsstað, Menntaskólinn á Egilsstöðum og Seyðisfjarðarskóli. Einnig verður fjallað um samstarf skól- anna og það námsskipulag sem þeir starfa eftir. Þá er ritað um Fræðsluskrifstofu Austurlands í blaðið. Eining verður sett og prentuð í Nesprenti í Neskaupstað, en ritstjóri blaðsins er Smári Geirs- son skólameistari Framhalds- skólans í Neskaupstað. Er hér um að ræða merkilegt framtak Stjórnunarnefndarinn- ar og ætti þetta blað að koma þeim nemendum, sem ljúka grunnskólaprófi í vor, í sérlega góðar þarfir. stöðum og Sveinn Sigurbjarnar- son á Eskifirði brugðu hins veg- ar við, er þeir fréttu af slysinu og Iögðu af stað til bjargar óbeðnir. Fóru þeir á tveimur snjóbílum, en bíll Sveins, Tanni, er sérlega vel útbúinn m. a. með lórantækjum. Er skemmst frá því að segja, að Austfirðingarnir björguðu mönnunum giftusamlega og komu til byggða aftur síðdegis á sunnudag. Skipulagning þessarar björg- unar í heild og frásagnir hljóð- varps og sjónvarps af atburðum hafa vakið athygli og skýrt kom fram, að björgunarsveitir Reyk- víkinga og hersins voru í sviðs- ljósinu, á meðan Austfirðingarn- ir fóru og björguðu mönnunum. AUSTURLAND óskar þeim félögum til hamingju með þessa giftusamlegu björgun. í leiðangr- inum voru: Sveinn Sigurbjarnar- son á Eskifirði og frá björgunar- sveitinni Gró Baldur Pálsson, formaður sveitarinnar, Björn Ingvarsson, Sigurjón Hannesson og Úlfar Svavarsson. B. S. Gleðilega páska Brimið strókar sig við Páskahelli. Ljósm. Sig. Arnfinnsson. Sverri svars vant Eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir mánuði lagði Helgi Seljan fram fyrirspurn á Alþingi til iðnaðarráðherra um kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði. Fyrirspurnin var í 5 liðum og spurt var um stöðu verksmiðju- málsins nú, við hvaða aðila hefði verið rætt um eignaraðild, hversu mikla eignaraðild hefði verið rætt um, hvaða raforku- verð hefði verið lagt til grund- fæddur á Sauðárkróki 1956. Hann stundar nám í byggingar- iðnfræði og rekstrarfræði í Tækniskóla fslands og lýkur prófi þaðan í vor. Kona Haf- steins heitir Anna María Sverr- isdóttir. Hafsteinn tekur við sveitar- stjórastarfi af Svölu Eggerts- dóttur, sem verið hefir sveitar- stjóri Fellahrepps um þrjú ár, en er nú að flytjast á brott. AUSTURLAND býður hinn nýja sveitarstjóra og fjölskyldu hans velkomin til starfa í fjórð- ungnum. B. S. Egilsstaðir: Batnandi atvinna Atvinna fer nú batnandi á Héraði eftir þeim upplýsingum sem blaðið fékk hjá Verkalýðs- félagi Fljótsdalshéraðs, en þar fer atvinnuleysisskráning fram fyrir allt félagssvæðið, sem er Fljótsdalshérað allt. Skráningin nær til iðnaðarmanna og bifreið- arstjóra o. fl. auk verkafólks. 22. mars sl. voru 22 á atvinnu- leysisskrá, 15 konur og 7 karlar. Hafði atvinnulausum þá fækkað um 8 frá 11. mars, en þá voru 30 skráðir atvinnulausir. Enginn iðnaðarmaður var á atvinnuleysisskrá nú, en áður voru tveir á skrá, en þeir eru búnir að fá vinnu. Þess má geta, að í vetur hefir enginn vörubifreiðarstjóri kom- ið á atvinnuleysisskrá, en þeir hafa verið allnokkuð á atvinnu- leysisskrá síðustu vetur. Lítil sem engin vinna hefir verið hjá vörubifreiðarstjórum nú lengi, en var hins vegar lengur fra- meftir sl. haust en venja hefir verið. K. Á. I B. S. vallar og hvaða skilyðrum þurfi að vera fullnægt til að iðnaðar- ráðherra beiti sér fyrir, að ríkis- stjórnin taki ákvörðun um að ráðast í framkvæmdir við verk- smiðjuna. Nú hefir iðnaðarráðherra svarað fyrirspurninni, ef hægt er að kalla umfjöllun hans um hana svar. Hið eina sem svar er hægt að kalla var það, að þeir útlendingar, sem rætt hefir verið við, neita að greiða 18 mills fyrir orku til verksmiðjunnar, en við það verð haf a útreikningar verið miðaðir. Öðrum atriðum fyrir- spurnarinnar neitaði Sverrir Hermannsson að svara. Að hans dómi virðist þetta mál ekki koma Alþingi og þjóðinni neitt við, slíkur er hroki valdsmannsins. Vanefndir hans í þessu máli eru honum kannski ljósar, þær er hann hins vegar ekki maður til að viðurkenna, en reynirþess í stað í hrokagikkshætti sínum að sveipa málið einhverjum leyndarhjúpi. Helgi Seljan sagði í ræðu sinni um málið á Alþingi, að það skipti miklu fyrir Reyðfirðinga, hvernig úr því rættist og niður- staða yrði að fást sem fyrst. Eina vissan, sem menn hafa um þetta mál eftir nær tveggja ára yfir- stjórn Sverris Hermannssonar, er óvissan. Fólk sem hefir ætlað að byggja afkomu sína á þessum nýja atvinnurekstri er að gefast upp á biðinni og óvissunni og er að flytjast í burtu. Orðrétt sagði svo Helgi: „Og nú kemur fram, að það er orku- verðið, sem er hindrunin. Auð- vitað vilja útlendingar þrýsta 18 millidalaverðinu niður m. a. í ljósi þeirra samninga, sem gerð- ir hafa verið við Alusuisse. Ég skil mætavel, að þeir kæri sig ekki um að fara upp fyrir það verð, sem ráðherra þótti þar hæfilegt." B. S. Börkur og Beitir seldu vel Beitir seldi afla í Grimsby 27. mars, 125.9 tonn og fékk 39.60 kr. meðalverð. Börkur seldi svo í Grimsby í gær 126.6 tonn og fékk 46.80 kr. meðalverð. Félagsvist AB er annað kvöld í Egilsbúðoghefstkl.2045 Alþýðubandalagið ^-1

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.