Austurland


Austurland - 11.04.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 11.04.1985, Blaðsíða 1
Austurland Bílasala - Bílaskipti Vantar bíla á söluskrá Benni & Svenni © 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 11. apríl 1985. 15. lölublað. Helgi Seljan: Vegaáætlun Vegaáætlun hefur nú séð dagsins ljós. Þessi áætlun er til fjögurra ára. Það vekur athygli öllu öðru fremur. að eina mark- tæka árið þ. e. í ár gerir ráð fyrir 1.9% af þjóðarframleiðslu til vegaframkvæmda í stað þeirra 2.4%, sem langtímaáætlun gerir ráð fyrir árlega. Hins vegar er gert ráð fyrir 2.4% öll áætlunar- árin þrjú, sem á eftir koma. Þá á að uppfylla loforð og lang- tímamarkmið samþykkt á þingi. Kosningaskjálftinn segir víða til sín og því er reynt að reisa loft- kastala, sem aðrir eiga að standa við, en rauntalan í ár segir sína sögu um 25% minnkun vega- framkvæmda frá áður gerðum áætlunum og samþykktum. Þetta er rétt að líta á í ljósi stórra fullyrðinga fyrir síðustu kosningar um það, að ekki hefði fyrri stjórn staðið að fullu og öllu við markmið og samþykktir og munaði þó ekki þá nema 0.1 - 0.2% en nú munar 0.5%. En vegaáætlun, sem skiptir sköpum víða, jafnvel um byggð og búsetu og skorin er niður um 25% að raungildi hlýtur að skilja eftir sig niðurskurð þeirra brýnu framkvæmda, sem bíða hvarvetna og það er lands- byggðin, sem geldur eins og gagnvart öllum opinberum framkvæmdaframlögum. Hinn snjólétti vetur mun ef- laust bjarga stjórnvöldum eitt- hvað og er vel þegar máttarvöldin ganga í lið með lélegri landsstjórn, sem flestu tekst að klúðra og fæst að efna. Megin- stefnan um áherslu á bundið slit- lag skal út af fyrir sig ekki gagnrýnd, nema vegna niður- skurðarins. Einmitt þess vegna verður að ætla aukið fé í að koma stofnbrautum upp úr snjó og skerða ekki hið alltof lága fram- lag til þjóðbrautanna, sem að yfirgnæfandi hluta eru sveitaveg- irnir. Sömuleiðis verður enn bet- ur að gæta að því fé, sem fer til viðhalds vega. Vegagerð ríkisins hefur þar fylgt skynsamlegri stefnu og sameinað víða fé til ný- framkvæmda og viðhalds og fengið þannig ótvírætt betri nýt- ingu fjármagnsins. Því þarf að halda áfram. Þegar skorið er niður sem nú, verður hin blinda útboðsstefna, sem rekin er, hálfu hættulegri, enn minna kemur í hlut þeirra heimaaðila, sem gegna þjónustuhlutverki á marg- an veg úti í byggðunum, en fá nú ekki þann hlut, sem þeim ber í þessum þýðingarmikla þætti verklegra framkvæmda. Um það hefi ég raunar flutt tillögu ásamt öðrum, hversu þar megi auka hlut heimaaðila með heildarhag- kvæmni til lengri tíma litið í fyrir- rúmi. Hinn almenni rammi hefur verið lagður fram. eftir er skipt- ing milli kjördæma. Að sjálf- sögðu verður þar í megindráttum fylgt langtímaáætlun. en erfitt verður það með slíkri raungildis- rýrnun. Ég leyni því ekki að ég hefi aldrei verið sáttur við formúlu VR, sem lögð er til grundvallar við skiptingu. Mér þykir einfald- lega ekki nógu mikið tillit tekið til ástands veganna og þess geldur Austurland. Þessi skipting er ekki betri varðandi þjóðbrautir, þar sem enn gildir ákveðin pró- senta, sem samþykkt var fyrir nokkrum árum í fjárveitinga- nefnd gegn mínu atkvæði þar þá. Ljóst er því, að þegar Óvega- verkefnin svokölluðu, svo þörf sem þau eru nú. eru komin inn í hina almennu vegaáætlun til viðbótar óhagstæðri skiptitölu okkar, þá fer margt öðru vísi en æskilegt er. Ég hefi heldur aldrei verið sátt- ur við það, að fyrst þingmenn eru gerðir ábyrgir fyrir nákvæmri skiptingu nýbyggingarfjár þá skuli þeir engu ráða um megin- verkefni í viðhaldi vega. Það er þá einfaldlega hægt að kalla þá til ábyrgðar fyrir þessu öllu með réttu, því í raun er það gert varð- andi allar framkvæmdir. Við bíðum nú og sjáum hver hlutur Austurlands verður. Ég óttast þá útkomu miðað við raun- tölu þessa árs. Engu að síður munum við Hjörleifur, þó í and- stöðu séum, ekki hlaupast undan þeirri ábyrgð að standa að þeirri skiptingu s. s. verið hefur um einn stjórnarþingmanninn. Vona ég þvert á móti, að Egill sjái nú að sér og axli þá ábyrgð, sem hans eigin ráðherrar leggja hon- um á herðar og hann ber því sinn hluta ábyrgðarinnar af heildartölunni, sem skipt verður. En erfitt verður okkar hlutskipti nú, en í engu ber að skorast þar undan og hlaupa frá, þó mikil sé ábyrgð þeirra stjórn- valda, sem enn leggja til atlögu við landsbyggðina í verklegum framkvæmdum. Það vorar oft snemma í fólkvangi Norðfirðinga, sem er fyrir utan bœinn, og brumið á víðinum í Haganum nýtur sín þá vel í morgunbirtunni. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson. Bifreiðatryggingar hækka um 68% Stjórn Félags íslenskra bif- reiðaeigenda gerði samþykkt 25. mars sl. hvað varðar afstöðu félagsins til 68% hækkunar á iðgjöldum lögboðinna ábyrgð- artrygginga ökutækja, sem til- kynnt var hinn 8. mars sl. Við viljum sérstaklega vekja athygli á eftirtöldum atriðum: 1983 varð 95.2% hækkun, 1984 varð 10.0% hækkun, 1985 varð 68.0% hækkun, eða alls rúm 260% á þremur árum. Engin þjónusta mun hafa hækkað svo mikið á þessum tíma. 1. Félag íslenskra bifreiðaeig- enda mótmælir eindregið handahófskenndum hækk- unum iðgjalda bifreiðatrygg- inga og bendir á, að slíkt geti leitt til ófarnaðar fyrir vá- tryggingataka og jafnvel vátryggingafélögin. 2. Við ákvörðun iðgjalda lög- boðinna vátrygginga, þarf meira aðhald en hvað varðar f rj álsar* vátryggingar. 3. Brýnt er að setja ný lög, sem banna hringamyndun og ein- okunarsamstöðu. Slíkarráð- stafanir geta hindrað að óeðlilegar hækkanir á ið- gjöldum lögboðinna vátrygg- inga endurtaki sig. Bregðist þetta er óhjákvæmi- legt að iðgjaldaákvarðanir þess- ara trygginga verði settar undir strangt verðlagseftirlit, sem starfi í nánu sambandi við Tryggingaeftirlit ríkisins. Fréttatilkynning. Frá aðalfundi RK Nordfjardar Aðalfundur Rauðakross- deildar Norðfjarðar var haldinn mánudaginn 18. mars sl. í safn- aðarheimilinu. I skýrslu stjórnar kom m. a. fram að RK-deild Norðfjarðar gaf björgunarsveitinni Gerpi kr. 50.000 til talstöðvarkaupa í björgunarsveitarbíl og svipaðri upphæð var varið lil kaupa á bílasíma í sjúkrabíl staðarins. Framtíðarverkefni RK-deild- ar Norðfjarðar er fyrirhuguð þátttaka í starfrækslu tóm- stundavinnustaðar fyrir aldraða í samvinnu við Fjórðungs- sjúkrahúsið Neskaupstað og bæjarsjóð Neskaupstaðar. Á fundinum var sýnd mynd um drukknanir og viðbrögð við þeim. Sýndur var minnispeningur sem gefinn var út af RKÍ í tilefni af 60 ára afmæli RKÍ. 2000 ein- tök voru slegin af peningi þess- um og er hvert eintak númerað og kostar kr. 950. Peningurinn fæst hjá formanni RK-deildar Norðfjarðar. Stjórn Rauðakrossdeildar Norðfjarðar skipa: Þórir Sigurbjörnsson formað- ur, Auður Hauksdóttir gjald- keri, Álfhildur Sigurðardóttir ritari og Gísli Sighvatsson og Halldóra Jónsdóttir meðstjórn- endur. Fréttatilkynning.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.