Austurland


Austurland - 27.10.1988, Blaðsíða 4

Austurland - 27.10.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 27. OKTÓBER 1988. Reyöarfjörður Nýja heilsugæslustöðin Eins og við sögðum frá fyrir Auðbergur Jónsson yfirlæknir, skömmu var ný heilsugæslustöð Hannes Sigmarsson læknir, Þór- opnuð á Reyðarfirði á dögun- ey Baldursdóttir ljósmóðir um. Á efri myndinni getur að (situr), Gíslunn Jóhannsdóttir líta húsið sem hýsir starfsemina læknaritari og Ásta Guðný Ein- og á þeirri neðri er starfsfólkið. þórsdóttirlyfjatæknir. Talið frá vinstri eru á myndinni: Myndir ÁMS Þakkir til allra þeirra sem gerðu mér 10. október sl. ánægju- og eftirminnilegan. Björn Gígja Neskaupstað Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Ingibjargar Sigurðardóttur Stekkjargötu 3, Neskaupstað Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað Eyþór Pórðarson Ólína Porleifsdóttir Björrgvin Jónsson Porleifur Þorleifsson Ellen Ólafsdóttir Hallbjörg Eyþórsdóttir Stefán Pálmason Elínborg Eyþórsdóttir Sigfús Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Safna gömlum uppskriftum Ferðamálaráð íslands, Kven- félagasamband íslands, Klúbb- ur íslenskra matreiðslumeist- ara, Ríkisútvarpið, Rás 1 og Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands munu á næstunni beita sér fyrir söfnunarherferð, til að bjarga gömlum íslenskum mat- aruppskriftum og öðrum fróð- leik varðandi íslenska matar- gerð. í tilefni af þessu hefur verið samin spurningaskrá sem verð- ur dreift til allra kvenfélaga landsins og víðar, þar sem menn eru beðnir að skrá niður það sem þeim kann að vera útbært afslíkuefni, frá því um eða fyrir rniðja öld. Þá eru staðbundnar aðferðir við verkun og mat- reiðslu heimafengins hráefnis vel þegnar, jafnvel þó að yngri séu. Einnig er beðið um orðtök, vísur, sögur eða annað af því tagi um mat og eldhúsverk. Ríkisútvarpið mun hafa fast- an vikulegan þátt sem tengist þessu á rás 1 kl. 93(l á ntiðviku- dagsmorgnum, á næstunni. Þar verður fjallað um íslenskan mat Neskaupstaður Opið hús hjá Náttúrugripasafninu í tilefni norræns tækniárs mun Náttúrugripasafnið í Nes- kaupstað verða opið sunnudag- inn 30. október kl. 13 - 17, en þann dag er áformað að öll nátt- úrugripasöfn í landinu hafi opið og kynni starfsemi sína. I tilefni dagsins mun verða sett upp í húsakynnum safnsins sýning fugla sem flækjast hingað frá nálægum löndum, en þessa dagana hefur þó nokkuð sést af slíkum fuglum. Má þar t. d. nefna gráhegra, dvergkráku, silkitoppu, gráþröst, svartþröst og fjallafinku. Einnig verður sýning á geitungum og geitunga- búi en ýmislegt bendir til þess að þeir séu að nema land á Is- landi. Þá verður gestum boðið að skoða berg og skordýr í smásjám. Náttúrufræðingar verða á staðnum og leiðbeina og fræða gesti um náttúrufræðileg efni m. a. fugla- og plöntuskoð- un og steinasöfnun. Náttúrugripasafnið er til húsa að Mýrargötu 37-neðri hæð. Fréttatilkynning frá ýmsum sjónarhornum og spurningum varpað til hlust- enda. Þeir sem áhuga hafa á að viðhalda íslenskum matarhefð- um eru hvattir til að fylgjast með og leggja sitt af mörkum. Nánari upplýsinga má leita hjá matráði samstarfsnefndar- innar, en það skipa: Hallgerður Gísladóttir safnvörður 0 91- 29999, Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistari 0 91-52499 og Steinunn Ingimundardóttir hússtjórnarkennari 0 91-27430. Heimilisfang er: íslenskur matur, pósthólf 161, 121 Reykjavík. Fréttatilkynning Til sölu er íbúð að Blómsturvöllum 3 Neskaupstað neðri hæð Upplýsingarí síma 71714 eftir kl. 20 (Alla) NESKAUPSTAÐUR Norðfirðingar - nágrannar Munið tónleika Kolbeins Bjarnasonar, flautuleikara og Gísla Eyjólfssonar, gítarleikara í safnaðarheimilinu sunnudaginn 30.október kl. 1700 Þeir leika sónötu e/Hándel, lög úr dýrahringnum e/Stockhausen, Ijúfar melódíur e/Atla H. Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson o. m. fl. Verið velkomin Menningarnefnd VIKURBITINN Samlokur, langlokur, öl, gos og kaffi Allar samlokur langlokur meö fersku áleggi og einnig er hægt að fá samlokur með salati Víkurbox með roast beef, kartöflusalati o. fl. - Laxi, brauði og grænmeti o. fl. — Skinku, salati o. fl. - Hangiáleggi, salati o. fl. - Síld, brauð egg o. fl. Einnig er til partíklaki í pokum Komið, smakkið og prófið nýjar langlokur Opið kl. 9 — 20 ÍKURBITINN Hafnarbraut 22 Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.