Ingólfur - 26.06.1944, Síða 8

Ingólfur - 26.06.1944, Síða 8
8 INGÓLFUR Sameiningartákn þjóðarinnar Frh. af 2. síðu. snúa reiðinni að sjálfri sér og skilja að liún á sjálf að halda reglu á sínu heimili ef hún vill ekki vera þar hornreka með allar sjálfstæð isviðurkenningarnar upp á vasann. Þegar minnst er á vanvirðu þingsins við þing- menn, eru þeir vanir að segja: — Við erum bara eft- irmynd þjóðarinnar sjálfrar! — svona er hún, og svona vill hún hafa okkur! Þetta kann að vera rétt. — Eins og þjóðin hingað til hef- ur verið á vegi stödd, hefur hún ekki kunnað að skapa sjálfri sér starfshæfa löggjöf né stjórnhæft ríkisvald í heild sinni. Þetta hefur verið öllum óflokksbundntnn mönnum Ijóst um langa liríð. — En nú hefur þjóðin öll sem snöggvast getað hafið sig upp yfir flokkasjónarmiðin, þar sem hún finnur til sjálfrar sín og hugsar frjálst. Nú finn ur hún að sjálfstæði án ein- ingar og öruggrar samstjórn- ar er óhugsandi. — Allar þjóðir verða að liafa eitt- hvert einingartákn til að safnast um. Og þáS sýnist ís- lenzka þjófiin nú hafa fund- iS í forseta sínum. Honrnn vill hún halda friðhelgum fyrir utan erjur og stapp hins daglega stríðs. Undir þessu einingar- merki má nú hefja starfið fyrir öðrum aðallið sjálfstæð isbaráttunnar, sem er starf- hœf og lýðfrjáls stjórnar- skrá. Þar sem aðaldrættir slíks skipulags eru þegar kunnir, eru engir aðrir erfiðleikar á að lögleiða það, en að halda sundrungaröflum flokkanna í hæfilegri fjarlægð. Heillaskeyti Bandaríkjaþings Frh. af 7. síðu. hatur, þegar heilsa á honum með handabandi. Þetta telur Kommúnistaflokkurinn hæfi- legt svar við ekki aðeins þess- ari einstæðu vinarkveðju, held- ur og við því, að Bandaríkin hafa frá því fyrsta til þess síð- asta riðið á vaðið þegar kom til viðurkenningar á afstöðu ls- lands í skilnaðarmálinu og stofnun lýðveldisins. Þau hafa alltaf komið með allar hinar viðurkenningamar í kjölfar sitt. Hvemig skyldu Kommún- istarnir á Alþingi hinsvegar svara orðsendingum frá því af stórveldum Bandamanna, sem ekki sýndi oss neina viðurkenn- ingu né vinsemd á lieiðursdegi vomm, ef einhverjar slæddust til þeirra? Líklega ekki á fjór- um fótum?? 37) INDICO „Ég vona“, mælti Philip, „að þú sért ánægð yfir því, sem þú sagðir“. „Ó, ég iðrast þess svo“, tautaði liún, „ég liefði ekki átt að segja það. Eg veit það vel. En hvers vegna er hún svona óskaplega óvönduð?“ „Þú ættir að vita, að það varst þú, sem komst með hana hingað“. „Ég veit það. Og hún liefir eyðilagt heimili mitt. En hvers vegna þarftu að minna mig á-------■“. „Af því að ég er jafn leiður á lienni og þú. En þar sem þú getur ekki sent liana burtu rétt sem stendur, gætirðu kannske haft eitthvert taumhald á þér meðan hún er hér. Guð minn góður, þvílíkur túli, sem á þér er!“ „Já, já, já, þetta hefi ég allt saman heyrt áður. Hvað á ég að gera við peningana, sem liún gaf drengjunum? Ég get ekki látið þá eiga þá“. „Hvers vegna ekki?“ „Það er líklega ekki viðeigandi“. „Gefðu þá til kirkjunnar. En hvað sem þú tekur til bragðs, þá minnztu ekki á þetta við Dolores“. Það gerði Judith heldur ekki. En fölt andlitið á Dol- ores og reiðiþrungin þögn gáfu henni til kynna, að ekki tjóaði að láta, sem það væri gleymt. Hún reyndi að taka peningana af David og Kristófer, en þeir grenjuðu þá svo gífurlega, að hún þoldi ekki við og komst að þeirri niðurstöðu, að þeir mættu svo sem kaupa fyrir pening- ana, því að ekki skildu þeir hvað það væri, að hafa rangt við í spilum. * * * Dolores ól barn sitt — dreng — viku síðar. Judith lagði eins mikinn innileik í heillaóskir sínar og henni var unnt og gaf Dolores útsaumaðan barnakjól frá París, en hún átti fullt í fangi með að dylja ánægju sína yfir því, sem komið var, og að bráðxun myndi Dolores ekki íþyngja þeim meir með veru sinni á Ardeith. Hún skrif- aði Caleb fáein orð og sagði honum, að barnið væri fætt og að Dolores liði vel. Mark kom strax — en Caleb ekki. Hann var svo al- varlegur og fráhrindandi að sjá, að Judith forðaðist að spyrja, hvort Caleb hirti ekki um að sjá son sinn. Mark laut yfir rugguna og blíðusvip brá fyrir á lirukkóttu and- liti hans. „Fallegt og hraust barn“, sagði hann hægt. „Við köll- um liann Roger“. „Roger?“ sagði hún hikandi. „Hefur nokkur í okkar ætt heitið því nafni?“ Hann hrissti höfuðið og stakk fingrinum í litla, kreppta hendi barnsins. „Til minningar um Roger Williams frá Rhode Island. Hann var hugrakkur maður“. „Er það nafnið, sem Caleb hefur valið honum?“ spurði Judith eftir stutta umhugsun. „Caleb hefur ekki talað við mig um það“, sagði Mark. Síðan bætti liann við: „Er Dolores svo hress, að hún geti talað við mig?“ „Já, það er liún. Hún er í næsta herbergi“. Faðir hennar losaði fingurinn úr liendi barnsins og fór með henni að dyrunum. „Það er fallegt af þér að veita henni húsaskjól, dóttir“, sagði hann hikandi. „Ef móðir þín hefði lifað, hefði Dolores kannske átt betri ævi á Silverwood“. Það var Judith nú ekki viss um. En liún sagði þó ekkert. Hún fór inn til Dolores og sagði: „Pabbi er hérna og hann langar til að sjá þig“. Mark kom inn og staðnæmdist snöggvast við rúmið. Dolores leit framan í hann. Svörtu augun voru róleg, þó að þreytusvipur væri á andlitinu. „Okkur þykir vænt um, að þú hefur eignazt fallegan son, Dolores“, sagði hann. „Er það?“ kvað Dolores án þess að hreyfa sig. „Já, víst er um það. Ég hef nefnt hann Roger, eftir frægum presti“. „Jæja“, sagði hún. Hann stakk höndunum í treyjuVasana. Hann notaði sjaldan hárkollu, en nú liafði liann sett hana upp til hátíðabrigða og bretti ennið eins og hann fyndi til óþæg- inda af henni. „Caleb kemur bráðum að heimsækja þig“, sagði Mark. Dolores sneri höfð,inu lítilsháttar frá þeim og fór að gráta hljóðlega. „Farðu nú“, tautaði hún. Mark dró aðra hendina upp úr treyjuvasanum og fóc að fitla við tölu. Juditli strauk blíðlega yfir liár Dolores. „Það er bezt, að við förum, pabbi“, sagði hún. Mark tók undir handlegg hennar um leið og þau fóru út. I anddyrinu sagði hann: „Ég þarf að flýta mér lieim“. „Viltu ekki borða miðdegisverð liér? Maturinn er alveg tilbúinn“. „Nei, ég vil heldur fara lieim. Þú-“ liann þagn- aði. „Þú liefur verið góð við liana“. „Nei, það hefi ég ekki verið“, sagði Judith. „Ég lief verið andstyggileg. Ég lief gert það, sem ég gat, en samt lief ég verið andstyggileg“. „Ég geri ráð fyrir“, kvað Mark, „að við skiljum ekki sem bezt fólk af hennar tagi“. Hann andvarpaði og fór. * * 'i' Drengurinn var sex daga, þegar Caleb kom til Ardeith. Caleb brann í skinninu eftir að sjá son sinn, en óttinn við að sjá Dolores hélt aftur af honum. Sunnudaginn eftir að barnið fæddist, lét hann föður sinn fara einan til kirkju, en lagði sjálfu,r af stað ríðandi. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir, livernig honum var innan- brjósts fyrr en hann fékk bréfið frá Judith. Eftir það komst ekkert að í huga hans nema Roger Sheramy. Þoka lá yfir fljótinu, og hann hataði Dolores. Hún hafði logið að honum, svikið liann, flekað hann í lijóna- bandj af því að hana vantaði þau þægindi, sem hann / gat veitt henni. Caleb var varkár og heiðarlegur. Honum hafði ekki dottið í liug að draga í efa hinar skáldlegu frásagnir Dolores, og þegar liann nú hafði komist að því, að þær áttu sér engan stað, fannst honum sem hann hefði ekki verið annað en verkfæri, og stærilæti hans var stórum misboðið ekki síður en tilfinningmn hans. Hann liafði verið hafður að fífli, og nú var það á hvers manns vörum, og fólk brosti og aukaði hann. Aldrei hafði Caleb fundið til þess fyrr, að hlegið væri að hon- um eða honum vorkennt. Hann var heilbrigður maður og skar sig á engan hátt úr og átti bágt með að þola slíkt. Hnn brann í skinninu eftir að gera eittlivað, sem gæti sært liana, eins og hún hafði sært liann, og það skyldi verða lieyrum kunnugt, svo að allir, sem vissu niðurlæging hans, skyldu spyrja liefnd hans og sjá, að Caleb Sheramy lét ekki að sér liæða. Hann tók liarka- lega í taumana og sveigði lieim að Ardeith. IJann kærði sig ekki um að ræða þetta við Pliilip og Juditli og þótti vænt um að vita þau í kirkju um þetta leyti dags. Josli, sem var á rjátli utan við liúsið, glápti á Caleb, þegar liann nálgaðist. Málefni lians liöfðu sýni- lega verið rædd meðal negranna, og sú liugsun skap- raunaði Caleb enn meir. „Hvar er frú Sheramy?“ spurði liann byrstur. „Hún er í lierberginu sínu, lierra Caleb“. „Segðu barnfóstrunni að koma liingað út með barnið“« „Já, herra Caleb“. Josh glápti stöðugt á liann. „Reyndu að flýta þér að gera eins og ég sagði“. Miiiimiiiiiamiiniiiwiiiniiiiraiiiiiniiiii^nHiniiiwiiiiHiH TILKYNIMING Viðskiptaráðið liefur ákveðið að frá og með 24. júní 1944 megi verð á líkkistum, öðrum en zink- og eikarkistum, liæst vera kr. 900.00. Ódýrari gerð- ir, sem framleiddar hafa verið, mega ekki liækka í verði nema með samþykki verðlagsstjóra. Verð á zink- og eikarkistum er og háð samþykki lians. Reykjavík, 16. júní 1944. VERÐLAGS ST J ÓRINN.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.