Ingólfur - 13.11.1944, Page 3

Ingólfur - 13.11.1944, Page 3
13.—14. tbl. 13. nóv. 1944 INGÓLFUR 3 Nýja stjópnin I. Þau tíðindi gerðust liér á landi liinn 21. okt. 8. 1. að ný stjórn tók við völdum. Hafði þá utanþingsstjóm, ráðuneyti dr. Björns Þórðarsonar, verið að völdum liartnær tvö ár. Hina nýju stjórn myndaði formaður Sjálfstæðisflokksins, Ölafur Thors, en ásamt Sjálf- stæðisflokknum standa að stjórninni Alþýðuflokkurinn og Kommúnistar. Það má liiklaust fullyrða að niörgum mun liafa komið stjórnarmyndun þessi nijög á óvart, enda munu þess engin dæmi fyrr að stjórn hafi veriö mynduð með svo róttækri stefnuskrá, sem þessi nýja stjórn hefur, nema að undan- genginni byltingu. Það sem fyrst vekur athygli þegar athuguð er myndun stjórnarinnar er það, að flokk- arnir hafa ráðherra án tillits til þingfylgis. Bendir þetta á að skilningur manna sé að aukast á því, að þegar um vit og á- byrgð sé að ræða, sé ekki vert að fylgja „höfðatölureglunni“ tit í æsar. Lét stjórnarformaðurinn, Ól- afur Thors, svo um mælt er stjórnin mætti á fyrsta þing- fundi, að það hefði verið h ann sjálfur sem í öndverðu liefði hoðið fram, að liver þeirra þriggja flokka, er saman stæðu að stjórninni hefði tvo ráðherra alveg án hliðsjónar af þing- tnannatiilu livers flokks fyrir sig, því „það, sem fyrir mér Vakir“, sagði ráðherrann, „er að slá því föstu að formi og efni, að hér starfi saman þrír aðilar, jafnir aS rátti, skyldum og á- byrg&“. Hér er vel mælt og skynsam- lega — e/ hugur fylgir máli. En þeir, sem minnast stjómar- samstarfsins frá 1939 og allra þeirra mörgu og fögm ummæla, sem þá voru við liöfð og minn- ast jafnframt endaloka þess samstarfs, þeir verða að „þreifa á“ til þess að trúa. Ummælin ein eru því ekki einhlýt, þó fög- ur séu og e. t. v. vel meint eins og stendur. Reynslan ein verð- ur liér ólygnust eins og annars staðar. En væri það liins vegar svo, að liér væri um algera hug- arfarsbreytingu að ræða frá því sem var þá, þá væri vel farið, Og við góðu mætti búast-. II. Það sem að vonum er mest rætt um í sambandi við liina nýju stjórn er málefnasamning- ur flokkanna, sem að henni standa, eða stefnuskrá stjórnar- innar eins og réttast er að nefna þaö plagg. Höfuðatriði þessa samkomulags em: 1. að tryggja samþykkt nýrra, endurbættra launalaga fyr- ir alla opinbera starfsmenn þegar á þessu þingi. 2. að koma á fullkomnu krefi almannatrygginga, eins og það er fullkomnast fyrirliug- að erlendis, strax á næsta ári. 3. að tryggja svo sem unnt er, að tekjur hlutarsjóinanna rýrni ekki af yfirvofandi verðfalli á fiski á erlendum markaði. 4. að hefja stórkostlega nýskip- an í atvinnulífinu í landinu með innkaupum og smíði nýrra framleiðslutækja fyrir sjávarútveg, iðnað og land- búnað fyrir um 300 milljón- ir króna svo fljótt sem fáan- leg eru. 5. að skattleggja fyrst og fremst stríðsgróðann ef nýrra skatta gerist þörf, án þess að skatt- ar á lágtekjumönnum verði liækkaðir. 6. a& beita sér fyrir tafarlausri og róttækri endursko&un stjórnarskrárinnar. Þegar undan er skilinn fyrsti liðurinn í þessari stefnuskrá — launalögin — er liverjum manni sýnilegt að stefnuskráin er hrein „sósíal-demókratísk“ svo sem best verður á kosið enda ekki undarlegt þar sem Alþýðuflokkurinn einn mun hafa sett allt þetta sem skilyrði fyrir þátttöku sinni í stjóm- inni. Með því að ganga inn á þessa stefnuskrá hafa bæði Sjálfstæðismenn og Kommún- istar skuldbundið sig til þess að framkvæma stjómmála- stefnu sem þeir undanfarin ár hafa talið bæði óalandi og ó- ferjandi, og sem þeir liafa bar- ist gegn af öllum mætti. Almannatryggingar, nýskip- un atvinnulífsins, skattlagning stríðsgróðans og endurskoðun stjórnarskrárinnar á þeim grundvelli, sem samkomulagið nánar greinir og að verður vik- ið síðar, eru allt sósíal-demó- kratískar kröfur, sem lengi liafa verið á döfinni og sífellt liefur verið barist gegn, einkum af þessum tveim flokkum. Hér virðist því alger hugar- farsbreyting hafa átt sér staS, bæði lijá Sjálfstæðismönnum og Kommúnistum, og er það vel farið, ef hún verSur til fram- bú&ar og að óreyndu skal þar engar getsakir gera. Vel má vera að nú loks sjái forráða- menn þessara flokka það, sem aðrir sáu langt á undan þeim, að nýr tími er að renna upp í lífi þjóðanna, tími, sem krefst allt annara starfsliátta og allt annars konar hugarfars en sá, sem liðinn er. Liggi sá hugsun- arháttur eða sú skoðun til grundvallar fyrir stefnubreyt- ingu Sjálfstæðisflokksins ber að fagna því af alliug, því livað sem annars má um þann flokk segja fyrr og síðar hefur hann á að skipa hinum mikilhæfustu mönnum í mörgum greinum, og mætti að þéim verða mikið gagn fyrir nútíð og framtíð, ef þeir losnuðu til fulls af þeim klafa, sem liin afturhaldssömu sjónarmið flokks þeirra hafa bundið þá á allt til þessa. Að vonum liafa menn ennþá ekki áttað sig á því, að verði Sjálfstæðisflokkurinn trúr þeirri stefnu, sem hann nú hef- ur tekist á hendur að fram- kvæma, lilýtur það að leiða til þess, að fleiri viðfangsefni beri honuin að liöndum, sem leysa verður eftir svipuðum leiðum — þ. e. með sósíal-demókratisk- um aðferðum. Að óreyndu er því ekki á- stæða til annars en fagna liinni breyttu stefnu Sjálfstæðis- flokksins, reynslan sker úr því von bráðar livort liugur fylgir máli og livernig framkvæmd öll tekst. Um Kommúnistana og þátt- töku þeirra í ríkisstjórninni er ekki vert að fjölyrða að svo stöddu. Það er nú vitað að Kommúnistar allra landa fylgja í augnablikinu liinni svonefndu „Teheran-línu“, sem út var gef- in eftir fund þann er Stalin átti með þeim Cliurch. og Roosevelt í Theheran um síðustu áramót. 1 næsta blaði mun ég skrifa nánar um „Thelieran-línuna“ og læt þá bíða til þess tíma að gera grein fyrir því, hvað til grundvallar liggur fyrir þátt- töku þeirra í stjórninni og hvers má af þeim vænta. En eitt verður að segjast um þessa ríkisstjórn, sem er einn liennar mesti kostur, og það er, að engin stjórn hefir nokkru sinni setið að völdum hér á landi, sem jafn auðvelt ætti að eiga með að tryggja vinnufriðinn í landinu. Það er og eitt af samn- ingsatriöunum milli flokkanna. Verkföll og vinnustöðvanir ættu ekki að verða þessari stjórn að fótakefli meðan sam- starfið lielzt, og er það mikils- vert frá hvaða sjónarmiði sem litið er á málið. III. Það málið, sem aðstandend- ur „Ingólfs“ munu leggja mest upp úr í sambandi við þessa ríkisstjórn, er endurskoSun stjórnarskrárinnar. Fyrir bar- áttu þeirra, sem að Ingólfi standa, fékkst því breytt í fyrra, að forsetinn yrði þjóðkjörinn þegar Alþingi ætlaði sér að hafa hann þingkjörinn. Þá var lofað gagngerðri endurskoðun stjórnarskrárinnar, en ennþá er engan lit farið að sýna á því og þó hefir sérstök milliþinga- nefnd starfað að nafninu til í því máli alltaf síðan. Hér í blaðinu liefir þess livað eftir annað verið krafizt, að ný, stór nefnd yrði skipuð til þess að framkvæma endurskoðunina og undir þá kröfu tók Alþýðu- flokkurinn með flutningi til- lögu um að bæta í nefndina níu mönnum, er ekki ættu sæti á Alþingi og Hæstiréttur til- nefndi. Sú tillaga var „svæfð“ með því að vísa lienni til Fjögnr stig íélags- hátta Jónas Guðmundsson: I ritinu „Um endurreisn þjóð | ríkis á lslandi“ 1942 gerði ég grein fyrir fems konar viðhorfi stjórnhátta. — 1 þessari grein lýsi ég ferns konar frumdrátt- um almenns félagssamneytis á nokkuö annan liátt og frá víð- ara sjónarmiöi, þar sem byrjað er á einkasamneytinu og síðan lýst samneyti og samskiptum milli félagsheilda, hæði á milli einkafélaga og stofnana, ýmsra deilda og flokka innan þjóðfé- lagsins og að lokum bent á milliþjóðaviðliorfið. Verður útkoman sú sama og í áðurnefndu riti: — að félags- samneytið nær hæsta stigi sínu undir lögmáli „þriðjaaðilaregl- unnar“. ★ i* Einstaklingurinn liefur tvenns konar aðalafstöðu gagnvart öðr- um mönnum og jafnvel sjálfri náttúmnni: — neikvæða eða takandi og jákvæða eða vcit- andi. — Þessar afstöður bland- ast allavega saman. En liin fyrri er yfirgnæfandi á sviðum hins svonefnda „vei&iástands“: — á stigi „veiö’a, rána og yfirráða“ — þar sem sú regla ríkir, að eins brauð er annars dauði eða að því sem einn græðir lilýtur annar að tapa. — Síðari afstað- an mótar ástand rœktarstigsins — stigs friðar, réttar og lieild- arræktar, þar sem sú regla rík- ir, að cins gróSi er annars gagn. Ef vér svo athugum tvö Jn-oskastig á sviði veiðiástands- ins og sömuleiðis tvö á braut ræktarstefnunnar, koma út fjögur stig, sem eru sérstaklega eflirtektarverð hæði í innbyrðis afstöðu eða samneyti einstakl- inganna og liinna stærri félags- lieilda. Athugum fyrst einstakling- ana. — EINKASAMNEYTIÐ. I. Á fyrsta stiginu er ]>að einkum líjtamleg atgervi og hreysti í liernaði, sem gerir ein- staklinginn gildan. — Þetta stig má því kalla bardagastigið. — Hraustir bardagamenn eru lietj- ur þessa stigs. II. Á öðm stiginu er Jiað kænska og sálræn áhrif, sem mest er undir komið. Menn hliöra sér hjá bardögum, en vinna sig fram með Jiví að beita hrögðum og fá aðra til að sætt- ast á, að í stað bardaganna skuli koma eins konar tafl eða spil eftir settuin ,,leikreglum“, sem sýnast gefa leikendunum jafna aðstöðu, en raunverulega tryggja þeim sigurinn, sem betri aðstöðu liafa skapað sér til að liafa rangt við. Hetjur Jiessa stigs eru þvi bófar og falsspilarar. Þessi tvö stig eru sjaldan skýrt aðgreiiuk — Á fyrsta stig- inu beitir sá hrögðum er getur, og á öðru stiginu slær oft í bar- daga er hrögðin bregðast. — Á öðru stiginu gilda í oröi kveðnu reglur samninga og samkomu- lags, eins og á þriðja stiginu, en með Jieim mismun, að þær eru notaðar sviksamlega: — til að taka en ekki til að veita: — til að vei&a menn og verðmæti á vald sitt en ekki til að fram- leiða eða rækta sameiginleg gæði. III. Á þriSja stigi liefur yf- irlit mannsins í rúmi og tíma (bráð og lengd) víkkað svo, að menn sjá Jiað vænst að viður- kenua og styðja sams konar rétt annarra, er menn óska sjálfir að njóta. — Á þessu stigi semja menn Jiví liver við annan í góðri trú og leitast við að rœkta og efla sameiginlegan hag á Jieim sviðum er tim semur og á grundvelli bræðralags. 1 almanna vitund er bræðra- lagshugmyndin efsta stig mann- legs samneytis, framkvæmd með samvinnu í gagnkvæmu hagsmunaskyni. Sjálf kirkjan virðist telja kristilegum félags- siðum fullnægt með Jiví að taka allt það tillit til meðbræðra sinna, er samrýmzt getur lieil- brigðri lífsbaráttu manns sjálfs. Lögmál þriðja stigsins ér því samkomulag á hagsýnum og kristilegum grundvelli. Og hetj- ur Jiessa stigs eru þeir menn sem fyrr láta ganga á sinn hlut en að !>eir reyni að ganga á hlut annarra. IV. Samkomulagið og bræðra lagið kann að geta talist tryggt ástand í paradís allsnægtanna, en það er J>að vissulega ekki í þeiin heimi ófullnægðra óska, er vér lifum í. Þótt samkomulag náist í ýms- um efnum, J>á er samnings- grundvöllurinn alltaf óviss og alltaf að breytast. Og það er sífelldu mati undirorpið livaða skilyrðum sé fullnægt og livað af ástæðunum til samkomulags- ins kunni að vera breytt eða fallið niður eftir að samið var. — Ef svo Jietta mat er einung- is undir liinum hliðstæðu máls- aðilum sjálfum komið, J>á er J>að stöðugt efni til ágreinings og jafnvel stríðs — og það því fremur, sem eimi aðilinn getur sjaldan verið fullviss um ein- lægni mótaðila síns og vilja hans til að standa við gerða sátt eða samkomulag. Því að allt af eru annars stigs öfl fyrir hendi, sem eru svikul og ala tor- tryggni. Meira að segja geta ástæðurnar breytt Jiriðja stigs hugarfari í annars stigs.. Þar sem Jiriðja stigið byggir aðeins á tvíliliða og ótryggðu sam- komulagi, tekur fjórSa stigiS (efra ræktarstigið) til lijálpar þriSja aSilann til að vera milli- liður og frumkvöðull að sam- komulagi hliðstæðra aðila (sem í einfaldasta tilfelli eru tveir) — efla J>að og tryggja að Jiað verði haldið. — Þriðji aðilinn metur aðstæður og jafnar á- greining sem frumaðilunum er

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.