Ingólfur - 13.11.1944, Side 7

Ingólfur - 13.11.1944, Side 7
r INGÓLFUR 7 V Auðæfi vor eriendis — Frli. af 1. síðu. liypja sig á brott sem fyrst, því að vér þurfum ekkert á vernd þeirra að lialda? — Og hvað skal segja um þá, sem setja sig út til þess aS sýna þessum þjóSum óvirS- ingu og jafnvel fjandskap? ÞaS er mjög sennilegt. aS á undanförnum ráSstefnum hafi einliverjir af stríSsaSil- unum gert Yesturveldunum liin girnilegustu tilboS um í- vilnanir einliversstaSar þar, sem þeim kemur vel, gegn því skilyrði, að þau láti ís- •land algerlega sigla sinn sjó, með því líka að þau liafi þar engum framtíðar skuldbind- ingum að gegna öðrum en þeim, að verSa þa'San á brott.. Enda sé það í samræmi við síendurteknar óskir íslend- inga sjálfra. Ef nú endurteknar yfir- lýsingar um brottför Vestur- þjóðanna héðan þýða það, að þær bafi tekið þessum til- boðum, — mundi þá el^ki sjálfstæði voru þykja allvel borgið og sömuleiðis fram- tíð atvinnuveganna og ávöxt- un auðæfa vorra erlendis?! ★ í alvöru talað, er fyrir löngu kominn tími til þess fyrir oss Islendinga að standa lieilir og óskiptir með þeim, sem liafa örlög vor svo algerlega í liendi sér, sem Vesturveldin hafa, bæði í stjórnarlegum efnum og bagsmunalegum. Það er algerlega neyðar- laust að taka jákvæða af- stöðu gagnvart þjóðum, sem aðeins hafa sýnt oss tillits- semi og skilning á liögum vor um og ástæðum. Það er áreiðanlega lítil framtíð í því, að taka aldrei jákvæða afstöðu, snúa alltaf röngu hliðinni við og sýna eintóma þreytandi minni- máttarkennd og stöðuga tor- tryggni og tregðu gagnvart þeim þjóðum, sem vér þó eigum allt undir að sækja. -——o---- Helgidagavörður L. R. október—desember ’44 Ófeigur Ófeigsson 19. nóv. Pétur Jakobsson 26. — Óskar Þórðarson 1. des. Ólafur Jóhannsson 3. — Ólafur HÍlgason 10. — Sveinn Gunnarsson 17. — María Hallgrímsdóttir 24. —- . Kristján Hannesson 25. — Kristjörn Tryggvason 26. — Katrín Thoroddsen 31. — IIIIIIIIIIWIIIIIIIIIIIIWIIIIIIIIIIIIW INDIGO kjól upp úr töskunni og breiddi ofan á sig vítt, fóðrað pils. Thad kom með vatnið. „Hafið þér allt, sem þér þarfnizt til næturinnar?“ spurði liann og læsti dyrunum. „Já“. „Það er gott. Farið þér nú bara að sofa. Ég skal gæta þess, að yður verði ekki gert ónæði“. Hann breiddi ábreiðuna við dyrnar og kraup til að vel gert af yður að lofa mér að sofa hér“. „Æ, það gerir mér ekkert til“. ' Tliad settist. „Ég á við að ég ber líka hugarkvöl eins og þér sögðuð um yður. og hana hef ég liaft, síðan konan mín og barnið dóu. Þar við bætist, að ég gat enga vinnn fengið og þekki enga hér. Það var mjög ánægjulegt að liitta yður“. „Farið þér nú að sofa“, sagði hún. Hann slökkti ljósið. Dolores lieyrði hann vefja tepp- inu um sig og litlu síðar hraut hann lágt. Það var gott. að vera ekki alein. Thad vakti hana. Það var ekki orðið bjart en það var liætt að rigna. Dolores settist upp með pilsið uppundir höku. „Hvað viljið þér?“ „Ég kunni ekki við að fara, án þéss að láta yður vita og afhenda yður lykilinn. Það er byrjað mjög snemma að ferma skipin“. „Verið þér sælir“, sagði hún. Thad gekk fram gólfið, en sneri við. „Frú Dolores, livert farið þér nú? Eg á við, mér er ekki um sel að fara frá yður, án þess að þér hafið ein- hvern til að gæta yðar“. „Ég er ekki vön að hafa neinn til að gæta mín“, hvísl- aði hún og leit í kring um sig í hinu lélega herbergi. „Já, en það ættuð þér að hafa“. Thad settist á rúm- stokkinn hjá henni. „Ef þér farið að flækjast um alein, lendið þér í vand- ræðum. Mér ferst kannske ekki að tala, en samt sem áður-------“ Dolores leit á hann stórum augum. Hvað sem öðru leið var liann þó karlmaður. Hún gat Jkanske komizt til New Orleans, ef hún liefði karlmann í fylgd með sér. í pyngjunni voru nógu miklir ferðapeningar lianda báðum. Hún greip um úlnlið hans. „Er yður alvara? Viljið þér leyfa mér að dveljast hjá yður um liríð?“ Thad ræskti 'sig. ,Já, eins og þér skiljið, lief ég ver- ið alleinmana. Mér þætti vænt um að hafa einhvern til þess að hugsa um“. Dolores hló lágt og innilega. „Heyrið þér! Mynduð þér vilja fara með mér til New Orleans? Þér gætuð án efa fengið atvinnu þar. Það er stór og mikill bær“. „New Orleans?“ tautaði Thad á báðum áttum. Dolores kinkaði kolli. „Ég liata þenna stað!“ „Hvernig mistuð þér þessa tönn?“ spurði Thad allt í einu. „Það vildi til þannig, að nokkrir sjómenn lentu í áflog- um á veitingahúginu, þar sem ég gekk um beina. Einn þeirra sveiflaði stól liátt í loft upp, og liann liitti mig óviljandi. Það er langt síðan — þá kunni ég ekki að gæta mín“. „Það kunnið þér lieldur ekki nú — ekki frekar en ungbarn“. Tliad hristi liöfuðið þungbúinn á svip. „Þér fleygið yður beinlínis út í ófærurnar. Og ef þér farið til stórborgar, keyrir alveg fram úr öllu hófi“. „En ég fer ekki ein. Þér farið með mér“. Thad' stóð á fætur. „Nei, það geri ég ekki. Mig lang- ar ekki til New Orleans. Það er varla einu sinni töluð ensk tunga þar og þar eru enn fleiri negrar en hér. Nei, þangað lief ég ekkert að gera“. „Viljið þér þá ekki koma með mér?“ Dolores and- varpaði. Nú liafði hún enn einu sinni verið of fljót á sér. Hún liefði ef til vill getað látið lionum þykja vænt um sig, svo að hann liefði fylgt lienni livert á land sem liún liefði viljað. En í stað þess hafði hún eyðilagt alt og gert hann þráan. „Nei — það vil ég ekki“, svaraði Tliad. „Ef þér vlij- ið fara til New Orleans, get ég ekki bannað yður það. Og ef þér viljið láta fara fyrir yður eins og þessum kvens- um, sem lianga druknar hérna í veitingakránni, get ég heldur ekki bannað yður það. En þannig fer það, ef þér farið aftur til New Orleans, Iialdið þér það ekki?“ Hann stakk höndum í vasa og hristi höfuðið. „Jæja, ég verð víst að fara —“ Þegar hann sýndi á sér fararsnið, rak Dolores upp lágt vein og greip hendinni fyrir munninn. 0, liann ætlaði að yfirgefa liana. Nú var lionum alvara. Og með honum hvarf síðasta von liennar um vernd. Hún sá sjálfa sig í anda ráfa um niður við höfn í dag og brátt gista aftur í nótt á svona stað, og þannig gat það lialdið áfram, unz peningarnir voru þrotnir. í skelfingu sinni stökk liún fram úr rúminu og hljóp berfætt á eftir honum. „Æ, farið ekki“, hrópaði hún í dyragættinni. „Ó, kom- ið aftur! Þér hafið misskilið mig. Þér ftjegið ekki fara!“ Thad sneri við og gekk hægt inn. „Hvað er að yður, góða mín?“ Dolores tók í hönd hans og dró liann inn. Hún stundi af angist. „Yfirgefið mig ekki“, sagði liún og grátmændi á hann. „Lofið mér að vera lijá yður. Eg vil ekki verða eins og þessar konur! Mér er alvara — ég víl það ekki. Ég er að vísu enginn engill, en ég er ekki svona, eins og þér lýstuð því áðan. Ó, lofið mér að vera lijá yður!“ IJann liorfði brosandi á liana. „Veslingurinn! Þú hef- ur lent í miklum ógöngum“. Dolores hélt dauðahaldi í liann með báðum liöndum. Hver hugsunin rak aðra með leifturhraða. Ekki lang- aði liana til þess að eyða því sem eftir var ævinnar í að skrukka og skúra gólf fyrir hafnarverkamann. En þessa stundina virtist það vera eina úrlausnin. Hann var atvinnulaus, ekki sérlega vel gefinn og kunni hvorki að lesa né skrifa, en hann var góðlegur, og ólíklegt, að hann myndi berja liana eða drekka sig fullan. Einhverntíma lilaut stríðið að taka enda. Þá gat hún farið til New Or- leans. „Heyrið þér“, sagði hún. „Ég kæri mig ekki um að fara til New Orleans, ef þér viljið það ekki. Ég get vel verið hér í Dalroy. Ég hef nægilega mikla peninga til þess að við getum tekið á leigu eitt herbergi og dregið fram lífið, unz þér fáið atvinnu. Lofið mér að vera lijá yður! Eg skal dytta að fötunum yðar og búa til mat. Skiljið mig ekki eftir eina hérna“. Thad lagði höndina á herðar lienni og sagði hlæjandi: „Jæja, þá það! Komið þá! Við spjörum okkur!“ „Bíðið rétt á meðan ég fer í fötin“, sagði Dolores. X. Þetta sumar sögðu Spánverjar Englendingum stríð á hendur. I fljótshéruðunum vissu menn ekki, livernig taka bæri þeim tíðindum. Samkvæmt þessu hefðu Toryarnir í Vest- ur-Florida og Kreolarnir í New Orelans átt að setjast á öndverðan meið. En viðskipti og liagsmunir máttu sín meir lijá flestum en þjóðernið, enda fjarlægðin mikil frá heimalöndunum. „Ég fyrir mitt leyti“, sagði Philip við Walter Pur- cell, „liafði ekki yfir neinu að kvarta lijá Georgi kon- ungi. En ef liann ímyndar sér, að ég fari að fjandskap- ast við þá, sem gera mér kleift að koma vörum mínum á framfæri-------“ Walter hló og spurði, hvernig liin ameríska uppreisn liefði getað leitt af sér lieimsstyrjöld. Philip kvaðst ekk- ert skilja í því, en dýrt spaug gæti það orðið visSum aðila. „Já, en í alvöru að tala“, sagði Juditli, „livað verður um okkur?“ „Það er ekki neitt að óttast fyrir okkur, það get ég villvissað þig mn“, sagði Pliilip. „Allt er undir Galveg landsstjóra í New Orleans komið, og hann er enginn lieimskingi. Hvernig er hægt að láta sér detta í hug, að strendur Missisippi liggi undir sitt landið hvor“. Hann bannaði lienni að fara sjálf í kaupstað, þar sem ekki væri allt með kyrrum kjörum í skipalægjunum. Að þessu undanskildu létu menn tíðindin engin áhrif hafa á sig eða jafnvel brostu að þeim. Viku síðar fékk Jud- ith bréf frá Gervaise, sem lýsti henni vel: Frh. á 8. síðu.

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.