Ingólfur - 01.02.1943, Side 1

Ingólfur - 01.02.1943, Side 1
RITSTJÓRAR: Hörður Þórhallsson, Jóhannes Elíasson. ÚTGEFANDI: S. U. F. Ritstjórn, afgr. og innh.: Edduhúsi, Lindarg. 9 A. Simi 2323. Pósthólf 1044. Prentsmiðjan EDDA h.f. ^ttqóffur Gerizt áskrifendur að Ingólfi! Verð: 5 kr. á ári. III. árg. Reykjavík, jamiar — febrúar 1943 1. og 2. tbl. Meiri víðsýni Það lagði ekki mikinn ljóma af Alþingi íslendinga á árinu 1942. Samvinna lýðræðisflokk- anna, sem hefði getað orðið til mikils gagns fyrir þjóðina og um leið fordæmi fyrir seinni tíma, I rofnaði, einmitt þegar mest reið á, „að menn gleymdu því, í hvaða flokki þeir væru“. Dýr- tíðarvandamálin urðu að víkja fyrir lítilfjörlegu karpi um nokkur þingsæti. Að afstöðnum tvennum kosningum fékkst ekki meiri hluti á Alþingi til þess að taka ákveðna stefnu í dýrtíðar- málunum og taka á sig ábyrgð- ina af róttækum ráðstöfunum á því sviði. Þófinu lauk með því, að ríkisstjóri skipaði stjórn ut- an þings. Aögerðaleysi Alþingis hefir orð- ið til þess, að menn kasta mjög rýrð á þessa fornhelgu stofnun íslenzku þjóðarinnar. Ýmsir vilja einnig gera lítið úr þing- ræðinu sem slíku. Þingræðið á sennilega eftir að breytast og þróast með oss, ef vér fáum að njóta vors nýfengna frelsis. Þó getur verið, að ein- hver önnur tegund lýðræðis henti oss betur en þingræðis- skipulagið. Þingræðið er ekk- ert markmið í sjálfu sér. — Takmarkið er: sem mest frelsi, sem bezt afkoma og sem mest öryggi fyrir sérhvern ein- I f stakling. Þeir stjórnhættir og það þjóð- skipulag, sem tryggir þetta þrennt bezt, er fullkomnast. Vér megum aldrei týna trúnni á það, að þróunin stefni í þessa átt, jafnvel þó að falsspámenn rísi stundum upp og snúi hjóli (tímanna við um stundarsakir. Hinar háleitu hugsjónir frönsku byltingarinnar verða aldrei deyddar, ekki einu sinni með skriðdrekum, sprengjum og villi- dýrsöskri. Það væri hvatskeytlegt, að varpa sökinni á þingræðisskipu- lagið fyrir allt það, sem miður hefir farið, án þess að aðgæta áður, hvort orsökin sé ekki ann- að hvort illa kosið þing eða jafn- vel einhver veila í oss sjálfum. Ég held, að hver sá, sem hefir fylgzt með stjórnmálaþróun síð- ustu ára, og þó sérstaklega árs- ins 1942, komist ekki hjá því að taka eftir tveimur áberandi ein- kennum í opinberu lífi þjóðar- innar, sem sé annars vegar þröngsýni „hreintrúaðra“ flokks- manna í öllum flokkum, hins vegar skilningsleysi einstaklinga og stéttarbrota á nauðsyn þess að færa fórnir vegna þjóðar- heildarinnar. Það er eins og sumir líti svo á, að flokkarnir séu til þess að leysa menn frá þeim vanda, að hugsa sjálfstætt. Flokkurinn verður þá eins konar vél, sem framleiðir mótaðar kenningar og slagorð fyrir storknaða heila. Slíkar furðuvélar eru flokkar nazista og kommúnista framar öðrum. Ýmsir líta einnig á hinn póli- tíska flokk sem eins konar Frí- múrarareglu, sem eigi að halda verndarhendi yfir meðlimum sínum. Meðlimirnir eiga að hjálpa hver öðrum til embætta, aðstoða hver annan, líta á sig sem útvalda og horfa niður á alla hina, sem standa utan við. Hugsjónirnar og stefnan er slík- um mönnum auka-atriði. Slíkur hugsunarháttur er jafnfjarskyldur anda lýðræðisins eins og ofstæki einræðissinna og hernaða^sinna. ' Það er gott að vinna að áhuga- málum sínum og hugsjónum innan flokks manna, sem hafa samskonar hugsjónir, en ef flokkurinn gerir sig líklegan til þess að hefta hugsanir og gerðir manna, eiga menn að hrista af sér slíka fjötra. Maður hefir að- eins skyldur við einn flokk, mannkynsflokkinn og sérstakl. það brot hans, sem vér lifum og hrærumst í, þ. e. islenzka þjóð- flokkinn. Að ganga úr flokki eða ganga yfir í annan flokk, er heiðarlegt, en að láta flokk hefta samvizku sina, það er aumlegt. Flestir hafa eitthvert hugboð um, hvað gera þyrfti til þess að stöðva dýrtíðina, en það er eins og flokkarnir séu lostnir blindu, um leið og fórna er kraf- izt af þeim stéttum, sem þeir eru málsvarar fyrir. Á þessu verður að koma breyt- ing til batnaðar. Það verður því að eins, að ungir, nýir menn gangi til verks með meiri víð- sýni en hingað til hefir tíðkazt í stað þess að ganga troðnar brautir flokkadráttanna. H. Þ. Orðiending Allmikil töf hefir orðið á útkomu- Ingólfs undanfarið. Um leið og við biðjum lesendurna afsökunar á þessum drœtti, viljum við skýra frá, hvað honum hefir valdið, og ennfremur, hversu ráð- gert er að haga útgáfu blaðsins framvegis. Eins og kunnugt er, var hér mikiö annríki í prentsmiðjum á síðastliðnu ári og eigi siður í þeirri, sem prentað hefir Ingólf. Þetta'tafði strax útkomu blaðsins fyrra hluta ársins, þótt þá tœkist að koma út nokkrum tölublöðum. — En síðastl. haust reyndist eigi unnt að fá Ingólf prentaðan að sinni á sama stað og áður. Þá var einnig mjög örðugt í bili að fá hentugan pappír, í blaðið. Af þessum sökum varð að fresta útgáfu þess um skeið, þótt ákveðið vœri að halda henni áfram, strax og fœrt vœri. Og nú hefir greiðzt svo úr um prentun, að hœgt er að hefja á ný reglulega útgáfu Ingólfs. — En vegna hins glfurlega aukna útgáfukostnaðar hefir verið ákveðið tíð minnka stærð blaðsins allmikið. Ráðgert er, að Ingólfur komi nú út mánaðarlega, nema i júlí og ágúst, og aukablöð, þegar sérstök átœða þykir til, eða alls a. m. k. 12 tbl. á ári. Veþð blaðsins er hið sama og áður: kr. 5 árgangurinn. Stjórn S. U. F. mun eindregið vinntí að þvi, að útgáfa Ingólfs falli eigi niður og að hann verði sem vandaðastur að efni og frágangi. En til að öruggt sé, að slikt takist, mega ungir Fram- sóknarmenn og aðrir stuðningsmenn blaðsins ekki vanrœkja að vinna að útbreiðslu þess og skilvísri greiðslu árgjaldanna. Við munum innan skamms leita til Framsóknarmanna um allt land um stuðning og vinnu í þessu skyni. Er það von okkar, að þeirri málaleitun verði vel tekið. Við viljum einnig hvetja unga Framsóknarmenn til að senda Ingólfi efni til birtingar. Þeir verða aðeins að gœta þess að vera eigi langorðir vegna hins takmarkaða rúms í blaðinu. — Ingólfur á fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir unga Framsóknar- menn til að rœða áhuga mál sín og málefni œskunnar almennt. Þess vegna bjöðum við ungum Frdmsóknarmönnum viðsvegar um land að kveðja sér hljóðs á þeim vettvangi. STJÓRN S. U. F. LArtDSöi KASAFN O O t 6 y t > IS.vi-- iN íj t'*

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.