Ingólfur - 01.02.1943, Blaðsíða 2

Ingólfur - 01.02.1943, Blaðsíða 2
2 EVGÓLFUR Ungír Framsóknarmenn og stjðrnmálaviðhoríið Þriðji aðalfundur stjórnar Samb. ungra Framsóknarmanna var haldinn í Reykjavík dagana 31. október og 1. nóvember fyrra ár. Auk aðalstjórnarinnar, sem búsettir eru í Reykjavík, voru mættir allmargir sýslufulltrúar utan af landi. Helztu umræðuefni fundarins var viðhorf ungra Framsóknar- manna til stjórnmálanna. Svo- hljóðandi ályktun var samþykkt einróma: „Aðalfundur stjórnar S.U.F. haldinn í Reykjavík dagana 31. okt. og 1. nóv. 1942, samþykkir eftirfarandi varðandi stjórn- málaviðhorfið: Fundurinn telur að æskilegt sé, að þjóðin öll standi samein- uð á þessum örlagaríku tímum, en verði þess eigi kostur, vegna sérhagsmunastreitu þeirra fáu manna, er náð hafa mestu af stríðsgróðanum og mjög virð- ast ráðandi um stefnu Sjálf- stæðisflokksins, þá beri Fram- sóknarflokknum að vinna að stjórnarsamvinnu þeirra þriggja flokka, sem eru fulltrúar bænda og verkamanna, þ.e. Framsókn- arflokksins, Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins. Markmið stjórnarsamvinn- unnar sé fyrst og fremst: 1. Að tryggja þjóðinni allri not stríðsgróðans, einkum til framkvæmda eftir styrjöldina, og koma þannig í veg fyrir, að hann geti orðið eyðslueyrir fárra manna eða skapað ein- stökum mönnum óeðlilcga valdaaðstöðu. 2. Að undirbúnar séu og gerð- ar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja atvinnulegt og efnalegt öryggi alþýðunnar til sjávar og sveita, þar sem neyð og atvinnuskortur hlýtur að verða hlutskipti hennar í stríðs- lokin eða jafnvel fyrr, ef ekkert er þegar aðhafst. 3. Að tryggt verði að skipa- kostur sá, sem landsmenn hafa til umráða, sé einungis notað- ur til þess að flytja nauðsynja- vöru oy eigi verði gengið á gjald- eyriseign þjóðarinnar erlendis til kaupa á óþarfavarningi. Á- telur fundurinn harðlega þá stefnu, sem nú er ráðandi í þessum málum, er kemur m. a. fram í því, að verzlunarjöfnuð- urinn við útlönd var 62 milj. kr. óhagstæðari um mánaðamótin sept.—okt. s. 1. en á sama tíma 1941. 4. Að auka menningu þjóðar- innar, efla þjóðernisvitund hennar og viðhalda frjálsri þróun lista og vísinda í land- inu. Fundurinn telur, að ekki megi hika við að gera óvenjulegar og róttækar ráðstafanir, ef nauð- syn krefur, til þess að ná áður- greindum markmiðum. Má þar til nefna róttækar breytingar skattalaganna, landsverzlun, af- nám tolla á brýnustu nauð- synjun, leigu- og eignarnám vissra stóreigna og auka opin- bera íhlutun með atvinnu- rekstri. Fundurinn telur svo langt bil milli sjónarmiða samvinnu- manna og stríðsgróðavaldsins, að samstarf Framsóknarflokks- ins við flokk þess einan, Sjálf- stæðisflokkinn, sé óhugsandi." Þeir atburðir, er síðan hafa gerzt, eru öllum kunnir. Tilraun til að mynda þjóð- stjórn mistókst og strandaði.þar einkum á sérhagsmunastreitu hinna nýríku manna, sem ráða stefnu Sjálfstæðisfl. Einnig virtust kommúnistar tregir til slíks samstarfs. Virtist fullreynt, að þjóðstjórn verður eigi mynd- uð hér á landi. Myndun þriggja flokka stjórn- ar, þ. e. Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Sósíalista- flokksins, tókst ekki heldur, þar sem tveir síðarnefndu flokkarn- ir vildu eigi ganga til samstarfs, nema gerður yrði víðtækar mál- efna grundvöllur, en slíkt myndi hafa getað tekið alllangan tíma og þótti eigi ráðlegt að lengja lífið í ríkisstjórn Ólafs Thors með því að fresta stjórn- arskiptum, unz niðurstaða slíkra samninga væri kunn. Endalokin urðu því á þá leið, að ríkisstjóri skipaði ópólitíska stjórn, er færi með völd, unz Alþingi gæti myndað stjórn með venjulegum hætti. Þessi stjórn fer enn með völd. Um líkt leyti og hún kom til valda, skipuðu áðurnefndir þrír flokkar sameiginlega nefnd, sem athugaði möguleika fyrir sam- vinnu þeirra um ríkisstjórn. Enn er ekki kunnugt um niðurstöðu þeirra samninga, enda mun hafa þótt ráðlegt að fresta þeim nokkuð, unz séð yrði, hvaða til- lögur hin ópólitíska ríkisstjórn gerði um dýrtíðarmálin. Að svo stöddu verður engu spáð ,um úrslit þssara samninga. En margir munu hafa ótrú á ýmsum forráðamönnum Sósial- istaflokksins, því þótt þeir mæli Kvik I I yndir í sveitum Sveitirnar eyðast af ungu fólki. Bæirnir vaxa mikið örar að fólksfjölda en afkomuskil- yrðum. Slíkar setningar sem þessar heyrast ekki sjaldan af vörum manna, hvort sem þeir eru búsettir í sveit eða við sjó. Eldra fólkið talar um spilltan aldaranda og léttúð unga fólks- ins. En sjaldnar er reynt að grafast fyrir hinar dýpri rætur þessa meins, og nær aldrei minnst á hvað sé hin eðlilega þróun í þessum efnum, og hvað öfugstreymi eða meinsemd. Ég fæ ekki séð, að nein skyn- samleg ástæða mæli móti því, að lögð sé niður byggð í afskekkt- ustu og hrjóstrugustu sveitum landsins og þær notaðar ein- ungis sem afréttir, ef það yrði til þess að byggðin færðist til hinna blómlegri landbúnaðar- fagurt um „vinstra samstarf“, virðist gamla „byltingarlínan“ mega sín meira hjá þeim. En hvernig, sem þessum samningum lyktar, munu ungir Framsóknarmenn standa fast á yfirlýstum grundvelli sínum: Það verður að halda áfram því starfi, að sameina vinnandi stéttir landsins um lausn mál- anna. Þótt slíkar vonir bregðist í bili, kemur samstarf við stríðs- gróðavaldið ekki til greina. Ef Moskva-kommúnistar eða önn- ur slík öfl, hindra nú samstarf bænda og verkafólks, verður að taka upp öfluga baráttu gegn þeim og gera þeim ókleyft til frambúðar að hnekkja sam- starfi hins vinnandi fólks. Allir þeir sigrar, sem Fram- sóknarmenn hafa unnið á lög- gjafarsviðinu, eru bundnir við samstarf hins vinnandi fólks. Þær umbætur, sem orðið hafa í landinu síðustu áratugina, benda allar til þess, að vinnandi fólkið eigi að standa saman. Saga og stefna Framsóknar- flokksins hvetur hvern ungan Framsóknarmann til þess að leggja fram sinn skerf í þeim efnum. Þá hefir jafnan vegur Framsóknarfl. verið mestúr, þeg- ar þessi samvinna var bezt. En vitanlega mun þetta sam- starf í framtíðinni snúast um ýms önnur málefni og ólíkar framkvæmdir en áður fyrr. Hverri nýrri kynslóð berast ný verkefni og hún finnur nýjar lausnir á félagsmálefnum sínum. Einkenni sannrar framsóknar er að vera brautryðjandi þess nýja. Þ. Þ. héraða og ykist þar. Hins vegar mun það áhyggjuefni hverjum hugsandi manni, ef þéttbýlustu og gróðursælustu sveitirnar fara í auðn og íslendingar hætta að vera sjálfum sér nógir á sviði landbúnaðarins. „Bú er land- stólpi“ sagði Jónas Hallgríms- son forðum og svo er enn og mun í næstu framtíð. Traustur landbúnaður og um fram allt fjölbreyttur, miklu fjölbreyttari en íslenzki landbúnaðurinn er nú, rekinn á hagkvæman hátt með aðstoð nýjustu tæknifram- fara, verður alltaf önnur aðal- stoðin undir áfkomu þjóðar- innar. En á sama hátt og þétt- býli bæjanna veitir mönnum færi á að notfæra sér margs- konar þægindi, sem dreifbýlinu hefir verið fyrirmunað að njóta, að miklu eða öllu leyti, þá myndi samfærsla byggðanna gera mun auðveldara um vik, að færa sér þessi þægindi lí nyt í sveitunum, svo sem rafmagn, síma, skipu- lagðar samgöngur og margt fleira. Jafnframt myndi þáð gera alla félags- og menningar- starfsemi auðveldari. Það er hægra að halda saman iþrótta-, söng- og leikfélögum í þéttri byggð en dreifðri. „Dauft er í sveitum“, segir Jónas einhvers- stáðar og ég er þeirrar skoðun- ar, að deyíðin sé ein höfuð or- sök þess, hve unga fólkið leitar ört burt úr sveitinni, skortur félagslífs og heilbrigðra skemmtana, engu síður en slæm afkomuskilyrði. Nú gerist það náttúrlega ekki í einni svipan, að byggðin færist saman í beztu landbúnaðarhéröðum en hin rýrari lönd eyðist. Til þess þarf þróun og hún tekur langan tíma. En þá hlýtur manni að detta í hug, hvort ekki sé eitt- hvað unnt að gera þegar í stað, til að svipta burt deyfðinni. Þess er auðvitað ekki að vænta, að til sé ráð, sem leysi þetta á svipstundu, og til hlítar. En mjór er mikils vísir og ef eitt- hvað, sem horfir til bóta, væri hægt að finna, gæti það orðið næsta mikilvægt, sem undanfari annars meira. Kvikmyndirnar og sérstaklega talmyndirnar, eru dásamleg uppfininng, engu síður en rit- listin og prentlistin. Þær bjóða betra tækifæri en mönnunum hefir nokkru sinni hlotnast, til að flytja almenningi, á skjótan og skýran hátt, margt það bezta, sem mannsandinn hefir skapað. Vitanlega hefir kvik- myndunum verið misbeitt herfi- lega á ýmsan hátt, bæði í þágu auðsöfnunar og margra slæmra málefna, en það dregur á eng- an hátt úr gildi þeirra, þegar þeim er beitt rétt. Öll fram- leiðsla er misjöfn, og í heimin- um er. framleitt geysimikið af lélegum og jafnvel spillandi

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.